Bjó sig undir stóra hjartaaðgerð fimm sinnum: „Erfitt að kveðja aðstandendur“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 11. apríl 2018 20:00 Fresta þurfti yfir helmingi hjartaaðgerða á Landspítalanum í fyrra vegna manneklu og skorts á legurýmum á gjörgæslu. Hjartasjúklingur segir skelfilegt að hafa búið sig undir það versta og kvatt fjölskyldu sína fimm sinnum áður en loks kom að aðgerð. Í yfirlýsingu frá læknaráði Landspítalans í dag kemur fram að 56 prósentum allra hjartaaðgerða árið 2017 hafi verið frestað, þar af 36% vegna skorts á legurýmum á gjörgæslu. Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður læknaráðs, segir ástandið óviðunandi. „Þegar þú ert að fara í stóra hjartaaðgerð ertu búinn að búa þig undir það. Hugsanlega er fjölskyldan búin að taka sér frí frá vinnu. Ef þú býrð úti á landi ertu búinn að koma í bæinn. Læknir sem er að fara að framkvæma stóra hjartaaðgerð, hann er líka búinn að undirbúa sig. Oft er þetta ekki ljóst fyrr en samdægurs, þegar aðgerðin á sér stað, að ekki verði mögulegt að framkvæma hana vegna þess að ekki er pláss á gjörgæslu fyrir sjúklinginn eftir aðgerðina.Hlynur Smári Þórðarson.Mynd/Stöð 2„Ég var ansi langt niðri“ Þannig eru dæmi um að stórri hjartaaðgerð sama sjúklings hafi verið frestað sex sinnum. Hinn 71 árs gamli Hlynur Smári Þórðarson er næsti bær við, en um jólin var honum tjáð að hann þyrfti að fara í umfangsmikla hjartalokuaðgerð strax eftir áramót. Líkurnar á að hann myndi lifa aðgerðina af segir hann hafa verið rétt yfir 50 prósent. „Ég var ansi langt niðri. Svo kemur 3. janúar þegar gera átti aðgerðina, en þá er frestað til 9. janúar, svo aftur til 11., 13. 24. og svo loks 30. janúar þá er ég skorinn,“ segir Hlynur. Á næstsíðasta aðgerðadeginum var Hlynur kominn alla leið í sjúkrarúmið þegar hann frétti að fresta ætti aðgerðinni enn einu sinni. „Ég var bara tilbúinn í rúminu og beið eftir því að vera sóttur. Ég var alveg bara í góðu standi, búinn að róa mig niður þannig lagað. Svo komu læknarnir upp og sögðu bara því miður, það væri ekki pláss á gjörgæslunni.“Margir hjúkrunarfræðingar farnir í flugið Ebba segir húsnæðismál leika stórt hlutverk í vandanum, þó skýringarnar séu mun fleiri og samverkandi. „Við erum að fá fjöldann allan af ferðamönnum til landsins og það hafa orðið hörmuleg slys þar eins og við vitum. Þeir liggja líka og dekka gjörgæsluplássin. Mönnun hjúkrunarfræðinga er vissulega umhugsunarverð. Á spítalann vantar í dag á annað hundrað hjúkrunarfræðinga. Við erum að sjá þá í öðrum störfum eins og t.d. í fluginu,“ segir Ebba. Hlynur segir alltént nauðsynlegt að gera úrbætur hið fyrsta. Hann kann lækni sínum miklar þakkir fyrir hve vel aðgerðin tókst, en segir biðina hreinlega skelfilega. „Það náttúrulega segir sig sjálft að það er erfitt að kveðja alltaf aðstandendur. Maður vill ekki að nokkur maður þurfi að lenda í þessu. Það er nóg að gera það einu sinni bara.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafa þurft að fresta hjartaaðgerð sex sinnum hjá sama sjúklingi Sjúklingar á leið í stærri aðgerðir á borð við hjartaaðgerðir á Landspítalanum hafa þurft að þola endurteknar frestanir á síðustu stundum. 11. apríl 2018 14:22 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira
Fresta þurfti yfir helmingi hjartaaðgerða á Landspítalanum í fyrra vegna manneklu og skorts á legurýmum á gjörgæslu. Hjartasjúklingur segir skelfilegt að hafa búið sig undir það versta og kvatt fjölskyldu sína fimm sinnum áður en loks kom að aðgerð. Í yfirlýsingu frá læknaráði Landspítalans í dag kemur fram að 56 prósentum allra hjartaaðgerða árið 2017 hafi verið frestað, þar af 36% vegna skorts á legurýmum á gjörgæslu. Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður læknaráðs, segir ástandið óviðunandi. „Þegar þú ert að fara í stóra hjartaaðgerð ertu búinn að búa þig undir það. Hugsanlega er fjölskyldan búin að taka sér frí frá vinnu. Ef þú býrð úti á landi ertu búinn að koma í bæinn. Læknir sem er að fara að framkvæma stóra hjartaaðgerð, hann er líka búinn að undirbúa sig. Oft er þetta ekki ljóst fyrr en samdægurs, þegar aðgerðin á sér stað, að ekki verði mögulegt að framkvæma hana vegna þess að ekki er pláss á gjörgæslu fyrir sjúklinginn eftir aðgerðina.Hlynur Smári Þórðarson.Mynd/Stöð 2„Ég var ansi langt niðri“ Þannig eru dæmi um að stórri hjartaaðgerð sama sjúklings hafi verið frestað sex sinnum. Hinn 71 árs gamli Hlynur Smári Þórðarson er næsti bær við, en um jólin var honum tjáð að hann þyrfti að fara í umfangsmikla hjartalokuaðgerð strax eftir áramót. Líkurnar á að hann myndi lifa aðgerðina af segir hann hafa verið rétt yfir 50 prósent. „Ég var ansi langt niðri. Svo kemur 3. janúar þegar gera átti aðgerðina, en þá er frestað til 9. janúar, svo aftur til 11., 13. 24. og svo loks 30. janúar þá er ég skorinn,“ segir Hlynur. Á næstsíðasta aðgerðadeginum var Hlynur kominn alla leið í sjúkrarúmið þegar hann frétti að fresta ætti aðgerðinni enn einu sinni. „Ég var bara tilbúinn í rúminu og beið eftir því að vera sóttur. Ég var alveg bara í góðu standi, búinn að róa mig niður þannig lagað. Svo komu læknarnir upp og sögðu bara því miður, það væri ekki pláss á gjörgæslunni.“Margir hjúkrunarfræðingar farnir í flugið Ebba segir húsnæðismál leika stórt hlutverk í vandanum, þó skýringarnar séu mun fleiri og samverkandi. „Við erum að fá fjöldann allan af ferðamönnum til landsins og það hafa orðið hörmuleg slys þar eins og við vitum. Þeir liggja líka og dekka gjörgæsluplássin. Mönnun hjúkrunarfræðinga er vissulega umhugsunarverð. Á spítalann vantar í dag á annað hundrað hjúkrunarfræðinga. Við erum að sjá þá í öðrum störfum eins og t.d. í fluginu,“ segir Ebba. Hlynur segir alltént nauðsynlegt að gera úrbætur hið fyrsta. Hann kann lækni sínum miklar þakkir fyrir hve vel aðgerðin tókst, en segir biðina hreinlega skelfilega. „Það náttúrulega segir sig sjálft að það er erfitt að kveðja alltaf aðstandendur. Maður vill ekki að nokkur maður þurfi að lenda í þessu. Það er nóg að gera það einu sinni bara.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafa þurft að fresta hjartaaðgerð sex sinnum hjá sama sjúklingi Sjúklingar á leið í stærri aðgerðir á borð við hjartaaðgerðir á Landspítalanum hafa þurft að þola endurteknar frestanir á síðustu stundum. 11. apríl 2018 14:22 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira
Hafa þurft að fresta hjartaaðgerð sex sinnum hjá sama sjúklingi Sjúklingar á leið í stærri aðgerðir á borð við hjartaaðgerðir á Landspítalanum hafa þurft að þola endurteknar frestanir á síðustu stundum. 11. apríl 2018 14:22