Trump gerður afturreka með afnám á vernd innflytjenda Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2018 11:56 Mótmælandi innflytjendastefnu Trump snýr út úr þekktasta slagorði hans með spjaldi sem segir innflytjendur gera Bandaríkin frábær. Vísir/AFP Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í gær að ákvörðun Donalds Trump forseta um að afnema áætlun sem hefur varið fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun hafi verið „gerræðisleg og duttlungafull“. Stjórnvöld þurfa að halda í áætlunina og opna aftur fyrir umsóknir. DACA-áætlunin svonefnda hefur orðið að pólitísku bitbeini repúblikana og demókrata síðustu mánuðina. Áætluninni var komið á í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, til að tryggja stöðu hóps innflytjenda sem hafði vissulega komið ólöglega til landsins en hafði ekki þekkt neitt annað heimaland en Bandaríkin. Trump ákvað að afnema áætlunina í haust og fól þinginu að finna út úr hvað yrði um skjólstæðinga áætlunarinnar. Hvorki hefur gengið né rekið með það en Trump hefur ekki viljað samþykkja neina lausn fyrir DACA-skjólstæðinga nema að hún feli í sér verulegan samdrátt á löglegum flutningi fólks til Bandaríkjanna og fjármögnun á umdeildum landamæramúr hans við Mexíkó.Fá þrjá mánuði til að standa fyrir máli sínu Þrátt fyrir það hefur almennur stuðningur verið við það að skjólstæðingar DACA, sem nefndir eru dreymendur [e. Dreamers]. Svo umdeild var ákvörðun Trump að Obama, sem hefur að mestu haldið sig til hlés eftir að hann lét af embætti forseta, rauf þögn sína og gagnrýndi hana harðlega. Nú hefur alríkisdómstóll í Washington-borg úrskurðað að áætlunin verði að vera áfram í gildi og að yfirvöld verði að taka við nýjum umsóknum um vernd á grundvelli hennar. Dómarinn taldi að ákvörðunin um afnám DACA hafi byggst á „nánast óútskýrðum“ forsendum um að áætlunin „stæðist ekki lög“. Bandarísk stjórnvöld hafa engu að síður níutíu daga til þess að gera betur grein fyrir ákvörðuninni áður en úrskurðurinn tekur gildi, að sögn New York Times. Tveir aðrir alríkisdómstólar höfðu áður úrskurðað að áætlunin yrði að halda áfram í gildi en hvorugur þeirra kvað á um að taka þyrfti við nýjum umsóknum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Svo virðist sem að umfjöllun Fox News um innflytjendur hafi triggerað Trump í páskaleyfi hans á Flórída. 1. apríl 2018 17:29 Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Sjá meira
Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í gær að ákvörðun Donalds Trump forseta um að afnema áætlun sem hefur varið fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun hafi verið „gerræðisleg og duttlungafull“. Stjórnvöld þurfa að halda í áætlunina og opna aftur fyrir umsóknir. DACA-áætlunin svonefnda hefur orðið að pólitísku bitbeini repúblikana og demókrata síðustu mánuðina. Áætluninni var komið á í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, til að tryggja stöðu hóps innflytjenda sem hafði vissulega komið ólöglega til landsins en hafði ekki þekkt neitt annað heimaland en Bandaríkin. Trump ákvað að afnema áætlunina í haust og fól þinginu að finna út úr hvað yrði um skjólstæðinga áætlunarinnar. Hvorki hefur gengið né rekið með það en Trump hefur ekki viljað samþykkja neina lausn fyrir DACA-skjólstæðinga nema að hún feli í sér verulegan samdrátt á löglegum flutningi fólks til Bandaríkjanna og fjármögnun á umdeildum landamæramúr hans við Mexíkó.Fá þrjá mánuði til að standa fyrir máli sínu Þrátt fyrir það hefur almennur stuðningur verið við það að skjólstæðingar DACA, sem nefndir eru dreymendur [e. Dreamers]. Svo umdeild var ákvörðun Trump að Obama, sem hefur að mestu haldið sig til hlés eftir að hann lét af embætti forseta, rauf þögn sína og gagnrýndi hana harðlega. Nú hefur alríkisdómstóll í Washington-borg úrskurðað að áætlunin verði að vera áfram í gildi og að yfirvöld verði að taka við nýjum umsóknum um vernd á grundvelli hennar. Dómarinn taldi að ákvörðunin um afnám DACA hafi byggst á „nánast óútskýrðum“ forsendum um að áætlunin „stæðist ekki lög“. Bandarísk stjórnvöld hafa engu að síður níutíu daga til þess að gera betur grein fyrir ákvörðuninni áður en úrskurðurinn tekur gildi, að sögn New York Times. Tveir aðrir alríkisdómstólar höfðu áður úrskurðað að áætlunin yrði að halda áfram í gildi en hvorugur þeirra kvað á um að taka þyrfti við nýjum umsóknum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Svo virðist sem að umfjöllun Fox News um innflytjendur hafi triggerað Trump í páskaleyfi hans á Flórída. 1. apríl 2018 17:29 Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Sjá meira
Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24
Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Svo virðist sem að umfjöllun Fox News um innflytjendur hafi triggerað Trump í páskaleyfi hans á Flórída. 1. apríl 2018 17:29
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56
Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent