Íran gæti hætt þátttöku í banni við útbreiðslu kjarnavopna Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2018 10:27 Macron Frakklandsforseti (t.h.) reynir nú að tala um fyrir Trump Bandaríkjaforseta (t.v.) um kjarnorkusamninginn við Íran. Vísir/AFP Yfirmaður þjóðaröryggisráðs Írans hótar því að Íranir gætu dregið sig út úr samningnum um bann við útbreiðslu kjarnavopna ef Donald Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Íran árið 2015. Trump hefur gert sig líklegan til að rifta samningnum sem fól í sér að refsiaðgerðum yrði aflétt af Íran gegn því að ráðamenn þar hættu við kjarnorkuframleiðslu sína. Hann hefur gefið Evrópuþjóðum frest til 12. maí til að lagfæra það sem hann telur „hræðilega galla“ á samningnum. Ali Shamkhani, formaður þjóðaröryggisráðs Írans, sagði á blaðamannafundi að það væri einn af þremur kostum sem írönsk stjórnvöld skoðuðu að hætta þátttöku í alþjóðlegu banni við útbreiðslu kjarnavopna ef Trump riftir kjarnorkusamningnum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Íran hefur átt aðild að samningnum um bann við útbreiðslu kjarnavopna frá 1970. Hassan Rouhani, forseti Írans, varaði Trump einnig við „alvarlegum afleiðingum“ þess að rifta samningnum frá 2015. Bandaríkin, Kína, Rússland, Bretland, Frakkland og Þýskaland gerðu samninginn við Íran. Bandamenn Bandaríkjamanna hafa undanfarið þrýst á Trump að rifta samningnum ekki. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum og var búist við því að hann tæki málið upp við Trump. Eins er búist við þvi að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, geri slíkt það sama við Bandaríkjaforseta þegar þau hittast á föstudag. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Yfirmaður þjóðaröryggisráðs Írans hótar því að Íranir gætu dregið sig út úr samningnum um bann við útbreiðslu kjarnavopna ef Donald Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Íran árið 2015. Trump hefur gert sig líklegan til að rifta samningnum sem fól í sér að refsiaðgerðum yrði aflétt af Íran gegn því að ráðamenn þar hættu við kjarnorkuframleiðslu sína. Hann hefur gefið Evrópuþjóðum frest til 12. maí til að lagfæra það sem hann telur „hræðilega galla“ á samningnum. Ali Shamkhani, formaður þjóðaröryggisráðs Írans, sagði á blaðamannafundi að það væri einn af þremur kostum sem írönsk stjórnvöld skoðuðu að hætta þátttöku í alþjóðlegu banni við útbreiðslu kjarnavopna ef Trump riftir kjarnorkusamningnum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Íran hefur átt aðild að samningnum um bann við útbreiðslu kjarnavopna frá 1970. Hassan Rouhani, forseti Írans, varaði Trump einnig við „alvarlegum afleiðingum“ þess að rifta samningnum frá 2015. Bandaríkin, Kína, Rússland, Bretland, Frakkland og Þýskaland gerðu samninginn við Íran. Bandamenn Bandaríkjamanna hafa undanfarið þrýst á Trump að rifta samningnum ekki. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum og var búist við því að hann tæki málið upp við Trump. Eins er búist við þvi að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, geri slíkt það sama við Bandaríkjaforseta þegar þau hittast á föstudag.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02