Ætla að standa í hárinu á Kína Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2018 23:47 James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AP Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. Þetta segir James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og heldur hann því fram að yfirvöld í Peking hafi ekki staðið við loforð sitt um að koma vopnum ekki fyrir á Spratly-eyjum. Mattis segir að herskip ríkisins muni halda siglingum sínum um Suður-Kínahaf áfram og að svo virðist sem að einungis eitt ríki setji sig á móti þeim siglingum. Kína. Á blaðamannafundi í Singapúr í gærkvöldi sagði Mattis að Bandaríkin myndu starfa með þjóðum Kyrrahafsins en þeir myndu þó ekki sætta sig við brot á alþjóðalögum. Kínverjar hafa gert tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hafa þeir byggt upp heilu eyjurnar á hafsvæðinu þar sem talið er að finna megi umtalsverðar olíu- og gasauðlindir. Herstöðvar og flugvellir hafa verið byggðir á þessum eyjum og hefur vopnum verið komið fyrir á þeim. Alþjóðagerðadómurinn í Haag sagði árið 2016 að tilkall Kína á Suður-Kyrrahafi væri ólöglegt en Kínverjar viðurkenna ekki þá niðurstöðu. Nú um helgina sendu Kínverjar herskip og orrustuþotur gegn tveimur herskipum Bandaríkjanna sem siglt var um svæðið. Taívan, Filippseyjar, Víetnam, Malasía og Brúnei gera einnig tilkall til hluta hafsins en þau byggja þó á 200 mílna reglum Sameinuðu þjóðanna um efnahagslögsögu ríkja. Mattis sagði aðrar þjóðir á svæðinu hafa áhyggjur af hervæðingu Kínverja og þær vilji að frjálsar siglingar um hafið verði tryggðar. Nú nýlega dróu Bandaríkin til baka boð til herafla Kína um að taka þátt í fjölþjóða heræfingum í Kyrrahafinu. Sögðu þeir það hafa verið gert vegna vísbendinga um að Kínverjar hefðu komið fyrir eldflaugum sem hannaðar séu til að granda jafnt skipum sem og flugvélum fyrir í Suður-Kyrrahafi. Bandaríkin krefjast þess að vopn þessi, og önnur vopn, verði fjarlægð af svæðinu. Kínverjar segjast í fullum rétti þegar kemur að hervæðingu Suður-Kínahafs. Svæðið sé hluti af þeirra ríki. Brúnei Filippseyjar Kína Malasía Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. Þetta segir James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og heldur hann því fram að yfirvöld í Peking hafi ekki staðið við loforð sitt um að koma vopnum ekki fyrir á Spratly-eyjum. Mattis segir að herskip ríkisins muni halda siglingum sínum um Suður-Kínahaf áfram og að svo virðist sem að einungis eitt ríki setji sig á móti þeim siglingum. Kína. Á blaðamannafundi í Singapúr í gærkvöldi sagði Mattis að Bandaríkin myndu starfa með þjóðum Kyrrahafsins en þeir myndu þó ekki sætta sig við brot á alþjóðalögum. Kínverjar hafa gert tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hafa þeir byggt upp heilu eyjurnar á hafsvæðinu þar sem talið er að finna megi umtalsverðar olíu- og gasauðlindir. Herstöðvar og flugvellir hafa verið byggðir á þessum eyjum og hefur vopnum verið komið fyrir á þeim. Alþjóðagerðadómurinn í Haag sagði árið 2016 að tilkall Kína á Suður-Kyrrahafi væri ólöglegt en Kínverjar viðurkenna ekki þá niðurstöðu. Nú um helgina sendu Kínverjar herskip og orrustuþotur gegn tveimur herskipum Bandaríkjanna sem siglt var um svæðið. Taívan, Filippseyjar, Víetnam, Malasía og Brúnei gera einnig tilkall til hluta hafsins en þau byggja þó á 200 mílna reglum Sameinuðu þjóðanna um efnahagslögsögu ríkja. Mattis sagði aðrar þjóðir á svæðinu hafa áhyggjur af hervæðingu Kínverja og þær vilji að frjálsar siglingar um hafið verði tryggðar. Nú nýlega dróu Bandaríkin til baka boð til herafla Kína um að taka þátt í fjölþjóða heræfingum í Kyrrahafinu. Sögðu þeir það hafa verið gert vegna vísbendinga um að Kínverjar hefðu komið fyrir eldflaugum sem hannaðar séu til að granda jafnt skipum sem og flugvélum fyrir í Suður-Kyrrahafi. Bandaríkin krefjast þess að vopn þessi, og önnur vopn, verði fjarlægð af svæðinu. Kínverjar segjast í fullum rétti þegar kemur að hervæðingu Suður-Kínahafs. Svæðið sé hluti af þeirra ríki.
Brúnei Filippseyjar Kína Malasía Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00