Guns N' Roses koma með mikilli viðhöfn Benedikt Bóas skrifar 24. apríl 2018 05:30 Hljómsveitin á tónleikum í New York í fyrra. Vísir/Getty Bandaríska rokkhljómsveitin Guns N’ Roses er væntanleg hingað til lands í sumar og kemur fram á tónleikum á Laugardalsvelli þann 24. júlí. Friðrik Ólafsson tónleikahaldari segir að sviðið, ljósin og hljómkerfið verði flutt inn að utan, og að sviðið sjálft sé 65 metrar á breidd með risaskjáum á hliðunum. Hann nefnir til samanburðar að aðalsviðið á Secret Solctice í fyrra hafi verið 24 metrar á breidd, og stærsta svið sem sett hefur verið upp hérlendis. Fimmtán gámar verða fluttir til landsins og 150 manna teymi ferðast með hljómsveitinni, en það mun sjá um uppsetningu í samvinnu við íslenskt framleiðsluteymi. Þá verður sett sérstakt gólf á grasið sem verndar völlinn fyrir álagi. Gert er ráð fyrir að undirbúningsvinna muni taka eina viku.Meðlimir sveitarinnar árið 1985.Vísir/gettySlógu strax í gegn - Saga Guns N' Roses Izzy Stradlin, sem þá var meðlimur í hljómsveitinni LA Guns, sá hljómsveitina Hollywood Rose spila þar sem Axl Rose var að syngja. Úr varð að þeir félagar hittust og stofnuðu Guns N’ Roses í mars 1985. Fyrst átti hljómsveitin að heita Heads of Amazon eða AIDS en ákveðið var að sameina nöfn gömlu hljómsveitanna. Skömmu eftir stofnun gekk Duff McKagan til liðs við bandið. Síðar kom gamli Hollywood Rose gítarleikarinn Slash í bandið og fyrsta giggið var spilað í júní 1985. Þeir voru fljótir að fanga athygli stóru útgáfufyrirtækjanna og sömdu við Geffen Records í mars 1986. Platan Appetite for Destruction kom út 1987 og sló strax í gegn. Hún er enn söluhæsta fyrsta plata listamanns í Bandaríkjunum. Þar var hið ódauðlega merki hljómsveitarinnar kynnt, kross með hauskúpum hvers og eins hljómsveitarmeðlims. Welcome to the Jungle var fyrsta smáskífan. Svo kom stórsmellurinn Sweet Child o’ Mine sem rann ljúflega niður í hlustendur og rauk á toppinn á Billboard-listanum. Þetta er eina lagið sem hljómsveitin hefur komið á toppinn á þeim merka lista. Síðan tók við nánast samfelld sigurganga, tónlistarlega séð, þó vandræðin hafi elt nokkra hljómsveitarmenn. Fíkniefni og líkamsárásir urðu vikulegt fréttaefni og hljómsveitin leystist upp um tíma. En þeir eru komnir aftur, ferskir og flottir þótt aldurinn sé farinn að færast yfir. Tónleikar þeirra eru sagðir stórkostlegir en Evróputúrinn þeirra byrjar þriðja júní. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Bandaríska rokkhljómsveitin Guns N’ Roses er væntanleg hingað til lands í sumar og kemur fram á tónleikum á Laugardalsvelli þann 24. júlí. Friðrik Ólafsson tónleikahaldari segir að sviðið, ljósin og hljómkerfið verði flutt inn að utan, og að sviðið sjálft sé 65 metrar á breidd með risaskjáum á hliðunum. Hann nefnir til samanburðar að aðalsviðið á Secret Solctice í fyrra hafi verið 24 metrar á breidd, og stærsta svið sem sett hefur verið upp hérlendis. Fimmtán gámar verða fluttir til landsins og 150 manna teymi ferðast með hljómsveitinni, en það mun sjá um uppsetningu í samvinnu við íslenskt framleiðsluteymi. Þá verður sett sérstakt gólf á grasið sem verndar völlinn fyrir álagi. Gert er ráð fyrir að undirbúningsvinna muni taka eina viku.Meðlimir sveitarinnar árið 1985.Vísir/gettySlógu strax í gegn - Saga Guns N' Roses Izzy Stradlin, sem þá var meðlimur í hljómsveitinni LA Guns, sá hljómsveitina Hollywood Rose spila þar sem Axl Rose var að syngja. Úr varð að þeir félagar hittust og stofnuðu Guns N’ Roses í mars 1985. Fyrst átti hljómsveitin að heita Heads of Amazon eða AIDS en ákveðið var að sameina nöfn gömlu hljómsveitanna. Skömmu eftir stofnun gekk Duff McKagan til liðs við bandið. Síðar kom gamli Hollywood Rose gítarleikarinn Slash í bandið og fyrsta giggið var spilað í júní 1985. Þeir voru fljótir að fanga athygli stóru útgáfufyrirtækjanna og sömdu við Geffen Records í mars 1986. Platan Appetite for Destruction kom út 1987 og sló strax í gegn. Hún er enn söluhæsta fyrsta plata listamanns í Bandaríkjunum. Þar var hið ódauðlega merki hljómsveitarinnar kynnt, kross með hauskúpum hvers og eins hljómsveitarmeðlims. Welcome to the Jungle var fyrsta smáskífan. Svo kom stórsmellurinn Sweet Child o’ Mine sem rann ljúflega niður í hlustendur og rauk á toppinn á Billboard-listanum. Þetta er eina lagið sem hljómsveitin hefur komið á toppinn á þeim merka lista. Síðan tók við nánast samfelld sigurganga, tónlistarlega séð, þó vandræðin hafi elt nokkra hljómsveitarmenn. Fíkniefni og líkamsárásir urðu vikulegt fréttaefni og hljómsveitin leystist upp um tíma. En þeir eru komnir aftur, ferskir og flottir þótt aldurinn sé farinn að færast yfir. Tónleikar þeirra eru sagðir stórkostlegir en Evróputúrinn þeirra byrjar þriðja júní.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira