Segir kalda stríðið komið aftur af fullum krafi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2018 23:07 Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á fundi öryggisráðsins í dag. vísir/getty Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kalda stríðið sé komið aftur og það af fullum krafti. Þá varar hann við því að stríðið í Sýrlandi stigmagnist. Guterres lét þessi varnaðarorð falla á hitafundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag en um var að ræða neyðarfund vegna Sýrlands. Bandaríkin og bandamenn þeirra íhuga nú að hefja loftárásir á Sýrland í kjölfar efnavopnaárásar sem talið er að Sýrlandsher hafi gert á bæinn Douma á laugardag. Rússar styðja Sýrlandsstjórn og hafa sagt að loftárásir vesturveldanna gætu orðið til þess að stríð á milli Bandaríkjanna og Rússa myndi brjótast út. Kalda stríðið kom í kjölfar sigurs bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni en stríðið nokkurs konar störukeppni á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, og bandamanna stórveldanna, en Rússland er stærsta ríki gömlu Sovétríkjanna.Segir gangverkið og varnirnar sem voru þá til staðar ekki til staðar í dag „Kalda stríðið er komið aftur en það er öðruvísi. Gangverkið og varnirnar sem voru til staðar fyrr á tímum eru ekki lengur til staðar,“ sagði Guterres á fundi öryggisráðsins og hvatti þjóðir heims til að sýna ábyrgð í þessum hættulegu aðstæðum. Gengu ásakanirnar á víxl á milli Rússa og vesturveldanna. Á fundinum gengu ásakanirnar á víxl á milli Rússa og vesturveldanna. Þannig sakaði sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, Vassily Nebenzia, Bandaríkin um að nota meinta efnavopnaárás til þess að steypa Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, af stóli og halda Rússum í skefjum. Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ sakaði svo Assad um að hafa beitt efnavopnum að minnsta kosti 50 sinnum á síðustu sjö árum. Sýrlandsstjórn hefur neitað að hafa beitt efnavopnum í árásinni í Douma þar sem tugir almennra borgara létu lífið. Bandarísk yfirvöld sem og Frakkar hafa hins vegar sagt að þeir hafi sönnun fyrir því að efnavopnum hafi verið beitt, án þess þó að fara nánar út í smáatriði varðandi það opinberlega, en það sem Bandaríkjamenn hafa sagt er að þeir séu mjög sannfærðir um að efnavopnaárás hafi verið gerð. Sýrland Tengdar fréttir Trump dregur í land með árásir í Sýrlandi Eftir að hafa hótað Rússum eldflaugaárásum á Twitter í gær bakkaði Bandaríkjaforseti í öðru tísti í morgun. 12. apríl 2018 12:35 Getur ekki útilokað að stríð brjótist út milli Bandaríkjanna og Rússlands Rússar hafa boðað til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 12. apríl 2018 22:14 Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. 12. apríl 2018 06:30 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kalda stríðið sé komið aftur og það af fullum krafti. Þá varar hann við því að stríðið í Sýrlandi stigmagnist. Guterres lét þessi varnaðarorð falla á hitafundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag en um var að ræða neyðarfund vegna Sýrlands. Bandaríkin og bandamenn þeirra íhuga nú að hefja loftárásir á Sýrland í kjölfar efnavopnaárásar sem talið er að Sýrlandsher hafi gert á bæinn Douma á laugardag. Rússar styðja Sýrlandsstjórn og hafa sagt að loftárásir vesturveldanna gætu orðið til þess að stríð á milli Bandaríkjanna og Rússa myndi brjótast út. Kalda stríðið kom í kjölfar sigurs bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni en stríðið nokkurs konar störukeppni á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, og bandamanna stórveldanna, en Rússland er stærsta ríki gömlu Sovétríkjanna.Segir gangverkið og varnirnar sem voru þá til staðar ekki til staðar í dag „Kalda stríðið er komið aftur en það er öðruvísi. Gangverkið og varnirnar sem voru til staðar fyrr á tímum eru ekki lengur til staðar,“ sagði Guterres á fundi öryggisráðsins og hvatti þjóðir heims til að sýna ábyrgð í þessum hættulegu aðstæðum. Gengu ásakanirnar á víxl á milli Rússa og vesturveldanna. Á fundinum gengu ásakanirnar á víxl á milli Rússa og vesturveldanna. Þannig sakaði sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, Vassily Nebenzia, Bandaríkin um að nota meinta efnavopnaárás til þess að steypa Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, af stóli og halda Rússum í skefjum. Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ sakaði svo Assad um að hafa beitt efnavopnum að minnsta kosti 50 sinnum á síðustu sjö árum. Sýrlandsstjórn hefur neitað að hafa beitt efnavopnum í árásinni í Douma þar sem tugir almennra borgara létu lífið. Bandarísk yfirvöld sem og Frakkar hafa hins vegar sagt að þeir hafi sönnun fyrir því að efnavopnum hafi verið beitt, án þess þó að fara nánar út í smáatriði varðandi það opinberlega, en það sem Bandaríkjamenn hafa sagt er að þeir séu mjög sannfærðir um að efnavopnaárás hafi verið gerð.
Sýrland Tengdar fréttir Trump dregur í land með árásir í Sýrlandi Eftir að hafa hótað Rússum eldflaugaárásum á Twitter í gær bakkaði Bandaríkjaforseti í öðru tísti í morgun. 12. apríl 2018 12:35 Getur ekki útilokað að stríð brjótist út milli Bandaríkjanna og Rússlands Rússar hafa boðað til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 12. apríl 2018 22:14 Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. 12. apríl 2018 06:30 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Trump dregur í land með árásir í Sýrlandi Eftir að hafa hótað Rússum eldflaugaárásum á Twitter í gær bakkaði Bandaríkjaforseti í öðru tísti í morgun. 12. apríl 2018 12:35
Getur ekki útilokað að stríð brjótist út milli Bandaríkjanna og Rússlands Rússar hafa boðað til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 12. apríl 2018 22:14
Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. 12. apríl 2018 06:30