Ætla að standa í hárinu á Kína Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2018 23:47 James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AP Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. Þetta segir James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og heldur hann því fram að yfirvöld í Peking hafi ekki staðið við loforð sitt um að koma vopnum ekki fyrir á Spratly-eyjum. Mattis segir að herskip ríkisins muni halda siglingum sínum um Suður-Kínahaf áfram og að svo virðist sem að einungis eitt ríki setji sig á móti þeim siglingum. Kína. Á blaðamannafundi í Singapúr í gærkvöldi sagði Mattis að Bandaríkin myndu starfa með þjóðum Kyrrahafsins en þeir myndu þó ekki sætta sig við brot á alþjóðalögum. Kínverjar hafa gert tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hafa þeir byggt upp heilu eyjurnar á hafsvæðinu þar sem talið er að finna megi umtalsverðar olíu- og gasauðlindir. Herstöðvar og flugvellir hafa verið byggðir á þessum eyjum og hefur vopnum verið komið fyrir á þeim. Alþjóðagerðadómurinn í Haag sagði árið 2016 að tilkall Kína á Suður-Kyrrahafi væri ólöglegt en Kínverjar viðurkenna ekki þá niðurstöðu. Nú um helgina sendu Kínverjar herskip og orrustuþotur gegn tveimur herskipum Bandaríkjanna sem siglt var um svæðið. Taívan, Filippseyjar, Víetnam, Malasía og Brúnei gera einnig tilkall til hluta hafsins en þau byggja þó á 200 mílna reglum Sameinuðu þjóðanna um efnahagslögsögu ríkja. Mattis sagði aðrar þjóðir á svæðinu hafa áhyggjur af hervæðingu Kínverja og þær vilji að frjálsar siglingar um hafið verði tryggðar. Nú nýlega dróu Bandaríkin til baka boð til herafla Kína um að taka þátt í fjölþjóða heræfingum í Kyrrahafinu. Sögðu þeir það hafa verið gert vegna vísbendinga um að Kínverjar hefðu komið fyrir eldflaugum sem hannaðar séu til að granda jafnt skipum sem og flugvélum fyrir í Suður-Kyrrahafi. Bandaríkin krefjast þess að vopn þessi, og önnur vopn, verði fjarlægð af svæðinu. Kínverjar segjast í fullum rétti þegar kemur að hervæðingu Suður-Kínahafs. Svæðið sé hluti af þeirra ríki. Brúnei Filippseyjar Kína Malasía Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. Þetta segir James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og heldur hann því fram að yfirvöld í Peking hafi ekki staðið við loforð sitt um að koma vopnum ekki fyrir á Spratly-eyjum. Mattis segir að herskip ríkisins muni halda siglingum sínum um Suður-Kínahaf áfram og að svo virðist sem að einungis eitt ríki setji sig á móti þeim siglingum. Kína. Á blaðamannafundi í Singapúr í gærkvöldi sagði Mattis að Bandaríkin myndu starfa með þjóðum Kyrrahafsins en þeir myndu þó ekki sætta sig við brot á alþjóðalögum. Kínverjar hafa gert tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hafa þeir byggt upp heilu eyjurnar á hafsvæðinu þar sem talið er að finna megi umtalsverðar olíu- og gasauðlindir. Herstöðvar og flugvellir hafa verið byggðir á þessum eyjum og hefur vopnum verið komið fyrir á þeim. Alþjóðagerðadómurinn í Haag sagði árið 2016 að tilkall Kína á Suður-Kyrrahafi væri ólöglegt en Kínverjar viðurkenna ekki þá niðurstöðu. Nú um helgina sendu Kínverjar herskip og orrustuþotur gegn tveimur herskipum Bandaríkjanna sem siglt var um svæðið. Taívan, Filippseyjar, Víetnam, Malasía og Brúnei gera einnig tilkall til hluta hafsins en þau byggja þó á 200 mílna reglum Sameinuðu þjóðanna um efnahagslögsögu ríkja. Mattis sagði aðrar þjóðir á svæðinu hafa áhyggjur af hervæðingu Kínverja og þær vilji að frjálsar siglingar um hafið verði tryggðar. Nú nýlega dróu Bandaríkin til baka boð til herafla Kína um að taka þátt í fjölþjóða heræfingum í Kyrrahafinu. Sögðu þeir það hafa verið gert vegna vísbendinga um að Kínverjar hefðu komið fyrir eldflaugum sem hannaðar séu til að granda jafnt skipum sem og flugvélum fyrir í Suður-Kyrrahafi. Bandaríkin krefjast þess að vopn þessi, og önnur vopn, verði fjarlægð af svæðinu. Kínverjar segjast í fullum rétti þegar kemur að hervæðingu Suður-Kínahafs. Svæðið sé hluti af þeirra ríki.
Brúnei Filippseyjar Kína Malasía Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00