Fagnar gullnu tækifæri Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. maí 2018 11:00 Cho Myoung-gyon, sameiningarráðherra Suður-Kóreu. Vísir/EPA Gullið tækifæri er nú til þess að ná fram algerri kjarnorkuafvopnun og varanlegum friði á Kóreuskaga. Þetta sagði Cho Myoung-gyon, sameiningarráðherra Suður-Kóreu, á ráðstefnu í höfuðborginni Seúl. „Við vitum ekki hvort eða hvenær slíkt tækifæri býðst aftur,“ sagði Cho. Að mati ráðherrans eru kjöraðstæður nú til að ná þessum markmiðum í ljósi góðs fundar Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, sem haldinn var í landamærabænum Panmunjom rétt fyrir mánaðamót. Þar sammæltust leiðtogarnir meðal annars um að vinna að kjarnorkuafvopnun og formlegum lokum Kóreustríðsins. „Ekki var hægt að fylgja eftir samningum sem náðust í fyrri leiðtogaviðræðum þar sem þær voru haldnar þegar þáverandi forsetar Suður-Kóreu áttu lítið eftir af kjörtímabili sínu. Nú eru horfur betri þar sem fundurinn var haldinn snemma á kjörtímabilinu,“ sagði Cho enn fremur og vísaði til leiðtogafunda sem haldnir voru árin 2000 og 2007. Senn líður að leiðtogafundi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, með Kim. Hann verður haldinn í Singapúr þann 12. júní næstkomandi. Þá mun Moon forseti heimsækja Trump til Washington 22. maí. Á ráðstefnunni í gær sagði Cho að Moon og Trump myndu á fundi sínum í Washington útkljá allar deilur um hvernig væri best að nálgast Norður-Kóreu. Þá mun Suður-Kórea eiga í sams konar viðræðum við Kína, að því er suðurkóreski miðillinn Yonhap greinir frá. Reuters greindi frá því í gær að Singapúr hafi orðið fyrir valinu þar sem ríkið er tiltölulega hlutlaust og vegna þess að norðurkóreska sendinefndin þarf ekki að fljúga langt til að komast á áfangastað. Frá því að Kim varð einræðisherra árið 2011 hefur hann bara ferðast einu sinni til útlanda með flugi, svo vitað sé. Það var í síðustu viku þegar hann ræddi við Xi Jinping, forseta Kína, í Dalian. Flaug hann þangað á Ilyushin-62M einkaþotu sinni á meðan flogið var með glæsikerru hans á áfangastað í fraktflugvél. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Gullið tækifæri er nú til þess að ná fram algerri kjarnorkuafvopnun og varanlegum friði á Kóreuskaga. Þetta sagði Cho Myoung-gyon, sameiningarráðherra Suður-Kóreu, á ráðstefnu í höfuðborginni Seúl. „Við vitum ekki hvort eða hvenær slíkt tækifæri býðst aftur,“ sagði Cho. Að mati ráðherrans eru kjöraðstæður nú til að ná þessum markmiðum í ljósi góðs fundar Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, sem haldinn var í landamærabænum Panmunjom rétt fyrir mánaðamót. Þar sammæltust leiðtogarnir meðal annars um að vinna að kjarnorkuafvopnun og formlegum lokum Kóreustríðsins. „Ekki var hægt að fylgja eftir samningum sem náðust í fyrri leiðtogaviðræðum þar sem þær voru haldnar þegar þáverandi forsetar Suður-Kóreu áttu lítið eftir af kjörtímabili sínu. Nú eru horfur betri þar sem fundurinn var haldinn snemma á kjörtímabilinu,“ sagði Cho enn fremur og vísaði til leiðtogafunda sem haldnir voru árin 2000 og 2007. Senn líður að leiðtogafundi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, með Kim. Hann verður haldinn í Singapúr þann 12. júní næstkomandi. Þá mun Moon forseti heimsækja Trump til Washington 22. maí. Á ráðstefnunni í gær sagði Cho að Moon og Trump myndu á fundi sínum í Washington útkljá allar deilur um hvernig væri best að nálgast Norður-Kóreu. Þá mun Suður-Kórea eiga í sams konar viðræðum við Kína, að því er suðurkóreski miðillinn Yonhap greinir frá. Reuters greindi frá því í gær að Singapúr hafi orðið fyrir valinu þar sem ríkið er tiltölulega hlutlaust og vegna þess að norðurkóreska sendinefndin þarf ekki að fljúga langt til að komast á áfangastað. Frá því að Kim varð einræðisherra árið 2011 hefur hann bara ferðast einu sinni til útlanda með flugi, svo vitað sé. Það var í síðustu viku þegar hann ræddi við Xi Jinping, forseta Kína, í Dalian. Flaug hann þangað á Ilyushin-62M einkaþotu sinni á meðan flogið var með glæsikerru hans á áfangastað í fraktflugvél.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira