Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2018 21:10 Arkady Babchenko. Vísir/AP Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko var skotinn til bana í íbúð sinni í Kænugarði í Úkraínu í dag. Eiginkona hans fann hann í fjölbýlishúsi þeirra og var hann úrskurðaður látinn í sjúkrabíl á leið á sjúkrahús. Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. Þá sagði Babchenko að honum hafði verið hótað dauða og hann óttaðist að vera fangelsaður. Lögreglan segir hann hafa verið skotinn margsinnis í bakið og er talið að morðingi hans hafi beðið í stigaganginum í húsi þeirra og skotið Babchenko þegar hann var á leið út í búð. Babchenko hafði þjónað í her Rússlands og varð seinna einn af fremstu stríðsblaðamönnum Rússlands. Á undanförnum árum hafði hann verið mjög gagnrýninn á aðgerðir Rússlands í Úkraínu og Sýrlandi. Rússneski embættismenn höfðu fordæmt hann fyrir ummæli sín um loftárásir í Sýrlandi og árásir Rússa í garð Úkraínu. Þegar lögreglustjóri Kænugarðs var spurður út í mögulega ástæðu morðsins benti hann fyrst og fremst á störf hans og sagðist telja Babchenko hafa verið myrtan vegna þeirra. Babchenko skrifaði um hótanirnar í sinn garð í Guardian í fyrra. Þar segir hann að þingmenn hafi kallað eftir því að hann yrði fangelsaður og sviptur ríkisborgararétti sínum. Úkraínskur þingmaður sagði á Facebook að rannsakendur myndu beina sjónum sínum að viðleitni leyniþjónusta Rússlands að „ganga frá þeim sem reyna að segja sannleikann um hvað sé að gerast í Rússlandi og Úkraínu“. Yfirmaður Mannréttindaráðs Rússlands sagði morðið vera „klára ögrun“ og sagði blóðuga glæpi vera orðna að venju í Úkraínu. Þá hefur RIA Novosti fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, eftir þingmanninum Yevgeny Revenko að Úkraína væri að verða „hið hættulegasta land“ fyrir blaðamenn. Reuters bendir á að blaðamaðurinn Pavel Sheremet frá Hvíta-Rússlandi var myrtur með bílasprengju í Kænugarði fyrir tveimur árum. Hann hafði gagnrýnt yfirvöld Hvíta-Rússlands harðlega og var vinur rússneska stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsov. Nemtsov var skotinn til bana skammt frá forsetahöll Rússlands í Moskvu í febrúar 2015. Þá var fyrrverandi rússneski þingmaðurinn Denis Voronenkov skotinn til bana í Kænugarði í mars í fyrra. Hann hafði flúið frá Rússlandi árið 2016 og var mikill gagnrýnandi ríkisstjórnar Rússlands. Úkraína Rússland Tengdar fréttir Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar dæmdur í fangelsi Alexei Navalní var handtekinn við mótmæli gegn Vladímír Pútín fyrr í þessum mánuði. 15. maí 2018 15:06 Segja Glushkov hafa verið myrtan í London Lögreglan í London hefur hafið morðrannsókn vegna dauða rússneska flóttamannsins Nikolai Glushkov, sem fannst látinn á heimili sínu í byrjun vikunnar. 16. mars 2018 16:29 Fjórða kjörtímabilið er hafið hjá Pútín Vladímír Pútín hefur sitt fjórða, mögulega síðasta, kjörtímabil á stóli Rússlandsforseta. Hefur gegnt embættinu í fjórtán ár sem verða tuttugu er kjörtímabilinu lýkur. Bandamenn Pútíns telja líklegt að hann muni með einhverjum 8. maí 2018 06:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko var skotinn til bana í íbúð sinni í Kænugarði í Úkraínu í dag. Eiginkona hans fann hann í fjölbýlishúsi þeirra og var hann úrskurðaður látinn í sjúkrabíl á leið á sjúkrahús. Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. Þá sagði Babchenko að honum hafði verið hótað dauða og hann óttaðist að vera fangelsaður. Lögreglan segir hann hafa verið skotinn margsinnis í bakið og er talið að morðingi hans hafi beðið í stigaganginum í húsi þeirra og skotið Babchenko þegar hann var á leið út í búð. Babchenko hafði þjónað í her Rússlands og varð seinna einn af fremstu stríðsblaðamönnum Rússlands. Á undanförnum árum hafði hann verið mjög gagnrýninn á aðgerðir Rússlands í Úkraínu og Sýrlandi. Rússneski embættismenn höfðu fordæmt hann fyrir ummæli sín um loftárásir í Sýrlandi og árásir Rússa í garð Úkraínu. Þegar lögreglustjóri Kænugarðs var spurður út í mögulega ástæðu morðsins benti hann fyrst og fremst á störf hans og sagðist telja Babchenko hafa verið myrtan vegna þeirra. Babchenko skrifaði um hótanirnar í sinn garð í Guardian í fyrra. Þar segir hann að þingmenn hafi kallað eftir því að hann yrði fangelsaður og sviptur ríkisborgararétti sínum. Úkraínskur þingmaður sagði á Facebook að rannsakendur myndu beina sjónum sínum að viðleitni leyniþjónusta Rússlands að „ganga frá þeim sem reyna að segja sannleikann um hvað sé að gerast í Rússlandi og Úkraínu“. Yfirmaður Mannréttindaráðs Rússlands sagði morðið vera „klára ögrun“ og sagði blóðuga glæpi vera orðna að venju í Úkraínu. Þá hefur RIA Novosti fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, eftir þingmanninum Yevgeny Revenko að Úkraína væri að verða „hið hættulegasta land“ fyrir blaðamenn. Reuters bendir á að blaðamaðurinn Pavel Sheremet frá Hvíta-Rússlandi var myrtur með bílasprengju í Kænugarði fyrir tveimur árum. Hann hafði gagnrýnt yfirvöld Hvíta-Rússlands harðlega og var vinur rússneska stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsov. Nemtsov var skotinn til bana skammt frá forsetahöll Rússlands í Moskvu í febrúar 2015. Þá var fyrrverandi rússneski þingmaðurinn Denis Voronenkov skotinn til bana í Kænugarði í mars í fyrra. Hann hafði flúið frá Rússlandi árið 2016 og var mikill gagnrýnandi ríkisstjórnar Rússlands.
Úkraína Rússland Tengdar fréttir Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar dæmdur í fangelsi Alexei Navalní var handtekinn við mótmæli gegn Vladímír Pútín fyrr í þessum mánuði. 15. maí 2018 15:06 Segja Glushkov hafa verið myrtan í London Lögreglan í London hefur hafið morðrannsókn vegna dauða rússneska flóttamannsins Nikolai Glushkov, sem fannst látinn á heimili sínu í byrjun vikunnar. 16. mars 2018 16:29 Fjórða kjörtímabilið er hafið hjá Pútín Vladímír Pútín hefur sitt fjórða, mögulega síðasta, kjörtímabil á stóli Rússlandsforseta. Hefur gegnt embættinu í fjórtán ár sem verða tuttugu er kjörtímabilinu lýkur. Bandamenn Pútíns telja líklegt að hann muni með einhverjum 8. maí 2018 06:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar dæmdur í fangelsi Alexei Navalní var handtekinn við mótmæli gegn Vladímír Pútín fyrr í þessum mánuði. 15. maí 2018 15:06
Segja Glushkov hafa verið myrtan í London Lögreglan í London hefur hafið morðrannsókn vegna dauða rússneska flóttamannsins Nikolai Glushkov, sem fannst látinn á heimili sínu í byrjun vikunnar. 16. mars 2018 16:29
Fjórða kjörtímabilið er hafið hjá Pútín Vladímír Pútín hefur sitt fjórða, mögulega síðasta, kjörtímabil á stóli Rússlandsforseta. Hefur gegnt embættinu í fjórtán ár sem verða tuttugu er kjörtímabilinu lýkur. Bandamenn Pútíns telja líklegt að hann muni með einhverjum 8. maí 2018 06:00