Fagnar gullnu tækifæri Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. maí 2018 11:00 Cho Myoung-gyon, sameiningarráðherra Suður-Kóreu. Vísir/EPA Gullið tækifæri er nú til þess að ná fram algerri kjarnorkuafvopnun og varanlegum friði á Kóreuskaga. Þetta sagði Cho Myoung-gyon, sameiningarráðherra Suður-Kóreu, á ráðstefnu í höfuðborginni Seúl. „Við vitum ekki hvort eða hvenær slíkt tækifæri býðst aftur,“ sagði Cho. Að mati ráðherrans eru kjöraðstæður nú til að ná þessum markmiðum í ljósi góðs fundar Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, sem haldinn var í landamærabænum Panmunjom rétt fyrir mánaðamót. Þar sammæltust leiðtogarnir meðal annars um að vinna að kjarnorkuafvopnun og formlegum lokum Kóreustríðsins. „Ekki var hægt að fylgja eftir samningum sem náðust í fyrri leiðtogaviðræðum þar sem þær voru haldnar þegar þáverandi forsetar Suður-Kóreu áttu lítið eftir af kjörtímabili sínu. Nú eru horfur betri þar sem fundurinn var haldinn snemma á kjörtímabilinu,“ sagði Cho enn fremur og vísaði til leiðtogafunda sem haldnir voru árin 2000 og 2007. Senn líður að leiðtogafundi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, með Kim. Hann verður haldinn í Singapúr þann 12. júní næstkomandi. Þá mun Moon forseti heimsækja Trump til Washington 22. maí. Á ráðstefnunni í gær sagði Cho að Moon og Trump myndu á fundi sínum í Washington útkljá allar deilur um hvernig væri best að nálgast Norður-Kóreu. Þá mun Suður-Kórea eiga í sams konar viðræðum við Kína, að því er suðurkóreski miðillinn Yonhap greinir frá. Reuters greindi frá því í gær að Singapúr hafi orðið fyrir valinu þar sem ríkið er tiltölulega hlutlaust og vegna þess að norðurkóreska sendinefndin þarf ekki að fljúga langt til að komast á áfangastað. Frá því að Kim varð einræðisherra árið 2011 hefur hann bara ferðast einu sinni til útlanda með flugi, svo vitað sé. Það var í síðustu viku þegar hann ræddi við Xi Jinping, forseta Kína, í Dalian. Flaug hann þangað á Ilyushin-62M einkaþotu sinni á meðan flogið var með glæsikerru hans á áfangastað í fraktflugvél. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Sjá meira
Gullið tækifæri er nú til þess að ná fram algerri kjarnorkuafvopnun og varanlegum friði á Kóreuskaga. Þetta sagði Cho Myoung-gyon, sameiningarráðherra Suður-Kóreu, á ráðstefnu í höfuðborginni Seúl. „Við vitum ekki hvort eða hvenær slíkt tækifæri býðst aftur,“ sagði Cho. Að mati ráðherrans eru kjöraðstæður nú til að ná þessum markmiðum í ljósi góðs fundar Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, sem haldinn var í landamærabænum Panmunjom rétt fyrir mánaðamót. Þar sammæltust leiðtogarnir meðal annars um að vinna að kjarnorkuafvopnun og formlegum lokum Kóreustríðsins. „Ekki var hægt að fylgja eftir samningum sem náðust í fyrri leiðtogaviðræðum þar sem þær voru haldnar þegar þáverandi forsetar Suður-Kóreu áttu lítið eftir af kjörtímabili sínu. Nú eru horfur betri þar sem fundurinn var haldinn snemma á kjörtímabilinu,“ sagði Cho enn fremur og vísaði til leiðtogafunda sem haldnir voru árin 2000 og 2007. Senn líður að leiðtogafundi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, með Kim. Hann verður haldinn í Singapúr þann 12. júní næstkomandi. Þá mun Moon forseti heimsækja Trump til Washington 22. maí. Á ráðstefnunni í gær sagði Cho að Moon og Trump myndu á fundi sínum í Washington útkljá allar deilur um hvernig væri best að nálgast Norður-Kóreu. Þá mun Suður-Kórea eiga í sams konar viðræðum við Kína, að því er suðurkóreski miðillinn Yonhap greinir frá. Reuters greindi frá því í gær að Singapúr hafi orðið fyrir valinu þar sem ríkið er tiltölulega hlutlaust og vegna þess að norðurkóreska sendinefndin þarf ekki að fljúga langt til að komast á áfangastað. Frá því að Kim varð einræðisherra árið 2011 hefur hann bara ferðast einu sinni til útlanda með flugi, svo vitað sé. Það var í síðustu viku þegar hann ræddi við Xi Jinping, forseta Kína, í Dalian. Flaug hann þangað á Ilyushin-62M einkaþotu sinni á meðan flogið var með glæsikerru hans á áfangastað í fraktflugvél.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Sjá meira