Ingvar Jónsson leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum.

Mér finnst stjórnmál skipta miklu máli því þau hafa svo mikil áhrif á samfélagið. Ég er í Framsóknarflokknum vegna þess að hann er öfgalaus miðjuflokkur sem trúir á mátt samvinnu. Samvinna er svo mikilvæg því með henni náum við besta mögulega árangri á öllum sviðum mannlífsins.
Ef við hjálpumst að þá verðum við rík í víðum skilningi, bæði á veraldlegu og andlegu sviði. Ég trúi því að það mikilvægasta í þessu lífi er að vera í góðum samskiptum við fólk og að elska. Að elska aðra manneskju er að leggja sig fram við að stuðla að andlegum vexti og þroska hennar. Ég óska öllum frambjóðendum góðs gengis í komandi sveitastjórnakosningum með von um gott samstarf og samvinnu.
Jökulsárlón
Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag)
Í Kópavogi í Fossvogsdal sem allra næst Reykjavík.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Íslensk kjötsúpa.
Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda?
Pabba pizzu.
Uppáhalds „guilty pleasure“ lag?
Makarena með Strumpunum.
Man það nú ekki en ég er oft að lenda í einhverju vandræðalegu.
Draumaferðalagið?
Að keyra um Evrópu með Siggu Nönnu eiginkonu minni.
Trúir þú á líf eftir dauðann?
Já.
Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í?
Við skemmtum okkur allir vel þegar við steggjuðum Steina svila minn. Handleggur hans var settur í gips og hann var með hestagrímu á höfðinu, það var mjög fyndið og engum varð meint af.
Hundar eða kettir?
Hundar.
Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd?
Conan the Barbarian.
Hank Azaria, engin spurning.
Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju?
Ice river. Þar er frelsi og fólk velur sér leiðtoga.
Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni?
Já.
Uppáhalds tónlistarmaður?
Hanz Zimmer.
Uppáhalds bókin?
„Með lífið að veði“. Um flótta Yeonmi Park frá Norður Kóreu.

Vatn.
Uppáhalds þynnkumatur?
Íslensk kjötsúpa.
Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning?
Sólarströnd.
Hefur þú pissað í sundlaug?
Nei.
Hvaða lag kemur þér í gírinn?
„The child in us“ með Enigma.
Þrenging gatna.
Á að banna flugelda?
Nei.
Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju?
Ég vildi helst vera Gylfi Sigurðsson því hann er mjög duglegur og samviskusamur.
