Kanye West vinnur að heimspekiriti Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. apríl 2018 18:04 Kanye West býr yfir fjölbreyttu áhugasviði en hann hyggst gefa út heimspekilega bók. vísir/getty Rapparinn Kanye West vinnur þessa dagana að heimspekiriti. Bókin heitir Rof í eftirlíkingunni og fjallar um heimspekilegar vangaveltur West um ljósmyndir sem menningarlegt fyrirbæri. West greindi frá heimspekilegum hugrenningum sínum í viðtali við Hollywood reporter á dögunum. „Viðhorf mitt til ljósmynda - og ég er á varðbergi gagnvart ljósmyndum – er að fólk er gjörsamlega heltekið af þeim. Það er vegna þess að þær ræna okkur „núinu“ og fara með okkur, annað hvort til fortíðarinnar eða framtíðarinnar. Stundum eru þær notaðar til skrásetningar og varðveislu minninga en oftast erum við á valdi ljósmyndanna,“ segir West. Hann telur að fólk sé yfir það heila allt of fast í fortíðinni og honum finnst auk þess allt of mikil áhersla lögð á sögu í samfélaginu. Eitt af því sem honum þykir einkar athyglisvert, þessu tengt, er hvernig fatahönnuðir notast við söguna og vísa í sífellu til mismunandi tímabila hennar í fatahönnun sinni. „Við sjáum að skírskotað er til einhverrar tísku frá 1920 eða frá 1940 og þá sérstaklega íþróttafatnaður,“ segir West sem ætti að þekkja ljósmyndun vel í ljósi þess að hann er iðulega myndaður í bak og fyrir vegna frægðar sinnar en auk þess er hann eiginmaður Kim Kardashian West sem er með þekktari konum í skemmtanaiðnaðinum á vorum dögum. Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Rapparinn Kanye West vinnur þessa dagana að heimspekiriti. Bókin heitir Rof í eftirlíkingunni og fjallar um heimspekilegar vangaveltur West um ljósmyndir sem menningarlegt fyrirbæri. West greindi frá heimspekilegum hugrenningum sínum í viðtali við Hollywood reporter á dögunum. „Viðhorf mitt til ljósmynda - og ég er á varðbergi gagnvart ljósmyndum – er að fólk er gjörsamlega heltekið af þeim. Það er vegna þess að þær ræna okkur „núinu“ og fara með okkur, annað hvort til fortíðarinnar eða framtíðarinnar. Stundum eru þær notaðar til skrásetningar og varðveislu minninga en oftast erum við á valdi ljósmyndanna,“ segir West. Hann telur að fólk sé yfir það heila allt of fast í fortíðinni og honum finnst auk þess allt of mikil áhersla lögð á sögu í samfélaginu. Eitt af því sem honum þykir einkar athyglisvert, þessu tengt, er hvernig fatahönnuðir notast við söguna og vísa í sífellu til mismunandi tímabila hennar í fatahönnun sinni. „Við sjáum að skírskotað er til einhverrar tísku frá 1920 eða frá 1940 og þá sérstaklega íþróttafatnaður,“ segir West sem ætti að þekkja ljósmyndun vel í ljósi þess að hann er iðulega myndaður í bak og fyrir vegna frægðar sinnar en auk þess er hann eiginmaður Kim Kardashian West sem er með þekktari konum í skemmtanaiðnaðinum á vorum dögum.
Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira