Iowa stefnir að ströngustu fóstureyðingarlögum Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2018 18:32 Fáni og þinghús Iowa í Des Moines. Vísir/Getty Þing Iowa í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp um fóstureyðingar sem sögð eru vera þau ströngustu í Bandaríkjunum. Samkvæmt frumvarpinu verður konum bannað að fara í fóstureyðingar eftir að hjartsláttur fósturs verður greinanlegur, sem er eftir um sex vikur. Gagnrýnendur segja að þar með sé í raun verið að gera konum nánast ómögulegt að eyða fóstrum þar sem margar konur viti ekki af óléttu fyrir sex vikur. Repúblikanar stjórna þingi Iowa og ríkisstjórinn, Kim Reynolds, er sömuleiðis Repúblikani. Hún hefur ekki opinberað hvort hún muni skrifa undir frumvarpið og gera það að lögum. Gagnrýnendur frumvarpsins segja einnig að það sé gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og vísa til hins fræga Roe gegn Wade úrskurði Hæstaréttar Bandaríkjanna frá 1973, sem segir til um að fóstureyðingar séu löglegar í Bandaríkjunum samkvæmt 14. ákvæði stjórnarskrár landsins.Demókratar segja að lög eins og þau sem hér sé um ræða þvingi konur til að leita út fyrir Iowa til fóstureyðinga eða jafnvel til að leita annarra og hættulegri leiða til að losna við fóstur.Samkvæmt frétt BBC hafa íhaldsmenn í mörgum ríkjum Bandaríkjanna gert lög gegn fóstureyðingum á undanförnum áratugum og hafa dómstólar oft og títt fellt slík lög niður. Því hafa Repúblikanar víða um Bandaríkin reynt að fá Hæstarétt til að snúa úrskurðinum og þar með fella niður rétt kvenna til fóstureyðinga.Á undanförnum árum hefur Hæstiréttur neitað að taka þessi mál til skoðunar en samkvæmt Des Moines Register eru Repúblikanar í Iowa vongóðir þar sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna vinnur að því að tilnefna sífellt fleiri íhaldssama dómara. Þar er með talinn Neil Gorsuch, hæstaréttardómari.Þeir telja einnig að á þeim þremur til fjórum árum sem það tæki málið að fara fyrir Hæstarétt gæti Trump hafa tilnefnt annan íhaldssaman dómara til Hæstaréttar.Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“Repúblikanar í Iowa vonast til þess að kæra verði lögð fram vegna frumvarpsins og þau málaferli endi með niðurfellingu Roe V Wade. Þingkonan Shannon Lundgren sagði samkvæmt DM Register að nú væri tími til kominn að Hæstiréttur tæki málið aftur til skoðunar. Hún sagði að vísindin hefðu sannað það sem margir hefðu vitað lengi. Að fóstur væru börn. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Þing Iowa í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp um fóstureyðingar sem sögð eru vera þau ströngustu í Bandaríkjunum. Samkvæmt frumvarpinu verður konum bannað að fara í fóstureyðingar eftir að hjartsláttur fósturs verður greinanlegur, sem er eftir um sex vikur. Gagnrýnendur segja að þar með sé í raun verið að gera konum nánast ómögulegt að eyða fóstrum þar sem margar konur viti ekki af óléttu fyrir sex vikur. Repúblikanar stjórna þingi Iowa og ríkisstjórinn, Kim Reynolds, er sömuleiðis Repúblikani. Hún hefur ekki opinberað hvort hún muni skrifa undir frumvarpið og gera það að lögum. Gagnrýnendur frumvarpsins segja einnig að það sé gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og vísa til hins fræga Roe gegn Wade úrskurði Hæstaréttar Bandaríkjanna frá 1973, sem segir til um að fóstureyðingar séu löglegar í Bandaríkjunum samkvæmt 14. ákvæði stjórnarskrár landsins.Demókratar segja að lög eins og þau sem hér sé um ræða þvingi konur til að leita út fyrir Iowa til fóstureyðinga eða jafnvel til að leita annarra og hættulegri leiða til að losna við fóstur.Samkvæmt frétt BBC hafa íhaldsmenn í mörgum ríkjum Bandaríkjanna gert lög gegn fóstureyðingum á undanförnum áratugum og hafa dómstólar oft og títt fellt slík lög niður. Því hafa Repúblikanar víða um Bandaríkin reynt að fá Hæstarétt til að snúa úrskurðinum og þar með fella niður rétt kvenna til fóstureyðinga.Á undanförnum árum hefur Hæstiréttur neitað að taka þessi mál til skoðunar en samkvæmt Des Moines Register eru Repúblikanar í Iowa vongóðir þar sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna vinnur að því að tilnefna sífellt fleiri íhaldssama dómara. Þar er með talinn Neil Gorsuch, hæstaréttardómari.Þeir telja einnig að á þeim þremur til fjórum árum sem það tæki málið að fara fyrir Hæstarétt gæti Trump hafa tilnefnt annan íhaldssaman dómara til Hæstaréttar.Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“Repúblikanar í Iowa vonast til þess að kæra verði lögð fram vegna frumvarpsins og þau málaferli endi með niðurfellingu Roe V Wade. Þingkonan Shannon Lundgren sagði samkvæmt DM Register að nú væri tími til kominn að Hæstiréttur tæki málið aftur til skoðunar. Hún sagði að vísindin hefðu sannað það sem margir hefðu vitað lengi. Að fóstur væru börn.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira