Segir kalda stríðið komið aftur af fullum krafi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2018 23:07 Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á fundi öryggisráðsins í dag. vísir/getty Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kalda stríðið sé komið aftur og það af fullum krafti. Þá varar hann við því að stríðið í Sýrlandi stigmagnist. Guterres lét þessi varnaðarorð falla á hitafundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag en um var að ræða neyðarfund vegna Sýrlands. Bandaríkin og bandamenn þeirra íhuga nú að hefja loftárásir á Sýrland í kjölfar efnavopnaárásar sem talið er að Sýrlandsher hafi gert á bæinn Douma á laugardag. Rússar styðja Sýrlandsstjórn og hafa sagt að loftárásir vesturveldanna gætu orðið til þess að stríð á milli Bandaríkjanna og Rússa myndi brjótast út. Kalda stríðið kom í kjölfar sigurs bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni en stríðið nokkurs konar störukeppni á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, og bandamanna stórveldanna, en Rússland er stærsta ríki gömlu Sovétríkjanna.Segir gangverkið og varnirnar sem voru þá til staðar ekki til staðar í dag „Kalda stríðið er komið aftur en það er öðruvísi. Gangverkið og varnirnar sem voru til staðar fyrr á tímum eru ekki lengur til staðar,“ sagði Guterres á fundi öryggisráðsins og hvatti þjóðir heims til að sýna ábyrgð í þessum hættulegu aðstæðum. Gengu ásakanirnar á víxl á milli Rússa og vesturveldanna. Á fundinum gengu ásakanirnar á víxl á milli Rússa og vesturveldanna. Þannig sakaði sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, Vassily Nebenzia, Bandaríkin um að nota meinta efnavopnaárás til þess að steypa Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, af stóli og halda Rússum í skefjum. Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ sakaði svo Assad um að hafa beitt efnavopnum að minnsta kosti 50 sinnum á síðustu sjö árum. Sýrlandsstjórn hefur neitað að hafa beitt efnavopnum í árásinni í Douma þar sem tugir almennra borgara létu lífið. Bandarísk yfirvöld sem og Frakkar hafa hins vegar sagt að þeir hafi sönnun fyrir því að efnavopnum hafi verið beitt, án þess þó að fara nánar út í smáatriði varðandi það opinberlega, en það sem Bandaríkjamenn hafa sagt er að þeir séu mjög sannfærðir um að efnavopnaárás hafi verið gerð. Sýrland Tengdar fréttir Trump dregur í land með árásir í Sýrlandi Eftir að hafa hótað Rússum eldflaugaárásum á Twitter í gær bakkaði Bandaríkjaforseti í öðru tísti í morgun. 12. apríl 2018 12:35 Getur ekki útilokað að stríð brjótist út milli Bandaríkjanna og Rússlands Rússar hafa boðað til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 12. apríl 2018 22:14 Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. 12. apríl 2018 06:30 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kalda stríðið sé komið aftur og það af fullum krafti. Þá varar hann við því að stríðið í Sýrlandi stigmagnist. Guterres lét þessi varnaðarorð falla á hitafundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag en um var að ræða neyðarfund vegna Sýrlands. Bandaríkin og bandamenn þeirra íhuga nú að hefja loftárásir á Sýrland í kjölfar efnavopnaárásar sem talið er að Sýrlandsher hafi gert á bæinn Douma á laugardag. Rússar styðja Sýrlandsstjórn og hafa sagt að loftárásir vesturveldanna gætu orðið til þess að stríð á milli Bandaríkjanna og Rússa myndi brjótast út. Kalda stríðið kom í kjölfar sigurs bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni en stríðið nokkurs konar störukeppni á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, og bandamanna stórveldanna, en Rússland er stærsta ríki gömlu Sovétríkjanna.Segir gangverkið og varnirnar sem voru þá til staðar ekki til staðar í dag „Kalda stríðið er komið aftur en það er öðruvísi. Gangverkið og varnirnar sem voru til staðar fyrr á tímum eru ekki lengur til staðar,“ sagði Guterres á fundi öryggisráðsins og hvatti þjóðir heims til að sýna ábyrgð í þessum hættulegu aðstæðum. Gengu ásakanirnar á víxl á milli Rússa og vesturveldanna. Á fundinum gengu ásakanirnar á víxl á milli Rússa og vesturveldanna. Þannig sakaði sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, Vassily Nebenzia, Bandaríkin um að nota meinta efnavopnaárás til þess að steypa Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, af stóli og halda Rússum í skefjum. Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ sakaði svo Assad um að hafa beitt efnavopnum að minnsta kosti 50 sinnum á síðustu sjö árum. Sýrlandsstjórn hefur neitað að hafa beitt efnavopnum í árásinni í Douma þar sem tugir almennra borgara létu lífið. Bandarísk yfirvöld sem og Frakkar hafa hins vegar sagt að þeir hafi sönnun fyrir því að efnavopnum hafi verið beitt, án þess þó að fara nánar út í smáatriði varðandi það opinberlega, en það sem Bandaríkjamenn hafa sagt er að þeir séu mjög sannfærðir um að efnavopnaárás hafi verið gerð.
Sýrland Tengdar fréttir Trump dregur í land með árásir í Sýrlandi Eftir að hafa hótað Rússum eldflaugaárásum á Twitter í gær bakkaði Bandaríkjaforseti í öðru tísti í morgun. 12. apríl 2018 12:35 Getur ekki útilokað að stríð brjótist út milli Bandaríkjanna og Rússlands Rússar hafa boðað til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 12. apríl 2018 22:14 Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. 12. apríl 2018 06:30 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Trump dregur í land með árásir í Sýrlandi Eftir að hafa hótað Rússum eldflaugaárásum á Twitter í gær bakkaði Bandaríkjaforseti í öðru tísti í morgun. 12. apríl 2018 12:35
Getur ekki útilokað að stríð brjótist út milli Bandaríkjanna og Rússlands Rússar hafa boðað til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 12. apríl 2018 22:14
Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. 12. apríl 2018 06:30