Iowa stefnir að ströngustu fóstureyðingarlögum Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2018 18:32 Fáni og þinghús Iowa í Des Moines. Vísir/Getty Þing Iowa í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp um fóstureyðingar sem sögð eru vera þau ströngustu í Bandaríkjunum. Samkvæmt frumvarpinu verður konum bannað að fara í fóstureyðingar eftir að hjartsláttur fósturs verður greinanlegur, sem er eftir um sex vikur. Gagnrýnendur segja að þar með sé í raun verið að gera konum nánast ómögulegt að eyða fóstrum þar sem margar konur viti ekki af óléttu fyrir sex vikur. Repúblikanar stjórna þingi Iowa og ríkisstjórinn, Kim Reynolds, er sömuleiðis Repúblikani. Hún hefur ekki opinberað hvort hún muni skrifa undir frumvarpið og gera það að lögum. Gagnrýnendur frumvarpsins segja einnig að það sé gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og vísa til hins fræga Roe gegn Wade úrskurði Hæstaréttar Bandaríkjanna frá 1973, sem segir til um að fóstureyðingar séu löglegar í Bandaríkjunum samkvæmt 14. ákvæði stjórnarskrár landsins.Demókratar segja að lög eins og þau sem hér sé um ræða þvingi konur til að leita út fyrir Iowa til fóstureyðinga eða jafnvel til að leita annarra og hættulegri leiða til að losna við fóstur.Samkvæmt frétt BBC hafa íhaldsmenn í mörgum ríkjum Bandaríkjanna gert lög gegn fóstureyðingum á undanförnum áratugum og hafa dómstólar oft og títt fellt slík lög niður. Því hafa Repúblikanar víða um Bandaríkin reynt að fá Hæstarétt til að snúa úrskurðinum og þar með fella niður rétt kvenna til fóstureyðinga.Á undanförnum árum hefur Hæstiréttur neitað að taka þessi mál til skoðunar en samkvæmt Des Moines Register eru Repúblikanar í Iowa vongóðir þar sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna vinnur að því að tilnefna sífellt fleiri íhaldssama dómara. Þar er með talinn Neil Gorsuch, hæstaréttardómari.Þeir telja einnig að á þeim þremur til fjórum árum sem það tæki málið að fara fyrir Hæstarétt gæti Trump hafa tilnefnt annan íhaldssaman dómara til Hæstaréttar.Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“Repúblikanar í Iowa vonast til þess að kæra verði lögð fram vegna frumvarpsins og þau málaferli endi með niðurfellingu Roe V Wade. Þingkonan Shannon Lundgren sagði samkvæmt DM Register að nú væri tími til kominn að Hæstiréttur tæki málið aftur til skoðunar. Hún sagði að vísindin hefðu sannað það sem margir hefðu vitað lengi. Að fóstur væru börn. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Þing Iowa í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp um fóstureyðingar sem sögð eru vera þau ströngustu í Bandaríkjunum. Samkvæmt frumvarpinu verður konum bannað að fara í fóstureyðingar eftir að hjartsláttur fósturs verður greinanlegur, sem er eftir um sex vikur. Gagnrýnendur segja að þar með sé í raun verið að gera konum nánast ómögulegt að eyða fóstrum þar sem margar konur viti ekki af óléttu fyrir sex vikur. Repúblikanar stjórna þingi Iowa og ríkisstjórinn, Kim Reynolds, er sömuleiðis Repúblikani. Hún hefur ekki opinberað hvort hún muni skrifa undir frumvarpið og gera það að lögum. Gagnrýnendur frumvarpsins segja einnig að það sé gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og vísa til hins fræga Roe gegn Wade úrskurði Hæstaréttar Bandaríkjanna frá 1973, sem segir til um að fóstureyðingar séu löglegar í Bandaríkjunum samkvæmt 14. ákvæði stjórnarskrár landsins.Demókratar segja að lög eins og þau sem hér sé um ræða þvingi konur til að leita út fyrir Iowa til fóstureyðinga eða jafnvel til að leita annarra og hættulegri leiða til að losna við fóstur.Samkvæmt frétt BBC hafa íhaldsmenn í mörgum ríkjum Bandaríkjanna gert lög gegn fóstureyðingum á undanförnum áratugum og hafa dómstólar oft og títt fellt slík lög niður. Því hafa Repúblikanar víða um Bandaríkin reynt að fá Hæstarétt til að snúa úrskurðinum og þar með fella niður rétt kvenna til fóstureyðinga.Á undanförnum árum hefur Hæstiréttur neitað að taka þessi mál til skoðunar en samkvæmt Des Moines Register eru Repúblikanar í Iowa vongóðir þar sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna vinnur að því að tilnefna sífellt fleiri íhaldssama dómara. Þar er með talinn Neil Gorsuch, hæstaréttardómari.Þeir telja einnig að á þeim þremur til fjórum árum sem það tæki málið að fara fyrir Hæstarétt gæti Trump hafa tilnefnt annan íhaldssaman dómara til Hæstaréttar.Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“Repúblikanar í Iowa vonast til þess að kæra verði lögð fram vegna frumvarpsins og þau málaferli endi með niðurfellingu Roe V Wade. Þingkonan Shannon Lundgren sagði samkvæmt DM Register að nú væri tími til kominn að Hæstiréttur tæki málið aftur til skoðunar. Hún sagði að vísindin hefðu sannað það sem margir hefðu vitað lengi. Að fóstur væru börn.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira