Hörmungar Grosjean halda áfram Bragi Þórðarson skrifar 17. maí 2018 11:30 Bíll Grosjean var fjarlægður af brautinni á Spáni snemma leiks um helgina vísir/getty Frakkinn Romain Grosjean hefur átt vægast sagt slæma byrjun á Formúlu 1 tímabilinu. Hann hefur aðeins klárað tvær af þeim fimm keppnum sem lokið er, og í bæði skiptin hefur hann verið langt á eftir liðsfélaga sínum. Besti árangur Frakkans til þessa er 13. sætið í Barein kappakstrinum. Það verður að teljast lélegt þar sem liðsfélagi hans, Kevin Magnussen, varð fimmti í eyðimörkinni og er nú þegar kominn með 19 stig í keppni ökuþóra. Í spænska kappakstrinum um helgina varð Grosjean frá að hverfa strax í þriðju beygju eftir að hafa misst stjórn á Haas-bíl sínum. Ekki nóg með það, heldur keyrði hann tvo aðra ökumenn út með því að hringspólast á miðri brautinni. Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, hefur því gefið Grosjean þriggja sæta refsingu á ráspól í næstu keppni sem fer fram í Mónakó 27. Maí. Aðrir ökumenn í Formúlunni eru hreint ekki sáttir við akstursstíl Frakkans, og telja hann vera stórhættulegan. „Hann ætti að fara í bann fyrir þetta,“ sagði Nico Hulkenberg eftir spænska kappaksturinn, en Nico er einn þeirra sem Romain klessti á. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem akstursstíll Grosjean fær harða gagnrýni. Mark Webber sagði árið 2012 að ræsa ætti Romain sér, svo hinir gætu keppt sín á milli og ekki þurft að hafa áhyggjur af Frakkanum. Það er því alveg ljóst að sæti Grosjean hjá Haas gæti verið í hættu, sérstaklega þar sem Magnussen hefur byrjað tímabilið mjög vel. Formúla Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Frakkinn Romain Grosjean hefur átt vægast sagt slæma byrjun á Formúlu 1 tímabilinu. Hann hefur aðeins klárað tvær af þeim fimm keppnum sem lokið er, og í bæði skiptin hefur hann verið langt á eftir liðsfélaga sínum. Besti árangur Frakkans til þessa er 13. sætið í Barein kappakstrinum. Það verður að teljast lélegt þar sem liðsfélagi hans, Kevin Magnussen, varð fimmti í eyðimörkinni og er nú þegar kominn með 19 stig í keppni ökuþóra. Í spænska kappakstrinum um helgina varð Grosjean frá að hverfa strax í þriðju beygju eftir að hafa misst stjórn á Haas-bíl sínum. Ekki nóg með það, heldur keyrði hann tvo aðra ökumenn út með því að hringspólast á miðri brautinni. Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, hefur því gefið Grosjean þriggja sæta refsingu á ráspól í næstu keppni sem fer fram í Mónakó 27. Maí. Aðrir ökumenn í Formúlunni eru hreint ekki sáttir við akstursstíl Frakkans, og telja hann vera stórhættulegan. „Hann ætti að fara í bann fyrir þetta,“ sagði Nico Hulkenberg eftir spænska kappaksturinn, en Nico er einn þeirra sem Romain klessti á. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem akstursstíll Grosjean fær harða gagnrýni. Mark Webber sagði árið 2012 að ræsa ætti Romain sér, svo hinir gætu keppt sín á milli og ekki þurft að hafa áhyggjur af Frakkanum. Það er því alveg ljóst að sæti Grosjean hjá Haas gæti verið í hættu, sérstaklega þar sem Magnussen hefur byrjað tímabilið mjög vel.
Formúla Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti