Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2018 06:02 Meghan Markle er lýst sem mikilli pabbastelpu. Daily Mail Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. Faðir hennar, Thomas Markle, lét hafa eftir sér í samtali við dægurmálarisann TMZ að myndi halda sig heima - en ljósmyndahneyksli og orðrómar um lélegt heilsufar föðurins hafa farið hátt í breskum fjölmiðlum að undanförnu. Í tilkynningu frá Kensington-höll sagði að mál Thomas Markle skipti hina verðandi brúður miklu máli. Meghan og Harry báðu jafnframt um að fjölmiðlar og almenningur myndu sýna Thomas Markle skilning og virðingu á „þessum erfiðu tímum.“ Fréttaskýrandi breska ríkisútvarpsins segir að Thomas Markle sé talinn vera frekar feiminn og mikill einfari. Þá hefur gulu pressunni í Bretlandi þótt hann heldur luralegur og ýjað að því hann sé ekki þess verðugur að vera tengdapabbi Bretaprinsins.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan MarkleFyrrnefnt ljósmyndahneyksli laut þannig að tilraunum Thomas Markle til að bæta ímynd sína í breskum blöðum. Ráðinn var paparazzi-ljósmyndari til að taka myndir af pabbanum, sem látnar voru líta út eins og þær væru teknar í laumi, og þeim dreift til fjölmiðla sem greiddu háar upphæðir fyrir. Á myndunum sást Thomas sýsla ýmislegt í aðdraganda brúðkaupsins; máta jakkaföt, lesa greinar um brúðkaupið og koma sér í form fyrir stóra daginn. Mail on Sunday greindi síðan frá því um helgina að myndirnar væru uppstilltar og í raun algjört plat. Það olli skiljanlega miklu fjaðrafoki. Hálfsystir Meghan Markle, Samantha, sagðist bera ábyrgð á myndatökunni. Pressan í Bretlandi hafi teiknað upp ljóta mynd af pabba hennar og því hafi hún hvatt hann til að láta taka af sér „jákvæðar myndir“ eins og segir í tísti hennar hér að neðan.Þá er jafnframt talið að Thomas Markle hafi fengið hjartaáfall fyrir skömmu - og einhverjir vilja rekja það til áreitisins sem hann hefur mátt þola af hendi breskra fjölmiðla. Það hefur þó ekki fengist staðfest og tilkynningar frá bresku krúnunni ekki borið það með sér. Thomas Markel starfaði á árum áður við uppsetningu ljósabúnaðar fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti, til að mynda fyrir þættina Married with Children og General Hospital. Þótti lýsing hans svo góð að Thomas og teymi hans hlutu tvenn Emmy-verðlaun fyrir vikið. Thomas og móðir Meghan, Doria Ragland, skildu þegar Meghan var sex ára gömul. Thomas, sem á tvö börn úr fyrra hjónabandi - til að mynda fyrrnefnda Samönthu - fór fram á gjaldþrot fyrir tveimur árum síðan. Meghan er sögð vera í öngum sínum vegna umfjöllunarinnar um föður hennar en á vef breska ríkisútvarpsins segir að hún sé mikil „pabbastelpa.“ Brúðkaup Meghan Markle og Harry Bretaprins fer fram laugardaginn næstkomandi. Kóngafólk Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Aðeins tíu dagar eru í að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga, en athöfnin fer fram þann 19. maí næstkomandi. 9. maí 2018 22:00 Mest lesið Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Lífið Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Lífið Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Lífið Næsti Dumbledore fundinn Bíó og sjónvarp Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Gagnrýni Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Tíska og hönnun Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Lífið Fleiri fréttir Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. Faðir hennar, Thomas Markle, lét hafa eftir sér í samtali við dægurmálarisann TMZ að myndi halda sig heima - en ljósmyndahneyksli og orðrómar um lélegt heilsufar föðurins hafa farið hátt í breskum fjölmiðlum að undanförnu. Í tilkynningu frá Kensington-höll sagði að mál Thomas Markle skipti hina verðandi brúður miklu máli. Meghan og Harry báðu jafnframt um að fjölmiðlar og almenningur myndu sýna Thomas Markle skilning og virðingu á „þessum erfiðu tímum.“ Fréttaskýrandi breska ríkisútvarpsins segir að Thomas Markle sé talinn vera frekar feiminn og mikill einfari. Þá hefur gulu pressunni í Bretlandi þótt hann heldur luralegur og ýjað að því hann sé ekki þess verðugur að vera tengdapabbi Bretaprinsins.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan MarkleFyrrnefnt ljósmyndahneyksli laut þannig að tilraunum Thomas Markle til að bæta ímynd sína í breskum blöðum. Ráðinn var paparazzi-ljósmyndari til að taka myndir af pabbanum, sem látnar voru líta út eins og þær væru teknar í laumi, og þeim dreift til fjölmiðla sem greiddu háar upphæðir fyrir. Á myndunum sást Thomas sýsla ýmislegt í aðdraganda brúðkaupsins; máta jakkaföt, lesa greinar um brúðkaupið og koma sér í form fyrir stóra daginn. Mail on Sunday greindi síðan frá því um helgina að myndirnar væru uppstilltar og í raun algjört plat. Það olli skiljanlega miklu fjaðrafoki. Hálfsystir Meghan Markle, Samantha, sagðist bera ábyrgð á myndatökunni. Pressan í Bretlandi hafi teiknað upp ljóta mynd af pabba hennar og því hafi hún hvatt hann til að láta taka af sér „jákvæðar myndir“ eins og segir í tísti hennar hér að neðan.Þá er jafnframt talið að Thomas Markle hafi fengið hjartaáfall fyrir skömmu - og einhverjir vilja rekja það til áreitisins sem hann hefur mátt þola af hendi breskra fjölmiðla. Það hefur þó ekki fengist staðfest og tilkynningar frá bresku krúnunni ekki borið það með sér. Thomas Markel starfaði á árum áður við uppsetningu ljósabúnaðar fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti, til að mynda fyrir þættina Married with Children og General Hospital. Þótti lýsing hans svo góð að Thomas og teymi hans hlutu tvenn Emmy-verðlaun fyrir vikið. Thomas og móðir Meghan, Doria Ragland, skildu þegar Meghan var sex ára gömul. Thomas, sem á tvö börn úr fyrra hjónabandi - til að mynda fyrrnefnda Samönthu - fór fram á gjaldþrot fyrir tveimur árum síðan. Meghan er sögð vera í öngum sínum vegna umfjöllunarinnar um föður hennar en á vef breska ríkisútvarpsins segir að hún sé mikil „pabbastelpa.“ Brúðkaup Meghan Markle og Harry Bretaprins fer fram laugardaginn næstkomandi.
Kóngafólk Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Aðeins tíu dagar eru í að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga, en athöfnin fer fram þann 19. maí næstkomandi. 9. maí 2018 22:00 Mest lesið Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Lífið Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Lífið Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Lífið Næsti Dumbledore fundinn Bíó og sjónvarp Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Gagnrýni Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Tíska og hönnun Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Lífið Fleiri fréttir Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Sjá meira
Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Aðeins tíu dagar eru í að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga, en athöfnin fer fram þann 19. maí næstkomandi. 9. maí 2018 22:00