„Hnífar, hnífar, hnífar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. maí 2018 21:58 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag ársfund NRA, Skotvopnasamtök Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag ársfund NRA, Skotvopnasamtök Bandaríkjanna. Varði hann skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna og sagði spítala í miðborg London líkjast spítala á stríðssvæðum vegna tíðra hnífaárása. Umræða um að herða eigi skotvopnalöggjöfina í Bandaríkjunum hefur orðið æ háværari eftir skotárásina í skóla Parkland í febrúar þar sem sautján létust og fjölmargir særðust. Hafa samnemendur þeirra sem létust látið til sín taka og krafist þess að löggjöfin verði hert. Í ávarpi sínu Trump virtist gera lítið úr þeim sem berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf og spurði hann salinn hvort rétt væri að banna sendiferðabíla, jeppa eða fólksbíla, í ljósi þess að notast hafi verið við slík tæki í hryðjuverkaárásum sem og öðrum árásum. Þá beindi hann spjótum sínum að London, höfuðborg Bretlands, og sagði að ónefndur spítali í miðborg borgarinnar væri eins og spítali á stríðssvæði og líkti eftir hnífaárás.Watch the moment @realDonaldTrump feigns a knife attack as he tells the NRA an unnamed London hospital is "like a war zone for horrible stabbing wounds" https://t.co/BqRKleCpKdpic.twitter.com/EKEjz8up1M — ITV News (@itvnews) May 4, 2018„Ég las nýverið frétt um að í London, þar sem eru ótrúlega ströng skotvopnalög, væri eitt sinn virtur spítali alveg í miðborginni sem væri eins og stríðssvæði vegna hryllilegra stungusára,“ sagði Trump. „Já, það er rétt. Það eru ekki byssur þar. Þeir eru með hnífa og vegna þess er blóð út um allt á gólfi spítalans. Þeir segja að hann sé eins og spítali á stríðssvæði,“ sagði Trump.Í frétt Guardian segir að á meðan þessu stóð hafi Trump líkt eftir stunguárás á meðan hann sagði: „Hnífar, hnífar, hnífar,“ en ræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Ekki liggur fyrir hvaða frétt Trump hafi verið að vitna til en í frétt Guardian segir líklegt að um frétt sem birtist á vef breska miðilsins Mail Online í síðasta mánuði. Í henni er vitnað í viðtal BBC Radio 4 við Martin Griffiths, skurðlækni við Royal London Hospital sem er miðsvæðis í borginni. Í máli hans kom fram að gert hafi verið sárum metfjölda fórnarlamba stunguárása á síðasta ári, 702 alls.Ræða Trump í heild sinni. Ummæli hans um London má sjá þegar um klukkustund og fimm mínútur eru liðnar af myndbandinu. Donald Trump Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag ársfund NRA, Skotvopnasamtök Bandaríkjanna. Varði hann skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna og sagði spítala í miðborg London líkjast spítala á stríðssvæðum vegna tíðra hnífaárása. Umræða um að herða eigi skotvopnalöggjöfina í Bandaríkjunum hefur orðið æ háværari eftir skotárásina í skóla Parkland í febrúar þar sem sautján létust og fjölmargir særðust. Hafa samnemendur þeirra sem létust látið til sín taka og krafist þess að löggjöfin verði hert. Í ávarpi sínu Trump virtist gera lítið úr þeim sem berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf og spurði hann salinn hvort rétt væri að banna sendiferðabíla, jeppa eða fólksbíla, í ljósi þess að notast hafi verið við slík tæki í hryðjuverkaárásum sem og öðrum árásum. Þá beindi hann spjótum sínum að London, höfuðborg Bretlands, og sagði að ónefndur spítali í miðborg borgarinnar væri eins og spítali á stríðssvæði og líkti eftir hnífaárás.Watch the moment @realDonaldTrump feigns a knife attack as he tells the NRA an unnamed London hospital is "like a war zone for horrible stabbing wounds" https://t.co/BqRKleCpKdpic.twitter.com/EKEjz8up1M — ITV News (@itvnews) May 4, 2018„Ég las nýverið frétt um að í London, þar sem eru ótrúlega ströng skotvopnalög, væri eitt sinn virtur spítali alveg í miðborginni sem væri eins og stríðssvæði vegna hryllilegra stungusára,“ sagði Trump. „Já, það er rétt. Það eru ekki byssur þar. Þeir eru með hnífa og vegna þess er blóð út um allt á gólfi spítalans. Þeir segja að hann sé eins og spítali á stríðssvæði,“ sagði Trump.Í frétt Guardian segir að á meðan þessu stóð hafi Trump líkt eftir stunguárás á meðan hann sagði: „Hnífar, hnífar, hnífar,“ en ræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Ekki liggur fyrir hvaða frétt Trump hafi verið að vitna til en í frétt Guardian segir líklegt að um frétt sem birtist á vef breska miðilsins Mail Online í síðasta mánuði. Í henni er vitnað í viðtal BBC Radio 4 við Martin Griffiths, skurðlækni við Royal London Hospital sem er miðsvæðis í borginni. Í máli hans kom fram að gert hafi verið sárum metfjölda fórnarlamba stunguárása á síðasta ári, 702 alls.Ræða Trump í heild sinni. Ummæli hans um London má sjá þegar um klukkustund og fimm mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Donald Trump Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira