Smallville-stjarna ákærð fyrir aðild að kynlífsþrælkun Sylvía Hall skrifar 21. apríl 2018 12:18 Allison Mack er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Chloe Sullivan í þáttunum Smallville. Hún er sögð hafa verið helsti vitorðsmaður Raniere. Vísir/Getty Leikkonan Allison Mack, sem er þekkt fyrir hlutverk sitt sem Chloe Sullivan í þáttunum Smallville, hefur verið ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun sem átti sér stað innan „sjálfshjálparhópsins“ Nxivm (borið fram Nexium). Leiðtogi hópsins, Keith Raniere, var handtekinn í mars. Mack er gefið að sök að hafa aðstoðað Raniere við að finna konur undir því yfirskini að þær væru að ganga í sjálfshjálpar- og mannúðarsamtök, en í ákærum á hendur Raniere segir að hann hafi haldið úti hópi fyrir konur sem hann hafi haldið í kynlífsþrælkun og þær hafi verið brennimerktar með upphafsstöfum Raniere gegn vilja sínum.Kvenfélagið reyndist vera kynlífsþrælkun Konunum var boðið að verða meðlimir DOS, nokkurskonar kvenfélags innan Nxivm sem átti að vera valdeflandi og einungis skipað konum. Það hafi komið mörgum þeirra á óvart að það var í raun Raniere sem fór með stjórn hópsins og fyrirkomulagið hafi í raun verið skipulagt þrælahald. Þá hafi hann haft fulla stjórn á athöfnum þeirra, gefið þeim verkefnalista sem innihéldu meðal annars kynferðislegar athafnir með honum og hafi svelt þær til þess að útlit þeirra myndi þóknast honum. Talið er að Raniere hafi haft um 15 til 20 konur sem stunduðu kynlíf með honum eftir hans hentisemi, og var þeim meinað að ræða samband sitt við leiðtogann við aðra. Þá var þeim skylt að taka nektarmyndir af sér sem gat verið lekið ef þær fóru gegn vilja Raniere. Mack sögð vera helsti vitorðsmaður Í ákærunni er Allison Mack sögð vera einn helsti samstarfsmaður Raniere og hún sjálf hafi fundið konur til að verða „þrælar“ og tekið þátt í að svelta þær til að þær myndu þóknast kröfum hans um útlit þeirra. Hún er einnig sögð hafa búið með Raniere í Mexíkó þar sem hann var í felum. Þá hefur Kristin Kreuk, mótleikkona Mack í þáttunum Smallville, stigið fram og sagst ekki hafa vitað um þessa starfsemi Nxivm. Hún hafi sótt námskeið á vegum samtakanna vegna feimni en hún hafi sagt skilið við samtökin fyrir fimm árum síðan.pic.twitter.com/W0aijK3LcX — Kristin Kreuk (@MsKristinKreuk) 29 March 2018 Grunur vaknaði um kynlífsþrælkun samtakanna í október síðastliðnum þegar New York Times birti frásagnir fyrrum meðlima og hóf alríkislögreglan rannsókn sína í kjölfarið. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið Keith Raniere, alræmdan leiðtoga "sjálfshjálparhóps“ þar í landi, sem talinn er hafa stundað mansal og hneppt konur í kynlífsþrælkun í stórum stíl. 27. mars 2018 08:39 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Innlent Fleiri fréttir 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Sjá meira
Leikkonan Allison Mack, sem er þekkt fyrir hlutverk sitt sem Chloe Sullivan í þáttunum Smallville, hefur verið ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun sem átti sér stað innan „sjálfshjálparhópsins“ Nxivm (borið fram Nexium). Leiðtogi hópsins, Keith Raniere, var handtekinn í mars. Mack er gefið að sök að hafa aðstoðað Raniere við að finna konur undir því yfirskini að þær væru að ganga í sjálfshjálpar- og mannúðarsamtök, en í ákærum á hendur Raniere segir að hann hafi haldið úti hópi fyrir konur sem hann hafi haldið í kynlífsþrælkun og þær hafi verið brennimerktar með upphafsstöfum Raniere gegn vilja sínum.Kvenfélagið reyndist vera kynlífsþrælkun Konunum var boðið að verða meðlimir DOS, nokkurskonar kvenfélags innan Nxivm sem átti að vera valdeflandi og einungis skipað konum. Það hafi komið mörgum þeirra á óvart að það var í raun Raniere sem fór með stjórn hópsins og fyrirkomulagið hafi í raun verið skipulagt þrælahald. Þá hafi hann haft fulla stjórn á athöfnum þeirra, gefið þeim verkefnalista sem innihéldu meðal annars kynferðislegar athafnir með honum og hafi svelt þær til þess að útlit þeirra myndi þóknast honum. Talið er að Raniere hafi haft um 15 til 20 konur sem stunduðu kynlíf með honum eftir hans hentisemi, og var þeim meinað að ræða samband sitt við leiðtogann við aðra. Þá var þeim skylt að taka nektarmyndir af sér sem gat verið lekið ef þær fóru gegn vilja Raniere. Mack sögð vera helsti vitorðsmaður Í ákærunni er Allison Mack sögð vera einn helsti samstarfsmaður Raniere og hún sjálf hafi fundið konur til að verða „þrælar“ og tekið þátt í að svelta þær til að þær myndu þóknast kröfum hans um útlit þeirra. Hún er einnig sögð hafa búið með Raniere í Mexíkó þar sem hann var í felum. Þá hefur Kristin Kreuk, mótleikkona Mack í þáttunum Smallville, stigið fram og sagst ekki hafa vitað um þessa starfsemi Nxivm. Hún hafi sótt námskeið á vegum samtakanna vegna feimni en hún hafi sagt skilið við samtökin fyrir fimm árum síðan.pic.twitter.com/W0aijK3LcX — Kristin Kreuk (@MsKristinKreuk) 29 March 2018 Grunur vaknaði um kynlífsþrælkun samtakanna í október síðastliðnum þegar New York Times birti frásagnir fyrrum meðlima og hóf alríkislögreglan rannsókn sína í kjölfarið.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið Keith Raniere, alræmdan leiðtoga "sjálfshjálparhóps“ þar í landi, sem talinn er hafa stundað mansal og hneppt konur í kynlífsþrælkun í stórum stíl. 27. mars 2018 08:39 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Innlent Fleiri fréttir 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Sjá meira
Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið Keith Raniere, alræmdan leiðtoga "sjálfshjálparhóps“ þar í landi, sem talinn er hafa stundað mansal og hneppt konur í kynlífsþrælkun í stórum stíl. 27. mars 2018 08:39