Demókratar höfða mál gegn Rússum, Wikileaks og framboði Trump Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2018 16:06 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Landsnefnd Demókrataflokksins hefur höfðað mál gegn Rússlandi, Wikileaks og framboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Demókratar saka þessa aðila um samsæri til hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 og að hjálpa Trump að sigra í kosningunum. Í kærunni er því haldið fram að starfsmenn Trump hafi unnið með ríkisstjórn Rússlands, leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) og sömuleiðis Wikileaks í árás á tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins. Völdum tölvupóstum landsnefndarinnar var svo dreift af Wikileaks. „Í forsetakosningunum 2016 gerðu Rússar allsherjar árás á lýðræði okkar og fundu þeir fúsan samstarfsaðila í framboði Donald Trump,“ sagði Tom Perez, formaður landsnefndar Demókrataflokksins, í yfirlýsingu, samkvæmt Washington Post.„Þetta eru fordæmalaus svik. Framboð manns til forseta Bandaríkjanna starfaði með óvinveittu ríki til að auka líkur sínar á því að sigra í kosningunum.“ Landsnefndin fer fram á milljónir dala í skaðabætur. Tölvuárásirnar eru sagðar hafa valdið flokknum miklum skaða, bæði í atkvæðum talið og fjárhagslegum skaða. Sömuleiðis hafi starfsmenn flokksins orðið fyrir áreitni vegna málsins og jafnvel borist morðhótanir.Gerðu það sama við Nixon Lögsókn þessi er í takt við lögsókn Demókrataflokksins gegn framboði Richard Nixon vegna Watergate hneykslisins. Þá fór landsnefnd Demókrataflokksins fram á milljóna dala í skaðabætur vegna innbrotsins í höfuðstöðvar þeirra í Watergate-byggingunni. Því er haldið fram í kærunni að starfsmenn framboðs Trump hafi ítrekað fengið veður af gangi tölvuárásanna og að Rússar sætu á miklu magni upplýsinga frá Demókrataflokknum. Þeim fregnum hafi verið tekið fagnandi og á endanum hafi Trump-liðar gert samkomulag við Rússa. Í kærunni eru nokkrir starfsmenn Trump nefndir sérstaklega; Donald Trump yngri, Jared Kushner, Paul Manafort og Rick Gates. Trump yngri er sonur forsetans, Kushner er tengdasonur hans, Manafort stýrði framboði Trump um tima og Gates var undirmaður Manfort.Sömuleiðis er Roger Stone nefndur, en hann og Trump hafa lengi verið nánir og áður en það var opinbert gaf Stone í skyn opinberlega að Rússar sætu á upplýsingum sem kæmu Hillary Clinton illa.Sérfræðingar sammála Landsnefnd Demókrataflokksins fékk öryggisfyrirtækið CrowdStrike til að rannsaka tölvuárásirnar gegn flokknum á sínum tíma, eftir að FBI varaði flokkinn við því að hakkarar hefðu mögulega brotið sér leið inn í tölvukerfi þeirra. Þá hafði öryggisfyrirtækið SecureWorks verið að fylgjast með grunsamlegum tölvupóstum sem höfðu verið sendir á starfsmenn landsnefndar Demókrataflokksins (DNC) og framboð Hillary Clinton. Niðurstaða þess fyrirtækis var að hakkarar á vegum rússneskra yfirvalda væru að störfum þar.Dmitri Alperovitch, eigandi CrowdStrike, hefur sagt að þeir hafi gómað hakkarana að verki þegar demókratar réðu þá í maí. Þeir hafi fylgst með hökkurunum inni í kerfi Demókrataflokksins.Hér má sjá hluta viðtals CNN við Alperovitch frá því í desember 2016 þar sem hann fer yfir málið.Niðurstöður CrowdStrike voru að tveir mismunandi hópar hefðu komið að árásunum. Hóparnir hafa verið nefndir Cozy Bear og Fancy Bear. Fyrri hópurinn er sagður vera rekinn af leyniþjónustu Rússlands, FSB, og seinni hópurinn af leyniþjónustu hersins, GRU. Báðir hóparnir hafa verið bendlaðir við fjölmargar tölvuárásir á stofnanir, samtök, skóla og fleira um allan heim á undanförnum árum.Kóðar, vefþjónar og önnur tól, sem áður höfðu verið tengdir við hópana tvo voru notaðir við árásirnar á Demókrataflokkinn. Niðurstaðan var sú að hópar tölvuhakkara sem vinna fyrir leyniþjónustur Rússlands gerðu tölvuárásir á, meðal annars, Demókrataflokkinn og aðila sem komu að framboði Hillary Clinton. Tölvupóstar og önnur gögn sem komu framboðinu illa voru síðan birtir af Wikileaks. Julian Assange, neitar þó að Rússar hafi látið Wikileaks hafa gögnin. Cozy Bear og Fancy Bear hafa um árabil verið bendlaðir við árásir á ríkisstjórnir þjóða í NATO og heri þeirra, vopnaframleiðendur og jafnvel blaðamenn. Donald Trump Tengdar fréttir Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48 Trump í mótsögn við sjálfan sig um brottrekstur FBI-forstjórans Bandaríkjaforseti sagði í fyrra að hann hefði rekið forstjóra FBI vegna Rússarannsóknarinnar. Nú tístir hann um að það hafi ekki verið ástæðan. 18. apríl 2018 19:15 Trump þáði framlag frá úkraínskum auðkýfingi í kosningabaráttunni Greiðslan er sögð til rannsóknar hjá sérstaka rannsakandanum sem hefur vaxandi áhuga á fé frá erlendum aðilum sem rann til Trump í kosningabaráttunni. 10. apríl 2018 10:15 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Sjá meira
Landsnefnd Demókrataflokksins hefur höfðað mál gegn Rússlandi, Wikileaks og framboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Demókratar saka þessa aðila um samsæri til hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 og að hjálpa Trump að sigra í kosningunum. Í kærunni er því haldið fram að starfsmenn Trump hafi unnið með ríkisstjórn Rússlands, leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) og sömuleiðis Wikileaks í árás á tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins. Völdum tölvupóstum landsnefndarinnar var svo dreift af Wikileaks. „Í forsetakosningunum 2016 gerðu Rússar allsherjar árás á lýðræði okkar og fundu þeir fúsan samstarfsaðila í framboði Donald Trump,“ sagði Tom Perez, formaður landsnefndar Demókrataflokksins, í yfirlýsingu, samkvæmt Washington Post.„Þetta eru fordæmalaus svik. Framboð manns til forseta Bandaríkjanna starfaði með óvinveittu ríki til að auka líkur sínar á því að sigra í kosningunum.“ Landsnefndin fer fram á milljónir dala í skaðabætur. Tölvuárásirnar eru sagðar hafa valdið flokknum miklum skaða, bæði í atkvæðum talið og fjárhagslegum skaða. Sömuleiðis hafi starfsmenn flokksins orðið fyrir áreitni vegna málsins og jafnvel borist morðhótanir.Gerðu það sama við Nixon Lögsókn þessi er í takt við lögsókn Demókrataflokksins gegn framboði Richard Nixon vegna Watergate hneykslisins. Þá fór landsnefnd Demókrataflokksins fram á milljóna dala í skaðabætur vegna innbrotsins í höfuðstöðvar þeirra í Watergate-byggingunni. Því er haldið fram í kærunni að starfsmenn framboðs Trump hafi ítrekað fengið veður af gangi tölvuárásanna og að Rússar sætu á miklu magni upplýsinga frá Demókrataflokknum. Þeim fregnum hafi verið tekið fagnandi og á endanum hafi Trump-liðar gert samkomulag við Rússa. Í kærunni eru nokkrir starfsmenn Trump nefndir sérstaklega; Donald Trump yngri, Jared Kushner, Paul Manafort og Rick Gates. Trump yngri er sonur forsetans, Kushner er tengdasonur hans, Manafort stýrði framboði Trump um tima og Gates var undirmaður Manfort.Sömuleiðis er Roger Stone nefndur, en hann og Trump hafa lengi verið nánir og áður en það var opinbert gaf Stone í skyn opinberlega að Rússar sætu á upplýsingum sem kæmu Hillary Clinton illa.Sérfræðingar sammála Landsnefnd Demókrataflokksins fékk öryggisfyrirtækið CrowdStrike til að rannsaka tölvuárásirnar gegn flokknum á sínum tíma, eftir að FBI varaði flokkinn við því að hakkarar hefðu mögulega brotið sér leið inn í tölvukerfi þeirra. Þá hafði öryggisfyrirtækið SecureWorks verið að fylgjast með grunsamlegum tölvupóstum sem höfðu verið sendir á starfsmenn landsnefndar Demókrataflokksins (DNC) og framboð Hillary Clinton. Niðurstaða þess fyrirtækis var að hakkarar á vegum rússneskra yfirvalda væru að störfum þar.Dmitri Alperovitch, eigandi CrowdStrike, hefur sagt að þeir hafi gómað hakkarana að verki þegar demókratar réðu þá í maí. Þeir hafi fylgst með hökkurunum inni í kerfi Demókrataflokksins.Hér má sjá hluta viðtals CNN við Alperovitch frá því í desember 2016 þar sem hann fer yfir málið.Niðurstöður CrowdStrike voru að tveir mismunandi hópar hefðu komið að árásunum. Hóparnir hafa verið nefndir Cozy Bear og Fancy Bear. Fyrri hópurinn er sagður vera rekinn af leyniþjónustu Rússlands, FSB, og seinni hópurinn af leyniþjónustu hersins, GRU. Báðir hóparnir hafa verið bendlaðir við fjölmargar tölvuárásir á stofnanir, samtök, skóla og fleira um allan heim á undanförnum árum.Kóðar, vefþjónar og önnur tól, sem áður höfðu verið tengdir við hópana tvo voru notaðir við árásirnar á Demókrataflokkinn. Niðurstaðan var sú að hópar tölvuhakkara sem vinna fyrir leyniþjónustur Rússlands gerðu tölvuárásir á, meðal annars, Demókrataflokkinn og aðila sem komu að framboði Hillary Clinton. Tölvupóstar og önnur gögn sem komu framboðinu illa voru síðan birtir af Wikileaks. Julian Assange, neitar þó að Rússar hafi látið Wikileaks hafa gögnin. Cozy Bear og Fancy Bear hafa um árabil verið bendlaðir við árásir á ríkisstjórnir þjóða í NATO og heri þeirra, vopnaframleiðendur og jafnvel blaðamenn.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48 Trump í mótsögn við sjálfan sig um brottrekstur FBI-forstjórans Bandaríkjaforseti sagði í fyrra að hann hefði rekið forstjóra FBI vegna Rússarannsóknarinnar. Nú tístir hann um að það hafi ekki verið ástæðan. 18. apríl 2018 19:15 Trump þáði framlag frá úkraínskum auðkýfingi í kosningabaráttunni Greiðslan er sögð til rannsóknar hjá sérstaka rannsakandanum sem hefur vaxandi áhuga á fé frá erlendum aðilum sem rann til Trump í kosningabaráttunni. 10. apríl 2018 10:15 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Sjá meira
Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29
Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48
Trump í mótsögn við sjálfan sig um brottrekstur FBI-forstjórans Bandaríkjaforseti sagði í fyrra að hann hefði rekið forstjóra FBI vegna Rússarannsóknarinnar. Nú tístir hann um að það hafi ekki verið ástæðan. 18. apríl 2018 19:15
Trump þáði framlag frá úkraínskum auðkýfingi í kosningabaráttunni Greiðslan er sögð til rannsóknar hjá sérstaka rannsakandanum sem hefur vaxandi áhuga á fé frá erlendum aðilum sem rann til Trump í kosningabaráttunni. 10. apríl 2018 10:15
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent