Gamla leiðin Hörður Ægisson skrifar 4. maí 2018 10:00 Formaður VR boðar átök. Verði ekki komið til móts við kröfur um viðamiklar kerfisbreytingar í þágu launafólks, hvað svo sem það þýðir, í komandi kjarasamningum kemur til skæruaðgerða á vinnumarkaði. Smærri hópar verða sendir í verkföll í þeim tilgangi að loka þurfi meðal annars stofnunum, hætta uppskipun og þannig lama mikilvæga starfsemi í samfélaginu. Er meirihluti félagsmanna VR, samtaka sem telja um 30 þúsund manns í hinum ólíkustu stéttum, líklegur til að taka undir með herskáum málflutningi formannsins? Um það má stórlega efast. Flest skynsamt fólk, með sæmilega jarðtengingu, gerir sér grein fyrir því að leiðin til að bæta kjör almennings verður ekki farin með því að efna til átaka við stjórnvöld og atvinnurekendur – byggt á óraunhæfum kröfum sem engin samstaða er um og öllum má vera ljóst að verða aldrei samþykktar. Það er staðreynd að kaupmáttur íslensks launafólks hefur aldrei verið meiri. Tugprósenta launahækkanir á síðustu árum hafa skilað sér í raunverulegum kjarabótum sem allir hópar hafa notið góðs af. Ólíkt því sem stundum er haldið fram fer því fjarri að ójöfnuður launa sé sjálfstætt vandamál enda er tekjudreifing óvíða jafnari en hér á landi. Um þetta er óþarfi að deila. Laun á Íslandi eru orðin þau næsthæstu á meðal OECD-ríkja og mælt í erlendri mynt hefur kaupmátturinn tvöfaldast frá 2010. Þótt þessar hagtölur sýni að þorri almennings hefur ekki farið varhluta af hinum mikla uppgangi þá skal ekki gert lítið úr því að sumir telja sig hafa setið eftir. Við þeirri stöðu verður ekki brugðist með glórulausum launahækkunum í komandi kjarasamningum, sem engin innstæða er fyrir og myndu hleypa af stað verðbólgunni, heldur einkum markvissum aðgerðum til að leysa framboðsvandann á fasteigna- og leigumarkaði. Það mun hins vegar taka tíma. Hin hliðin á launaþróun síðustu ára birtist í versnandi samkeppnisskilyrðum helstu útflutningsgreina landsins, þeim hinum sömu og standa undir verðmætasköpun í hagkerfinu. Það eru nefnilega blikur á lofti. Hagvöxtur er tekinn að minnka hraðar en reikna hefði mátt með samhliða því að mjög hefur dregið úr fjölgun ferðamanna til landsins. Rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar, þeirrar atvinnugreinar sem skapar orðið nærri 600 milljarða á ári í gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið, hefur versnað til muna og fram undan er tími hagræðingar og samþjöppunar. Flest útflutningsfyrirtæki eru í þröngri stöðu eftir linnulausa gengisstyrkingu og miklar nafnlaunahækkanir. Lengra verður ekki haldið á sömu braut. Formaður ASÍ benti á hið augljósa í vikunni. Með þjóðarsáttinni 1990 urðu kaflaskil í kjarabaráttunni. Í stað þess að knýja á um tugprósenta launahækkanir á ári, líkt og einkenndi áratugina þar á undan og leiddi aðeins til gengisfellinga og óðaverðbólgu, fór verkalýðshreyfingin að leggja áherslu á hægfara umbætur með það að markmiði að tryggja launafólki réttmæta hlutdeild í verðmætasköpuninni, eftir því sem aðstæður leyfðu í hagkerfinu hverju sinni. Sú leið hefur reynst vel. Verðbólga hefur almennt haldist lág og lífskjör batnað meira en áður hefur þekkst. Byltingarsinnar, sem eru á góðri leið með að yfirtaka verkalýðshreyfinguna, vilja núna hverfa aftur til gamla tímans. Allir vita hvaða afleiðingar það mun hafa. Þeir mega ekki komast upp með það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Kjaramál Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Formaður VR boðar átök. Verði ekki komið til móts við kröfur um viðamiklar kerfisbreytingar í þágu launafólks, hvað svo sem það þýðir, í komandi kjarasamningum kemur til skæruaðgerða á vinnumarkaði. Smærri hópar verða sendir í verkföll í þeim tilgangi að loka þurfi meðal annars stofnunum, hætta uppskipun og þannig lama mikilvæga starfsemi í samfélaginu. Er meirihluti félagsmanna VR, samtaka sem telja um 30 þúsund manns í hinum ólíkustu stéttum, líklegur til að taka undir með herskáum málflutningi formannsins? Um það má stórlega efast. Flest skynsamt fólk, með sæmilega jarðtengingu, gerir sér grein fyrir því að leiðin til að bæta kjör almennings verður ekki farin með því að efna til átaka við stjórnvöld og atvinnurekendur – byggt á óraunhæfum kröfum sem engin samstaða er um og öllum má vera ljóst að verða aldrei samþykktar. Það er staðreynd að kaupmáttur íslensks launafólks hefur aldrei verið meiri. Tugprósenta launahækkanir á síðustu árum hafa skilað sér í raunverulegum kjarabótum sem allir hópar hafa notið góðs af. Ólíkt því sem stundum er haldið fram fer því fjarri að ójöfnuður launa sé sjálfstætt vandamál enda er tekjudreifing óvíða jafnari en hér á landi. Um þetta er óþarfi að deila. Laun á Íslandi eru orðin þau næsthæstu á meðal OECD-ríkja og mælt í erlendri mynt hefur kaupmátturinn tvöfaldast frá 2010. Þótt þessar hagtölur sýni að þorri almennings hefur ekki farið varhluta af hinum mikla uppgangi þá skal ekki gert lítið úr því að sumir telja sig hafa setið eftir. Við þeirri stöðu verður ekki brugðist með glórulausum launahækkunum í komandi kjarasamningum, sem engin innstæða er fyrir og myndu hleypa af stað verðbólgunni, heldur einkum markvissum aðgerðum til að leysa framboðsvandann á fasteigna- og leigumarkaði. Það mun hins vegar taka tíma. Hin hliðin á launaþróun síðustu ára birtist í versnandi samkeppnisskilyrðum helstu útflutningsgreina landsins, þeim hinum sömu og standa undir verðmætasköpun í hagkerfinu. Það eru nefnilega blikur á lofti. Hagvöxtur er tekinn að minnka hraðar en reikna hefði mátt með samhliða því að mjög hefur dregið úr fjölgun ferðamanna til landsins. Rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar, þeirrar atvinnugreinar sem skapar orðið nærri 600 milljarða á ári í gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið, hefur versnað til muna og fram undan er tími hagræðingar og samþjöppunar. Flest útflutningsfyrirtæki eru í þröngri stöðu eftir linnulausa gengisstyrkingu og miklar nafnlaunahækkanir. Lengra verður ekki haldið á sömu braut. Formaður ASÍ benti á hið augljósa í vikunni. Með þjóðarsáttinni 1990 urðu kaflaskil í kjarabaráttunni. Í stað þess að knýja á um tugprósenta launahækkanir á ári, líkt og einkenndi áratugina þar á undan og leiddi aðeins til gengisfellinga og óðaverðbólgu, fór verkalýðshreyfingin að leggja áherslu á hægfara umbætur með það að markmiði að tryggja launafólki réttmæta hlutdeild í verðmætasköpuninni, eftir því sem aðstæður leyfðu í hagkerfinu hverju sinni. Sú leið hefur reynst vel. Verðbólga hefur almennt haldist lág og lífskjör batnað meira en áður hefur þekkst. Byltingarsinnar, sem eru á góðri leið með að yfirtaka verkalýðshreyfinguna, vilja núna hverfa aftur til gamla tímans. Allir vita hvaða afleiðingar það mun hafa. Þeir mega ekki komast upp með það.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar