Björguðu flugmanni sem sogaðist út úr vélinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2018 06:41 Tækjabúnaður vélarinnar skaddaðist mikið en aðstoðarflugmaðurinn slapp með skrámur. Weibo Flugvél á vegum kínverska flugfélagsins Sichuan Airlines þurfti að nauðlenda í gær eftir að aðstoðarflugmaður „sogaðist“ nánast allur út úr vélinni. Haft er eftir flugmanni vélarinnar í þarlendum miðlum að rúða flugstjórnarklefans hafi brotnað þegar vélin var í 32 þúsund feta hæð. Flugmaðurinn Liu Chuanjian, sem hrósað hefur verið fyrir mikla hetjudáð, segir að skömmu áður en rúðan gaf sig hafi heyrst ærandi hljóð í flugstjórnarklefanum. Loftþrýstingur og hitastig klefans hafi lækkað hratt og áður en hann vissi af var rúðan á bak og burt. „Það voru engin varúðarmerki. Rúðan brotnaði allt í einu með háum hvelli. Áður en ég veit af er aðstoðarflugmaðurinn kominn hálfur út úr vélinni,“ segir Liu. „Allt í flugstjórnarklefanum var í lausu lofti. Nánast allur búnaðurinn lét ekki að stjórn, ég heyrði ekki í talstöðinni. Vélin hristist svo mikið að ég gat ekki einu sinni lesið á mælana.“ Áhafnarmeðlimum tókst að draga aðstoðarflugmanninn, sem sagður er hafa verið í sætisbelti, aftur inn í vélina. Hann slapp með minniháttarmeiðsl, rétt eins og flugþjónn sem aðstoðaði við björgunina. Yfirflugmanninum tókst að lenda vélinni stórslysalaust og allir 119 farþegarnir sluppu ómeiddir. Málið er nú til rannsóknar af kínverskum flugstjórnaryfirvöldum. Þó svo að það þekkist að fugla eða eldingar hafi eyðilagt rúður í flugstjórnarklefum telst það sjaldgæft að rúðurnar losni af í heilu lagi eins og gerðist í þessu tilfelli. Fréttir af flugi Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Flugvél á vegum kínverska flugfélagsins Sichuan Airlines þurfti að nauðlenda í gær eftir að aðstoðarflugmaður „sogaðist“ nánast allur út úr vélinni. Haft er eftir flugmanni vélarinnar í þarlendum miðlum að rúða flugstjórnarklefans hafi brotnað þegar vélin var í 32 þúsund feta hæð. Flugmaðurinn Liu Chuanjian, sem hrósað hefur verið fyrir mikla hetjudáð, segir að skömmu áður en rúðan gaf sig hafi heyrst ærandi hljóð í flugstjórnarklefanum. Loftþrýstingur og hitastig klefans hafi lækkað hratt og áður en hann vissi af var rúðan á bak og burt. „Það voru engin varúðarmerki. Rúðan brotnaði allt í einu með háum hvelli. Áður en ég veit af er aðstoðarflugmaðurinn kominn hálfur út úr vélinni,“ segir Liu. „Allt í flugstjórnarklefanum var í lausu lofti. Nánast allur búnaðurinn lét ekki að stjórn, ég heyrði ekki í talstöðinni. Vélin hristist svo mikið að ég gat ekki einu sinni lesið á mælana.“ Áhafnarmeðlimum tókst að draga aðstoðarflugmanninn, sem sagður er hafa verið í sætisbelti, aftur inn í vélina. Hann slapp með minniháttarmeiðsl, rétt eins og flugþjónn sem aðstoðaði við björgunina. Yfirflugmanninum tókst að lenda vélinni stórslysalaust og allir 119 farþegarnir sluppu ómeiddir. Málið er nú til rannsóknar af kínverskum flugstjórnaryfirvöldum. Þó svo að það þekkist að fugla eða eldingar hafi eyðilagt rúður í flugstjórnarklefum telst það sjaldgæft að rúðurnar losni af í heilu lagi eins og gerðist í þessu tilfelli.
Fréttir af flugi Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira