Vinsældir Trump ekki meiri frá hveitibrauðsdögunum Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2018 11:48 Fleiri gefa Trump nú þumalinn upp en áður. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti nýtur stuðnings 40% svarenda í nýrri skoðanakönnun Washington Post og ABC-sjónvarpsstöðvarinnar. Vinsældir hans hafa ekki mælst meiri frá því á fyrstu hundrað dögunum eftir að hann tók við embætti. Rúmur helmingur svarenda er engu að síður enn óánægður með forsetann. Síðast þegar þessi könnun var gerð í janúar sögðust 36% svarenda hafa velþóknun á störfum Trump sem forseta og hafa vinsældir hans því aukist aðeins síðustu vikurnar. Forsetinn mælist nú með 40,8% stuðning samkvæmt útreikningum vefsíðunnar Five Thirty Eight á meðaltali skoðanakannanna. Rúm 53% eru óánægð með Trump á sama mælikvarða. Svarendur í könnuninni virðast gera greinarmun á persónu Trump annars vegar og frammistöðu hans í einstökum málaflokkum hins vegar. Þrátt fyrir að 61% hafi neikvæða sýn á forsetann sem manneskju telur hátt í helmingur hann halda vel á efnahagsmálum, 46% gegn 48% sem telja hann ekki standa sig vel í málaflokknum. Athygli vekur að aðeins 32% svarenda líst vel á Trump sem manneskju sem bendir til þess að einhver hluti hans eigin stuðningsmanna hafi ekki mikið persónulegt álit á forsetanum. Þannig segjast 11% hafa velþóknun á Trump í embætti en kunna ekki að meta hann sem manneskju. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump hótar Rússum með eldflaugum í Sýrlandi Bandaríkjaforseti kallaði jafnframt forseta Sýrlands Gasdrepandi skepnu í tísti í morgun. 11. apríl 2018 11:55 Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti nýtur stuðnings 40% svarenda í nýrri skoðanakönnun Washington Post og ABC-sjónvarpsstöðvarinnar. Vinsældir hans hafa ekki mælst meiri frá því á fyrstu hundrað dögunum eftir að hann tók við embætti. Rúmur helmingur svarenda er engu að síður enn óánægður með forsetann. Síðast þegar þessi könnun var gerð í janúar sögðust 36% svarenda hafa velþóknun á störfum Trump sem forseta og hafa vinsældir hans því aukist aðeins síðustu vikurnar. Forsetinn mælist nú með 40,8% stuðning samkvæmt útreikningum vefsíðunnar Five Thirty Eight á meðaltali skoðanakannanna. Rúm 53% eru óánægð með Trump á sama mælikvarða. Svarendur í könnuninni virðast gera greinarmun á persónu Trump annars vegar og frammistöðu hans í einstökum málaflokkum hins vegar. Þrátt fyrir að 61% hafi neikvæða sýn á forsetann sem manneskju telur hátt í helmingur hann halda vel á efnahagsmálum, 46% gegn 48% sem telja hann ekki standa sig vel í málaflokknum. Athygli vekur að aðeins 32% svarenda líst vel á Trump sem manneskju sem bendir til þess að einhver hluti hans eigin stuðningsmanna hafi ekki mikið persónulegt álit á forsetanum. Þannig segjast 11% hafa velþóknun á Trump í embætti en kunna ekki að meta hann sem manneskju.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump hótar Rússum með eldflaugum í Sýrlandi Bandaríkjaforseti kallaði jafnframt forseta Sýrlands Gasdrepandi skepnu í tísti í morgun. 11. apríl 2018 11:55 Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Trump hótar Rússum með eldflaugum í Sýrlandi Bandaríkjaforseti kallaði jafnframt forseta Sýrlands Gasdrepandi skepnu í tísti í morgun. 11. apríl 2018 11:55
Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30
Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent