Kelly sagður kalla Trump „fífl" og á leið úr Hvíta húsinu Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2018 21:27 Donald Trump og John Kelly. Vísir/GETTY John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, telur sig vera að bjarga Bandaríkjunum frá Donald Trump, forseta, og hefur gert lítið úr gáfnafari hans. Kelly mun hafa kallað Trump „fífl“ nokkrum sinnum svo starfsmenn Hvíta hússins hafa heyrt til. Þetta hefur NBC eftir átta núverandi og fyrrverandi embættismönnum sem starfa eða störfuðu innan veggja Hvíta hússins.Fjórir af heimildarmönnum NBC segjast hafa heyrt Kelly kalla Trump fífl nokkrum sinnum. „Hann veit ekki einu sinni hvað DACA er. Hann er fífl. Við þurfum að bjarga honum frá sjálfum sér,“ sögðust tveir heimildarmenn NBC hafa heyrt Kelly segja um Trump. Talsmenn Hvíta hússins draga þó í efa að hershöfðinn fyrrverandi hefði gert slíkt. Starfsmennirnir segja ólíklegt að Kelly muni endast lengi í starfi sínu. Hann sé bæði orðinn þreyttur á Trump og forsetinn orðinn þreyttur á honum. Starfsandi Hvíta húsins hefur versnað að undanförnu undir stjórn Kelly sem hefur þurft að horfa upp á áhrif sín minnka mikið. Kelly segir lítið til í þessum fregnum. „Ég ver meiri tíma með forsetanum en nokkur annar og samband okkar er hreinskilið og sterkt. Hann veit alltaf hvar ég stend og við vitum báðir að þessi frétt er kjaftæði,“ hafa blaðamenn Hvíta hússins eftir Kelly. Enn fremur sagði hann þetta vera enn eina aumkunarlega tilraun til að koma óorði á nánustu starfsmenn Trump. NBC sagði frá því í fyrra að Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði kallaði Trump „fávita“ í návist starfsmanna Hvíta hússins. Tillerson neitaði að ræða við blaðamenn um hvort hann hefði kallað forsetann fávita og sagði frekar að sá hluti fréttarinnar sem fjallaði um að hann væri að íhuga að segja af sér væri rangur. Trump skoraði á Tillerson í greindarvísitölupróf og rak hann svo með tísti fimm mánuðum seinna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, telur sig vera að bjarga Bandaríkjunum frá Donald Trump, forseta, og hefur gert lítið úr gáfnafari hans. Kelly mun hafa kallað Trump „fífl“ nokkrum sinnum svo starfsmenn Hvíta hússins hafa heyrt til. Þetta hefur NBC eftir átta núverandi og fyrrverandi embættismönnum sem starfa eða störfuðu innan veggja Hvíta hússins.Fjórir af heimildarmönnum NBC segjast hafa heyrt Kelly kalla Trump fífl nokkrum sinnum. „Hann veit ekki einu sinni hvað DACA er. Hann er fífl. Við þurfum að bjarga honum frá sjálfum sér,“ sögðust tveir heimildarmenn NBC hafa heyrt Kelly segja um Trump. Talsmenn Hvíta hússins draga þó í efa að hershöfðinn fyrrverandi hefði gert slíkt. Starfsmennirnir segja ólíklegt að Kelly muni endast lengi í starfi sínu. Hann sé bæði orðinn þreyttur á Trump og forsetinn orðinn þreyttur á honum. Starfsandi Hvíta húsins hefur versnað að undanförnu undir stjórn Kelly sem hefur þurft að horfa upp á áhrif sín minnka mikið. Kelly segir lítið til í þessum fregnum. „Ég ver meiri tíma með forsetanum en nokkur annar og samband okkar er hreinskilið og sterkt. Hann veit alltaf hvar ég stend og við vitum báðir að þessi frétt er kjaftæði,“ hafa blaðamenn Hvíta hússins eftir Kelly. Enn fremur sagði hann þetta vera enn eina aumkunarlega tilraun til að koma óorði á nánustu starfsmenn Trump. NBC sagði frá því í fyrra að Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði kallaði Trump „fávita“ í návist starfsmanna Hvíta hússins. Tillerson neitaði að ræða við blaðamenn um hvort hann hefði kallað forsetann fávita og sagði frekar að sá hluti fréttarinnar sem fjallaði um að hann væri að íhuga að segja af sér væri rangur. Trump skoraði á Tillerson í greindarvísitölupróf og rak hann svo með tísti fimm mánuðum seinna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira