Ill nauðsyn Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. maí 2018 10:00 „Þökk sé uppgötvun þinni munu kynslóðir framtíðarinnar aðeins hafa kynni af hinni ógeðfelldu bólusótt í gegnum venjur fyrri alda.“ Þetta ritaði Thomas Jefferson árið 1806, þá forseti Bandaríkjanna, í bréfi til enska vísindamannsins Edwards Jenner. Seint á 18. öld ruddi Jenner brautina fyrir eina af grunnforsendum nútíma heilbrigðisþjónustu þegar hann þróaði fyrsta bóluefnið. Hundrað og sjötíu árum eftir að þakkarbréf Jeffersons barst Jenner lýsti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því yfir að bólusótt, einni hörmulegustu pest mannkynssögunnar, hefði verið útrýmt. Þó svo að gjöf Jenners hafi verið mikilvæg þá var það ekki aðeins uppgötvun hans sem leiddi til sigurs yfir bólusóttarveirunni, heldur var það grettistak alþjóðasamfélagsins, undir merkjum WHO, sem varð til þess að endanlegt markmið um útrýmingu náðist. Sama hversu öflugt bóluefnið er þá er sjálf bólusetningin lykilatriði. Því miður er það svo að lítill skilningur á bólusetningum, ásamt útbreiðslu villandi upplýsinga um þær, litlu trausti til sjúkrastofnana og vandræða við framkvæmd og skráningu, hefur valdið því að hlutfall þeirra sem fara í bólusetningu hér á landi og víðar hefur farið niður á við undanfarin ár. Árið 2017 greindust 22 þúsund tilfelli af mislingum í Evrópu. Síðasta ár var metár í þessum efnum. Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs eru staðfest smit í Evrópu ellefu þúsund. Í dag er staðan sú að í mörgum löndum er bólusetningarhlutfall komið niður fyrir 95 prósent, sem er viðmið WHO. Hér á Íslandi erum við einnig komin niður fyrir viðmiðunarmörk bólusetninga hjá börnum milli 12 mánaða og fjögurra ára. Það sem er í húfi er ekkert annað en framtíðarvelferð þess samfélags sem við höfum tekið höndum saman um að skapa og rækta. Linkind gagnvart þeim sem vanrækja bólusetningar á ekki að líðast. Á undanförnum misserum hafa yfirvöld á Ítalíu og í Frakklandi, af illri nauðsyn, innleitt reglur sem skylda fólk í bólusetningar. Það að tryggja ásættanlegt hlutfall bólusettra með löggjöf eða reglugerðarbreytingum hefur ekkert með val einstaklingsins að gera, heldur heildarhagsmuni samfélagsins með tilliti til hjarðónæmis og þeirra sem veikir eru fyrir. Eins og Thomas Jefferson gerði sér grein fyrir hefur skilvirk bólusetning jákvæð áhrif til skemmri og lengri tíma. Minnkandi þátttaka í bólusetningum er ekki nýtt fyrirbæri. Því þarf að efla það góða starf sem þegar hefur verið unnið og tryggja að fólk mæti í bólusetningu og að framkvæmd og umgjörð hennar sé eins og best verður á kosið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
„Þökk sé uppgötvun þinni munu kynslóðir framtíðarinnar aðeins hafa kynni af hinni ógeðfelldu bólusótt í gegnum venjur fyrri alda.“ Þetta ritaði Thomas Jefferson árið 1806, þá forseti Bandaríkjanna, í bréfi til enska vísindamannsins Edwards Jenner. Seint á 18. öld ruddi Jenner brautina fyrir eina af grunnforsendum nútíma heilbrigðisþjónustu þegar hann þróaði fyrsta bóluefnið. Hundrað og sjötíu árum eftir að þakkarbréf Jeffersons barst Jenner lýsti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því yfir að bólusótt, einni hörmulegustu pest mannkynssögunnar, hefði verið útrýmt. Þó svo að gjöf Jenners hafi verið mikilvæg þá var það ekki aðeins uppgötvun hans sem leiddi til sigurs yfir bólusóttarveirunni, heldur var það grettistak alþjóðasamfélagsins, undir merkjum WHO, sem varð til þess að endanlegt markmið um útrýmingu náðist. Sama hversu öflugt bóluefnið er þá er sjálf bólusetningin lykilatriði. Því miður er það svo að lítill skilningur á bólusetningum, ásamt útbreiðslu villandi upplýsinga um þær, litlu trausti til sjúkrastofnana og vandræða við framkvæmd og skráningu, hefur valdið því að hlutfall þeirra sem fara í bólusetningu hér á landi og víðar hefur farið niður á við undanfarin ár. Árið 2017 greindust 22 þúsund tilfelli af mislingum í Evrópu. Síðasta ár var metár í þessum efnum. Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs eru staðfest smit í Evrópu ellefu þúsund. Í dag er staðan sú að í mörgum löndum er bólusetningarhlutfall komið niður fyrir 95 prósent, sem er viðmið WHO. Hér á Íslandi erum við einnig komin niður fyrir viðmiðunarmörk bólusetninga hjá börnum milli 12 mánaða og fjögurra ára. Það sem er í húfi er ekkert annað en framtíðarvelferð þess samfélags sem við höfum tekið höndum saman um að skapa og rækta. Linkind gagnvart þeim sem vanrækja bólusetningar á ekki að líðast. Á undanförnum misserum hafa yfirvöld á Ítalíu og í Frakklandi, af illri nauðsyn, innleitt reglur sem skylda fólk í bólusetningar. Það að tryggja ásættanlegt hlutfall bólusettra með löggjöf eða reglugerðarbreytingum hefur ekkert með val einstaklingsins að gera, heldur heildarhagsmuni samfélagsins með tilliti til hjarðónæmis og þeirra sem veikir eru fyrir. Eins og Thomas Jefferson gerði sér grein fyrir hefur skilvirk bólusetning jákvæð áhrif til skemmri og lengri tíma. Minnkandi þátttaka í bólusetningum er ekki nýtt fyrirbæri. Því þarf að efla það góða starf sem þegar hefur verið unnið og tryggja að fólk mæti í bólusetningu og að framkvæmd og umgjörð hennar sé eins og best verður á kosið.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun