Hvíta húsið vildi stöðva birtingu óþægilegrar rannsóknar á vatnsmengun Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2018 13:22 Gagnrýnendur Trump-stjórnarinnar saka hana um að sitja á mikilvægum rannsóknarniðurstöðum af pólitískum ástæðum. Vísir/AFP Umhverfisstofnun Bandaríkjanna og ríkisstjórn Donalds Trump forseta lögðust gegn því að vísindarannsókn á vatnsmengun yrði birt opinberlega vegna þess að hversu vandræðalegar niðurstöðurnar yrðu fyrir stjórnina. Rannsóknin hefur enn ekki verið birt opinberlega. Skrifstofa eiturefna og sjúkdómaskráningar heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna (ATSDR) hugðist birta niðurstöður nýrrar rannsóknar á eiturefnum sem hafa fundist í vatnsbólum nærri herstöðvum og efnaverksmiðjum í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Samkvæmt þeim eru efnin skaðleg heilsu manna í mun lægri styrk en Umhverfisstofnunin hefur áður talið öruggan.Bandaríska blaðið Politico segir að Hvíta húsið og Umhverfisstofnunin (EPA) hafi reynt að koma í veg fyrir að niðurstöðurnar yrðu birtar opinberlega. Það vitnar til tölvupósta á milli starfsmanna Hvíta hússins og EPA þar sem þeir lýsa ótta við viðbrögð almennings, þingmanna og fjölmiðla við niðurstöðum rannsóknarinnar. „Áhrifin á EPA og [varnarmálaráðuneytið] verða gríðarlega sársaukafull. Við virðumst ekki geta komið ATSDR í skilning um þá mögulegu almannatengslamartröð sem þetta verður,“ skrifaði einn starfsmaður Hvíta hússins í janúar.Hagsmunaaðilum raðað í embætti og ráð Rannsóknin hefur enn ekki verið birt, rúmum þremur mánuðum síðar. ATSDR segir Politico að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvenær rannsóknin verður birt og óskað verður eftir athugasemdum almennings. Tveir þingmenn demókrata úr ríkjum þar sem vatnsmengunarinnar hefur orðið vart fordæma framferði ríkisstjórnar Trump. Þeir krefjast þess að niðurstöðurnar verði birtar nú þegar. „Fjölskyldur sem hafa orðið fyrir nýjum mengandi efnum í drykkjavatni sínu eiga rétt á að vita um heilsufarsafleiðingarnar og að halda slíkum upplýsingum frá almenningi ógnar öryggi, heilsu og þrótti samfélag um allt land,“ segir Maggie Hassan, öldungadeildarþingmaður demókrata frá New Hampshire. Scott Pruitt, forstjóri EPA, hefur verið gagnrýndur fyrir að raða fulltrúum iðnaðarfyrirtækja og annarra hagsmunaaðila í embætti og ráð á vegum stofnunarinnar frá því að hann tók við henni í fyrra. Þannig hefur Pruitt skipt út fulltrúum í ýmsum vísindamannaráðum EPA og sett inn fleiri fulltrúa iðnaðar. Þá ákvað hann nýlega að EPA myndi héðan í frá ekki taka tillit til ákveðinna tegunda vísindarannsókna þar sem ekki er hægt að birta öll gögn opinberlega. Það útilokar að stofnunin byggi ákvarðanir sínar á lýðheilsurannsóknum um áhrif mengunar á heilsu fólks vegna þess að þær grundvallast oft á sjúkraskrám sjúklinga sem ekki má birta opinberlega vegna persónuverndarsjónarmiða. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00 Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28 Afkastamesta embættismanni Trump kastað út Eigendur íbúðar sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, var að leigja skiptu um lás til að losna við hann. 6. apríl 2018 22:07 Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna og ríkisstjórn Donalds Trump forseta lögðust gegn því að vísindarannsókn á vatnsmengun yrði birt opinberlega vegna þess að hversu vandræðalegar niðurstöðurnar yrðu fyrir stjórnina. Rannsóknin hefur enn ekki verið birt opinberlega. Skrifstofa eiturefna og sjúkdómaskráningar heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna (ATSDR) hugðist birta niðurstöður nýrrar rannsóknar á eiturefnum sem hafa fundist í vatnsbólum nærri herstöðvum og efnaverksmiðjum í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Samkvæmt þeim eru efnin skaðleg heilsu manna í mun lægri styrk en Umhverfisstofnunin hefur áður talið öruggan.Bandaríska blaðið Politico segir að Hvíta húsið og Umhverfisstofnunin (EPA) hafi reynt að koma í veg fyrir að niðurstöðurnar yrðu birtar opinberlega. Það vitnar til tölvupósta á milli starfsmanna Hvíta hússins og EPA þar sem þeir lýsa ótta við viðbrögð almennings, þingmanna og fjölmiðla við niðurstöðum rannsóknarinnar. „Áhrifin á EPA og [varnarmálaráðuneytið] verða gríðarlega sársaukafull. Við virðumst ekki geta komið ATSDR í skilning um þá mögulegu almannatengslamartröð sem þetta verður,“ skrifaði einn starfsmaður Hvíta hússins í janúar.Hagsmunaaðilum raðað í embætti og ráð Rannsóknin hefur enn ekki verið birt, rúmum þremur mánuðum síðar. ATSDR segir Politico að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvenær rannsóknin verður birt og óskað verður eftir athugasemdum almennings. Tveir þingmenn demókrata úr ríkjum þar sem vatnsmengunarinnar hefur orðið vart fordæma framferði ríkisstjórnar Trump. Þeir krefjast þess að niðurstöðurnar verði birtar nú þegar. „Fjölskyldur sem hafa orðið fyrir nýjum mengandi efnum í drykkjavatni sínu eiga rétt á að vita um heilsufarsafleiðingarnar og að halda slíkum upplýsingum frá almenningi ógnar öryggi, heilsu og þrótti samfélag um allt land,“ segir Maggie Hassan, öldungadeildarþingmaður demókrata frá New Hampshire. Scott Pruitt, forstjóri EPA, hefur verið gagnrýndur fyrir að raða fulltrúum iðnaðarfyrirtækja og annarra hagsmunaaðila í embætti og ráð á vegum stofnunarinnar frá því að hann tók við henni í fyrra. Þannig hefur Pruitt skipt út fulltrúum í ýmsum vísindamannaráðum EPA og sett inn fleiri fulltrúa iðnaðar. Þá ákvað hann nýlega að EPA myndi héðan í frá ekki taka tillit til ákveðinna tegunda vísindarannsókna þar sem ekki er hægt að birta öll gögn opinberlega. Það útilokar að stofnunin byggi ákvarðanir sínar á lýðheilsurannsóknum um áhrif mengunar á heilsu fólks vegna þess að þær grundvallast oft á sjúkraskrám sjúklinga sem ekki má birta opinberlega vegna persónuverndarsjónarmiða.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00 Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28 Afkastamesta embættismanni Trump kastað út Eigendur íbúðar sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, var að leigja skiptu um lás til að losna við hann. 6. apríl 2018 22:07 Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira
Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00
Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28
Afkastamesta embættismanni Trump kastað út Eigendur íbúðar sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, var að leigja skiptu um lás til að losna við hann. 6. apríl 2018 22:07
Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46