Björguðu flugmanni sem sogaðist út úr vélinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2018 06:41 Tækjabúnaður vélarinnar skaddaðist mikið en aðstoðarflugmaðurinn slapp með skrámur. Weibo Flugvél á vegum kínverska flugfélagsins Sichuan Airlines þurfti að nauðlenda í gær eftir að aðstoðarflugmaður „sogaðist“ nánast allur út úr vélinni. Haft er eftir flugmanni vélarinnar í þarlendum miðlum að rúða flugstjórnarklefans hafi brotnað þegar vélin var í 32 þúsund feta hæð. Flugmaðurinn Liu Chuanjian, sem hrósað hefur verið fyrir mikla hetjudáð, segir að skömmu áður en rúðan gaf sig hafi heyrst ærandi hljóð í flugstjórnarklefanum. Loftþrýstingur og hitastig klefans hafi lækkað hratt og áður en hann vissi af var rúðan á bak og burt. „Það voru engin varúðarmerki. Rúðan brotnaði allt í einu með háum hvelli. Áður en ég veit af er aðstoðarflugmaðurinn kominn hálfur út úr vélinni,“ segir Liu. „Allt í flugstjórnarklefanum var í lausu lofti. Nánast allur búnaðurinn lét ekki að stjórn, ég heyrði ekki í talstöðinni. Vélin hristist svo mikið að ég gat ekki einu sinni lesið á mælana.“ Áhafnarmeðlimum tókst að draga aðstoðarflugmanninn, sem sagður er hafa verið í sætisbelti, aftur inn í vélina. Hann slapp með minniháttarmeiðsl, rétt eins og flugþjónn sem aðstoðaði við björgunina. Yfirflugmanninum tókst að lenda vélinni stórslysalaust og allir 119 farþegarnir sluppu ómeiddir. Málið er nú til rannsóknar af kínverskum flugstjórnaryfirvöldum. Þó svo að það þekkist að fugla eða eldingar hafi eyðilagt rúður í flugstjórnarklefum telst það sjaldgæft að rúðurnar losni af í heilu lagi eins og gerðist í þessu tilfelli. Fréttir af flugi Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fleiri fréttir „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sjá meira
Flugvél á vegum kínverska flugfélagsins Sichuan Airlines þurfti að nauðlenda í gær eftir að aðstoðarflugmaður „sogaðist“ nánast allur út úr vélinni. Haft er eftir flugmanni vélarinnar í þarlendum miðlum að rúða flugstjórnarklefans hafi brotnað þegar vélin var í 32 þúsund feta hæð. Flugmaðurinn Liu Chuanjian, sem hrósað hefur verið fyrir mikla hetjudáð, segir að skömmu áður en rúðan gaf sig hafi heyrst ærandi hljóð í flugstjórnarklefanum. Loftþrýstingur og hitastig klefans hafi lækkað hratt og áður en hann vissi af var rúðan á bak og burt. „Það voru engin varúðarmerki. Rúðan brotnaði allt í einu með háum hvelli. Áður en ég veit af er aðstoðarflugmaðurinn kominn hálfur út úr vélinni,“ segir Liu. „Allt í flugstjórnarklefanum var í lausu lofti. Nánast allur búnaðurinn lét ekki að stjórn, ég heyrði ekki í talstöðinni. Vélin hristist svo mikið að ég gat ekki einu sinni lesið á mælana.“ Áhafnarmeðlimum tókst að draga aðstoðarflugmanninn, sem sagður er hafa verið í sætisbelti, aftur inn í vélina. Hann slapp með minniháttarmeiðsl, rétt eins og flugþjónn sem aðstoðaði við björgunina. Yfirflugmanninum tókst að lenda vélinni stórslysalaust og allir 119 farþegarnir sluppu ómeiddir. Málið er nú til rannsóknar af kínverskum flugstjórnaryfirvöldum. Þó svo að það þekkist að fugla eða eldingar hafi eyðilagt rúður í flugstjórnarklefum telst það sjaldgæft að rúðurnar losni af í heilu lagi eins og gerðist í þessu tilfelli.
Fréttir af flugi Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fleiri fréttir „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sjá meira