Í minningargrein sem fjölskylda Gidley birti á sunnudag kemur fram að hún hafi látist á heimili sínu í New Hampshire-ríki í Bandaríkjunum þann 16. apríl síðastliðinn, að því er fram kemur í frétt BBC. Dánarorsök hefur þó enn ekki verið gerð opinber.
Eins og áður kom fram var Gidley þekktust fyrir hlutverk sitt sem unglingsstúlkan Teresa Banks í kvikmyndinni Fire Walk With Me, forleik að hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Twin Peaks. Persóna Gidley var þó að endingu myrt en haft var eftir Gidley í viðtali árið 2016 að leikstjóri Twin Peaks, David Lynch, hafi sérstaklega óskað eftir því að hún tæki hlutverkið að sér.
Gidley lék í töluverðum fjölda kvikmynda á níunda áratug síðustu aldar, þ. á m. Dudes og Cherry 2000. Þá tók hún einnig að sér hlutverk í sjónvarpsþáttum á borð við The Pretender og CSI: Crime Scene Investigation. Þá var hún valin „fegursta stúlka í heimi“ í keppni á vegum Wilhelmina Models-fyrirsætuskrifstofunnar árið 1985.
Josh Brolin, meðleikari Gidley í kvikmyndinni Thrashin‘, minntist vinkonu sinnar hlýlega á samfélagsmiðlum í kjölfar fregna af andláti hennar.
My co-star in “Thrashin” and my girlfriend twice in a lifetime. Amazing and innocent memories of her: a spitfire, and a truly funny person she was. I remember is being in bed (I was 17) and hearing the radio come on saying that the Challenger had just exploded. These milestones in your life: amazing people to grace us with their spirit, their presence. She will have forever affected mine. Thank you for the gift of you, Pam. Rest In Peace beautiful girl. #thrashin #dogtownbeginnings #godschildren @robertrusler #pamgidley
A post shared by Josh Brolin (@joshbrolin) on Apr 24, 2018 at 8:33pm PDT