Guns N' Roses koma með mikilli viðhöfn Benedikt Bóas skrifar 24. apríl 2018 05:30 Hljómsveitin á tónleikum í New York í fyrra. Vísir/Getty Bandaríska rokkhljómsveitin Guns N’ Roses er væntanleg hingað til lands í sumar og kemur fram á tónleikum á Laugardalsvelli þann 24. júlí. Friðrik Ólafsson tónleikahaldari segir að sviðið, ljósin og hljómkerfið verði flutt inn að utan, og að sviðið sjálft sé 65 metrar á breidd með risaskjáum á hliðunum. Hann nefnir til samanburðar að aðalsviðið á Secret Solctice í fyrra hafi verið 24 metrar á breidd, og stærsta svið sem sett hefur verið upp hérlendis. Fimmtán gámar verða fluttir til landsins og 150 manna teymi ferðast með hljómsveitinni, en það mun sjá um uppsetningu í samvinnu við íslenskt framleiðsluteymi. Þá verður sett sérstakt gólf á grasið sem verndar völlinn fyrir álagi. Gert er ráð fyrir að undirbúningsvinna muni taka eina viku.Meðlimir sveitarinnar árið 1985.Vísir/gettySlógu strax í gegn - Saga Guns N' Roses Izzy Stradlin, sem þá var meðlimur í hljómsveitinni LA Guns, sá hljómsveitina Hollywood Rose spila þar sem Axl Rose var að syngja. Úr varð að þeir félagar hittust og stofnuðu Guns N’ Roses í mars 1985. Fyrst átti hljómsveitin að heita Heads of Amazon eða AIDS en ákveðið var að sameina nöfn gömlu hljómsveitanna. Skömmu eftir stofnun gekk Duff McKagan til liðs við bandið. Síðar kom gamli Hollywood Rose gítarleikarinn Slash í bandið og fyrsta giggið var spilað í júní 1985. Þeir voru fljótir að fanga athygli stóru útgáfufyrirtækjanna og sömdu við Geffen Records í mars 1986. Platan Appetite for Destruction kom út 1987 og sló strax í gegn. Hún er enn söluhæsta fyrsta plata listamanns í Bandaríkjunum. Þar var hið ódauðlega merki hljómsveitarinnar kynnt, kross með hauskúpum hvers og eins hljómsveitarmeðlims. Welcome to the Jungle var fyrsta smáskífan. Svo kom stórsmellurinn Sweet Child o’ Mine sem rann ljúflega niður í hlustendur og rauk á toppinn á Billboard-listanum. Þetta er eina lagið sem hljómsveitin hefur komið á toppinn á þeim merka lista. Síðan tók við nánast samfelld sigurganga, tónlistarlega séð, þó vandræðin hafi elt nokkra hljómsveitarmenn. Fíkniefni og líkamsárásir urðu vikulegt fréttaefni og hljómsveitin leystist upp um tíma. En þeir eru komnir aftur, ferskir og flottir þótt aldurinn sé farinn að færast yfir. Tónleikar þeirra eru sagðir stórkostlegir en Evróputúrinn þeirra byrjar þriðja júní. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Bandaríska rokkhljómsveitin Guns N’ Roses er væntanleg hingað til lands í sumar og kemur fram á tónleikum á Laugardalsvelli þann 24. júlí. Friðrik Ólafsson tónleikahaldari segir að sviðið, ljósin og hljómkerfið verði flutt inn að utan, og að sviðið sjálft sé 65 metrar á breidd með risaskjáum á hliðunum. Hann nefnir til samanburðar að aðalsviðið á Secret Solctice í fyrra hafi verið 24 metrar á breidd, og stærsta svið sem sett hefur verið upp hérlendis. Fimmtán gámar verða fluttir til landsins og 150 manna teymi ferðast með hljómsveitinni, en það mun sjá um uppsetningu í samvinnu við íslenskt framleiðsluteymi. Þá verður sett sérstakt gólf á grasið sem verndar völlinn fyrir álagi. Gert er ráð fyrir að undirbúningsvinna muni taka eina viku.Meðlimir sveitarinnar árið 1985.Vísir/gettySlógu strax í gegn - Saga Guns N' Roses Izzy Stradlin, sem þá var meðlimur í hljómsveitinni LA Guns, sá hljómsveitina Hollywood Rose spila þar sem Axl Rose var að syngja. Úr varð að þeir félagar hittust og stofnuðu Guns N’ Roses í mars 1985. Fyrst átti hljómsveitin að heita Heads of Amazon eða AIDS en ákveðið var að sameina nöfn gömlu hljómsveitanna. Skömmu eftir stofnun gekk Duff McKagan til liðs við bandið. Síðar kom gamli Hollywood Rose gítarleikarinn Slash í bandið og fyrsta giggið var spilað í júní 1985. Þeir voru fljótir að fanga athygli stóru útgáfufyrirtækjanna og sömdu við Geffen Records í mars 1986. Platan Appetite for Destruction kom út 1987 og sló strax í gegn. Hún er enn söluhæsta fyrsta plata listamanns í Bandaríkjunum. Þar var hið ódauðlega merki hljómsveitarinnar kynnt, kross með hauskúpum hvers og eins hljómsveitarmeðlims. Welcome to the Jungle var fyrsta smáskífan. Svo kom stórsmellurinn Sweet Child o’ Mine sem rann ljúflega niður í hlustendur og rauk á toppinn á Billboard-listanum. Þetta er eina lagið sem hljómsveitin hefur komið á toppinn á þeim merka lista. Síðan tók við nánast samfelld sigurganga, tónlistarlega séð, þó vandræðin hafi elt nokkra hljómsveitarmenn. Fíkniefni og líkamsárásir urðu vikulegt fréttaefni og hljómsveitin leystist upp um tíma. En þeir eru komnir aftur, ferskir og flottir þótt aldurinn sé farinn að færast yfir. Tónleikar þeirra eru sagðir stórkostlegir en Evróputúrinn þeirra byrjar þriðja júní.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira