Mæðginamynd Ivönku sögð taktlaus Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2018 07:16 Ivanka Trump er dóttir Bandaríkjaforseta og sérlegur ráðgjafi hans. Vísir/Getty Ivanka Trump hefur fengið yfir sig holskeflu netníðs síðastliðinn sólarhring eftir að hafa birt mynd af sér og tveggja ára syni sínum í gærmorgun. Gagnrýnendum hennar þykir myndbirtingin smekklaus vegna frétta sem berast nú af landamæravörðum sem aðskilja börn frá foreldrum sínum við komuna til Bandaríkjanna. „Þetta er svo ótrúlegt taktleysi, í ljósi þess hve reiður almenningur er vegna þeirra ungu barna sem rifin eru úr höndum foreldra sinna á landamærunum - ómannúðleg löggjöf sem Ivanka Trump styður með aðgerðaleysi sínu.“ Þetta skrifar Brian Klaas, fyrrverandi ráðgjafi Demókrataflokksins og félagi í London School of Economics. Fjölmargir netverjar taka í sama streng, eins og grínistinn Patton Oswald og þúsundir mæðra sem biðla til Ivönku Trump um að setja sig í spor fjölskyldna á landamærunum. My! #SundayMorning pic.twitter.com/CN5iXutE5Q— Ivanka Trump (@IvankaTrump) May 27, 2018 Fjölskyldur sem komu ólöglega til Bandaríkjanna hafa fram til þess mátt fylgjast að þangað til að mál þeirra hefur verið leitt til lykta fyrir dómstólum. Breyting varð á þessu fyrirkomulagi í maí síðastliðinum þegar dómsmálaráðherrann Jeff Sessions tilkynnti um nýja stefnu í málaflokknum. Foreldrar eru nú strax leiddir fyrir dómara á meðan félagsþjónustan tekur við börnunum.New York Times greindi hins vegar frá því í apríl síðastliðnum að um 700 börn hafi verið aðskilin frá foreldrum sínum frá því í október á liðnu ári - löngu fyrir innleiðingu breytinganna. Þar af höfðu 100 börn ekki náð fjögurra ára aldri. Þá er talið að félagsþjónustan hafi týnt um 1500 börnum sem komið hafði verið fyrir hjá fósturforeldrum. Þau börn höfðu komið ein til Bandaríkjanna. Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem innleiddi hin nýju lög og sér til þess að þeim er framfylgt, hefur í tístum sínum kennt Demókrataflokknum um ástand málaflokksins. „Setja á þrýsting á demókrata svo að afnema megi hin hræðilegu lög sem aðskilur börn frá foreldrum sínum þegar þau koma yfir landamærin,“ skrifar forsetinn. Blaðamenn Guardian geta ekki gert sér í hugarlund hvers vegna Trump segir að demókratar beri ábyrgð á lögunum sem núverandi stjórnvöld kynntu til sögunnar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ivanka trúir ekki ásökunum um kynferðislega áreitni Trump Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hún trúi því að faðir hennar hafi ekki áreitt konur kynferðislega. Donald Trump hefur verið ásakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna. 26. febrúar 2018 23:43 FBI rannsakar viðskiptagjörning dóttur Trump Dóttir og tengdasonur Bandaríkjaforseta hafa átt í erfiðleikum með að fá öryggisheimildir vegna flókins nets viðskiptahagsmuna. 2. mars 2018 13:01 Ivanka gagnrýnd fyrir að lofsama ræðu Opruh Ivanka Trump, elsta dóttir og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump bandaríkjaforseta, er ein þeirra sem var inbnblásin af ræðu Opruh Winfrey á Golden Globe verðlaununum um liðna helgi. 9. janúar 2018 19:11 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Ivanka Trump hefur fengið yfir sig holskeflu netníðs síðastliðinn sólarhring eftir að hafa birt mynd af sér og tveggja ára syni sínum í gærmorgun. Gagnrýnendum hennar þykir myndbirtingin smekklaus vegna frétta sem berast nú af landamæravörðum sem aðskilja börn frá foreldrum sínum við komuna til Bandaríkjanna. „Þetta er svo ótrúlegt taktleysi, í ljósi þess hve reiður almenningur er vegna þeirra ungu barna sem rifin eru úr höndum foreldra sinna á landamærunum - ómannúðleg löggjöf sem Ivanka Trump styður með aðgerðaleysi sínu.“ Þetta skrifar Brian Klaas, fyrrverandi ráðgjafi Demókrataflokksins og félagi í London School of Economics. Fjölmargir netverjar taka í sama streng, eins og grínistinn Patton Oswald og þúsundir mæðra sem biðla til Ivönku Trump um að setja sig í spor fjölskyldna á landamærunum. My! #SundayMorning pic.twitter.com/CN5iXutE5Q— Ivanka Trump (@IvankaTrump) May 27, 2018 Fjölskyldur sem komu ólöglega til Bandaríkjanna hafa fram til þess mátt fylgjast að þangað til að mál þeirra hefur verið leitt til lykta fyrir dómstólum. Breyting varð á þessu fyrirkomulagi í maí síðastliðinum þegar dómsmálaráðherrann Jeff Sessions tilkynnti um nýja stefnu í málaflokknum. Foreldrar eru nú strax leiddir fyrir dómara á meðan félagsþjónustan tekur við börnunum.New York Times greindi hins vegar frá því í apríl síðastliðnum að um 700 börn hafi verið aðskilin frá foreldrum sínum frá því í október á liðnu ári - löngu fyrir innleiðingu breytinganna. Þar af höfðu 100 börn ekki náð fjögurra ára aldri. Þá er talið að félagsþjónustan hafi týnt um 1500 börnum sem komið hafði verið fyrir hjá fósturforeldrum. Þau börn höfðu komið ein til Bandaríkjanna. Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem innleiddi hin nýju lög og sér til þess að þeim er framfylgt, hefur í tístum sínum kennt Demókrataflokknum um ástand málaflokksins. „Setja á þrýsting á demókrata svo að afnema megi hin hræðilegu lög sem aðskilur börn frá foreldrum sínum þegar þau koma yfir landamærin,“ skrifar forsetinn. Blaðamenn Guardian geta ekki gert sér í hugarlund hvers vegna Trump segir að demókratar beri ábyrgð á lögunum sem núverandi stjórnvöld kynntu til sögunnar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ivanka trúir ekki ásökunum um kynferðislega áreitni Trump Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hún trúi því að faðir hennar hafi ekki áreitt konur kynferðislega. Donald Trump hefur verið ásakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna. 26. febrúar 2018 23:43 FBI rannsakar viðskiptagjörning dóttur Trump Dóttir og tengdasonur Bandaríkjaforseta hafa átt í erfiðleikum með að fá öryggisheimildir vegna flókins nets viðskiptahagsmuna. 2. mars 2018 13:01 Ivanka gagnrýnd fyrir að lofsama ræðu Opruh Ivanka Trump, elsta dóttir og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump bandaríkjaforseta, er ein þeirra sem var inbnblásin af ræðu Opruh Winfrey á Golden Globe verðlaununum um liðna helgi. 9. janúar 2018 19:11 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Ivanka trúir ekki ásökunum um kynferðislega áreitni Trump Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hún trúi því að faðir hennar hafi ekki áreitt konur kynferðislega. Donald Trump hefur verið ásakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna. 26. febrúar 2018 23:43
FBI rannsakar viðskiptagjörning dóttur Trump Dóttir og tengdasonur Bandaríkjaforseta hafa átt í erfiðleikum með að fá öryggisheimildir vegna flókins nets viðskiptahagsmuna. 2. mars 2018 13:01
Ivanka gagnrýnd fyrir að lofsama ræðu Opruh Ivanka Trump, elsta dóttir og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump bandaríkjaforseta, er ein þeirra sem var inbnblásin af ræðu Opruh Winfrey á Golden Globe verðlaununum um liðna helgi. 9. janúar 2018 19:11