Ganga stolt frá Eurovision Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. maí 2018 06:00 Ari á sviði í Lissabon ásamt bakröddum Vísir/getty „Þetta var yndisleg ferð sem einkenndist af mikilli og frábærri vinnu með stórkostlegum listamönnum,“ segir Þórunn Erna Clausen, höfundur lagsins Our Choice, sem var framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. Ari Ólafsson flutti lagið. Uppskeran í ár var heldur rýr. Ísland endaði neðst í fyrri undanriðli keppninnar og hlaut ekki stig í símakosningunni það kvöldið. Fimmtán stig fengust frá dómnefndum Evrópu. „Þetta var mjög sterk keppni og við lentum í sterkasta riðli sem sést hefur í sögu Eurovision. Auðvitað hugsaði maður hvað hefði gerst hefðum við lent í hinum riðlinum en það breytir því ekki að við kepptum á fyrra kvöldinu,“ segir Þórunn. Höfundurinn segir að hópnum hafi borist fjöldamörg skilaboð þar sem hópnum hafi verið hrósað. Sum þeirra hafi innihaldið þakkir þar sem lagið hafi hreyft við fólki og hjálpað því á erfiðum stundum. Hópurinn hafi verið á fullu úti og lítið fylgst með umræðum heima. „Ég er mjög sátt með þær ákvarðanir sem voru teknar með atriðið og samstarfið með RÚV gekk mjög vel,“ segir Þórunn. Í lokakeppninni hélt Þórunn með víkingunum frá Danmörku og var mjög ánægð með að þeir fengu tólf stig frá Íslendingum úr símakosninguni. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Tengdar fréttir Ísland neðst í sínum riðli Fengum fimmtán stig. 12. maí 2018 22:50 Ísland fékk 0 stig frá evrópskum áhorfendum Var neðst í sínum riðli. 13. maí 2018 00:22 Segir að huga megi betur að sviðsetningunni Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir keppendur ganga sátta frá borði þó atriðið hafi hafnað í neðsta sæti í keppninni. Þó sé tilefni til að huga betur að sviðsetningu okkar atriða í framtíðinni. Hann kveðst vona að hægt sé að horfa framhjá pólitík í úrslitum gærkvöldsins. 13. maí 2018 15:45 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
„Þetta var yndisleg ferð sem einkenndist af mikilli og frábærri vinnu með stórkostlegum listamönnum,“ segir Þórunn Erna Clausen, höfundur lagsins Our Choice, sem var framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. Ari Ólafsson flutti lagið. Uppskeran í ár var heldur rýr. Ísland endaði neðst í fyrri undanriðli keppninnar og hlaut ekki stig í símakosningunni það kvöldið. Fimmtán stig fengust frá dómnefndum Evrópu. „Þetta var mjög sterk keppni og við lentum í sterkasta riðli sem sést hefur í sögu Eurovision. Auðvitað hugsaði maður hvað hefði gerst hefðum við lent í hinum riðlinum en það breytir því ekki að við kepptum á fyrra kvöldinu,“ segir Þórunn. Höfundurinn segir að hópnum hafi borist fjöldamörg skilaboð þar sem hópnum hafi verið hrósað. Sum þeirra hafi innihaldið þakkir þar sem lagið hafi hreyft við fólki og hjálpað því á erfiðum stundum. Hópurinn hafi verið á fullu úti og lítið fylgst með umræðum heima. „Ég er mjög sátt með þær ákvarðanir sem voru teknar með atriðið og samstarfið með RÚV gekk mjög vel,“ segir Þórunn. Í lokakeppninni hélt Þórunn með víkingunum frá Danmörku og var mjög ánægð með að þeir fengu tólf stig frá Íslendingum úr símakosninguni.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Tengdar fréttir Ísland neðst í sínum riðli Fengum fimmtán stig. 12. maí 2018 22:50 Ísland fékk 0 stig frá evrópskum áhorfendum Var neðst í sínum riðli. 13. maí 2018 00:22 Segir að huga megi betur að sviðsetningunni Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir keppendur ganga sátta frá borði þó atriðið hafi hafnað í neðsta sæti í keppninni. Þó sé tilefni til að huga betur að sviðsetningu okkar atriða í framtíðinni. Hann kveðst vona að hægt sé að horfa framhjá pólitík í úrslitum gærkvöldsins. 13. maí 2018 15:45 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Segir að huga megi betur að sviðsetningunni Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir keppendur ganga sátta frá borði þó atriðið hafi hafnað í neðsta sæti í keppninni. Þó sé tilefni til að huga betur að sviðsetningu okkar atriða í framtíðinni. Hann kveðst vona að hægt sé að horfa framhjá pólitík í úrslitum gærkvöldsins. 13. maí 2018 15:45