Viðskipti innlent

Ekkert fékkst upp í gjaldþrot City Taxi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigtryggur Arnar Magnússon var framkvæmdastjóri City Taxi.
Sigtryggur Arnar Magnússon var framkvæmdastjóri City Taxi. Vísir
Skiptum í þrotabú leigubílaþjónustunnar City Taxi lauk þann 20. apríl. Engar eignir fundust í búinu en kröfur námu tæplega ellefu milljónum króna. City Taxi var úrskurðað gjaldþrota þann 26. janúar.

City Taxi var stofnað árið 2007 og hefur sinnt leigubílaþjónustu, meðal annars boðið upp á ferðir til og frá Keflavíkurflugvelli. Starfsemi City Taxi virðist hafa lokið sumarið 2016.

 


Tengdar fréttir

City Taxi gjaldþrota

Fjórum árum eftir ásakanir á hendur keppinauti um rógburð sem reyndist vera menntaskólahrekkur.

Grunar keppinaut um rógburð á Facebook

"Ég er á leiðinni til Sveins Andra en hann er Facebook snillingur og getur eflaust fundið út hvaðan þessi færsla um leigubílstjórann Hall er komin,“ segir Sigtryggur Arnar Manússon, framkvæmdastjóri City taxi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×