Sirkus fær framhaldslíf á Seyðisfirði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. maí 2018 20:00 Skemmtistaðurinn Sirkus verður opnaður á ný og nánast í upprunalegri mynd á Seyðisfirði innan tíðar. Græjunar, barborðið og stólarnir frá gamla staðnum sitja í gámi við hafnarbakkann. Sirkus var vinsæll skemmtistaður í miðbæ Reykjavíkur á árum áður þar sem fastakúnnar úr úr lista- og menningarlífinu voru áberandi. Staðnum var lokað árið 2007 en tveimur árum síðar var útibú opnað í Færeyjum. Sigríður Guðlaugsdóttir, eigandi staðarins, er nú flutt á Seyðisfjörð og tók leifar Sirkuss með sér. Hún ætlar að kveikja aftur á gömlu græjunum á næstu mánuðum. „Við erum bara með húsið hérna í gámi og þetta var búið að vera í geymslu í Hafnarfirði í átta ár. Það var eiginlega ekkert annað í stöðunni fyrst ég flutti hingað en að taka þetta bara með sér," segir Sigríður. „Við erum meira að segja með græjurnar. Við erum með soundboxið sem Sigurrós átti. Við erum með gömlu myndirnar sem Sigríður Hrólfs gerði ennþá á veggjunum." Menningarlífið hefur verið í miklum blóma á Seyðisfirði á síðustu árum og telur Sigríður að Sirkus eigi þar vel heima en staðurinn verður við hafnarbakkann. „Reykjavík hefur breyst svo óhemju mikið. Fyrir mér er hún bara eins og hver önnur stórborg. Ég sakna litla 101-þorpsins sem ég bjó og ólst upp í." Hún bendir á að áhugasamir geti jafnvel farið í Sirkus-ferðir með Norrænu frá Seyðisfirði til Færeyja og skoðað báða staðina en stefnt er á opnun fyrir sumarið. „Ég gat aldrei losað mig við hann. Hann var í gám, hvað átti ég að gera við þetta. Maður fór eitthvert og allir spurðu að því sama. Svo samviskan veðrur hrein, þegar ég opna þetta get ég farið að gera eitthvað annað," segir Sigríður létt í bragði. Norræna Næturlíf Seyðisfjörður Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Skemmtistaðurinn Sirkus verður opnaður á ný og nánast í upprunalegri mynd á Seyðisfirði innan tíðar. Græjunar, barborðið og stólarnir frá gamla staðnum sitja í gámi við hafnarbakkann. Sirkus var vinsæll skemmtistaður í miðbæ Reykjavíkur á árum áður þar sem fastakúnnar úr úr lista- og menningarlífinu voru áberandi. Staðnum var lokað árið 2007 en tveimur árum síðar var útibú opnað í Færeyjum. Sigríður Guðlaugsdóttir, eigandi staðarins, er nú flutt á Seyðisfjörð og tók leifar Sirkuss með sér. Hún ætlar að kveikja aftur á gömlu græjunum á næstu mánuðum. „Við erum bara með húsið hérna í gámi og þetta var búið að vera í geymslu í Hafnarfirði í átta ár. Það var eiginlega ekkert annað í stöðunni fyrst ég flutti hingað en að taka þetta bara með sér," segir Sigríður. „Við erum meira að segja með græjurnar. Við erum með soundboxið sem Sigurrós átti. Við erum með gömlu myndirnar sem Sigríður Hrólfs gerði ennþá á veggjunum." Menningarlífið hefur verið í miklum blóma á Seyðisfirði á síðustu árum og telur Sigríður að Sirkus eigi þar vel heima en staðurinn verður við hafnarbakkann. „Reykjavík hefur breyst svo óhemju mikið. Fyrir mér er hún bara eins og hver önnur stórborg. Ég sakna litla 101-þorpsins sem ég bjó og ólst upp í." Hún bendir á að áhugasamir geti jafnvel farið í Sirkus-ferðir með Norrænu frá Seyðisfirði til Færeyja og skoðað báða staðina en stefnt er á opnun fyrir sumarið. „Ég gat aldrei losað mig við hann. Hann var í gám, hvað átti ég að gera við þetta. Maður fór eitthvert og allir spurðu að því sama. Svo samviskan veðrur hrein, þegar ég opna þetta get ég farið að gera eitthvað annað," segir Sigríður létt í bragði.
Norræna Næturlíf Seyðisfjörður Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira