Skúli segir íslensku flugfélögin ekki of stór til að geta fallið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. apríl 2018 12:20 Skúli Mogensen er forstjóri flugfélagsins WOW Air en flugfélagið er að fullu í eigu hans. Ólíkt Icelandair er WOW ekki á markaði og því ekki háð sömu tilkynningarskyldum til Kauphallar við breytingar í rekstri félagsins. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, segir íslensku flugfélögin Icelandair og WOW Air ekki of stór til að geta fallið. „Það yrði þó klárlega mikið högg ef annað flugfélagið færi og það tæki nokkur ár að ná einhverju jafnvægi. Það gefur augaleið,” segir Skúli í samtali við Túrista.is sem fjallað hefur um flugfélögin undanfarnar vikur. Mikilvægi flugfélaganna í ferðaþjónustu á Íslandi er óumdeilt. Gríðarlegur vöxtur ferðaþjónustunnar hefur gert hana að stærstu útflutningsgrein landsins undanfarin ár. Um 80 prósent af framboði flugsæta frá Keflavíkurflugvelli eru í höndum íslensku flugfélaganna tveggja. Hlutfallið er enn hærra þegar kemur að Ameríkuflugi.Áfall hefði keðjuverkandi áhrifÍ Tímariti Landsbankans frá því í haust þar sem fjallað var um ferðaþjónustu var þeirri spurningu varpað upp hvort íslensku flugfélögin væru orðin kerfislega mikilvæg fyrir efnahagslegan stöðugleika, eins og viðskiptabankarnir þrír. Bankarnir eru skilgreindir sem mikilvægir fyrir fjármálastöðugleika. „Verulegar truflanir á starfsemi flugfélaganna eða brottfall annars, hvað þá beggja flugfélaganna af markaðnum, myndi augljóslega hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Áhrifin yrðu einnig veruleg fyrir íslenskt efnahagskerfi í heild og almenning. Slíkt áfall hefði keðjuverkandi áhrif, m.a. á gengi krónunnar, eignaverð, vexti og verðbólgu,“ sagði í greiningu Landsbankans. „Ef flugfélögin eru talin kerfislega mikilvæg vakna spurningar um viðbúnað stjórnvalda og aðkomu þeirra að ferðaþjónustunni. Þarf t.d. að útbúa viðbragðsáætlanir sem hægt er að grípa til ef flugfélögin lenda í vanda?“Viðbragðsáætlun í vinnsluÍ framhaldinu greindi Túristi frá því að viðbragðsáætlun stjórnvalda væri í vinnslu sem fjögur ráðuneyti koma að undir forystu forsætisráðuneytisins. Eftirlitið felst meðal annars í því að Samgöngustofa getur kallað eftir upplýsingum um fjárhag flugfélaganna í tengslum við fjárhagslega aukningu eða samdrátt í starfsemi. Verð á eldsneyti fyrir þotur hefur hækkað um c.a. 40 prósent undanfarna tólf mánuði. Á sama tíma hafa fargjöld hjá Norwegian í febrúar um 4 prósent á milli ára, og um 16 prósent frá árinu 2016. Sambærileg gögn er ekki að finna í tilkynningum Icelandair til Kauphallar eða fréttatilkynningum WOW air að því er fram kemur í frétt Túrista. Norwegian, helsti samkeppnisaðili íslensku flugfélaganna í flugi yfir Atlantshafið, berst í bökkum og hefur leitað að auknu hlutafé. British Airways hefur sýnt því áhuga að eignast norska flugfélagið. BA eignaðist á dögunum 5% hlut í Norwegian.Opinn fyrir meðeiganda Skúli segir þessi síðustu tíðindi vera mjög áhugaverð og staðfesta trú sína á að Norwegian hafi verið að gera góða hluti í því að bjóða upp á lággjaldaflug yfir Atlantshafið. Hann velti fyrir sér að selja hluta af 100% hlut sínum í WOW Air, það er fá inn meðeigendur. Ástæðan sé þó ekki fjárþörf heldur umfangið sé orðið svo mikið. Áframhaldandi stækkun sé orðin mjög dýr. „Þá er annað hvort að hægja á rekstrinum eða taka inn aukið hlutafé til að hafa sterkari stoðir. Miðað við umfang rekstrarins þá erum við með lágt eiginfjárhlutfall sem helgast af því að ég byggði félagið upp frá grunni,” segir Skúli við Túrista. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, segir íslensku flugfélögin Icelandair og WOW Air ekki of stór til að geta fallið. „Það yrði þó klárlega mikið högg ef annað flugfélagið færi og það tæki nokkur ár að ná einhverju jafnvægi. Það gefur augaleið,” segir Skúli í samtali við Túrista.is sem fjallað hefur um flugfélögin undanfarnar vikur. Mikilvægi flugfélaganna í ferðaþjónustu á Íslandi er óumdeilt. Gríðarlegur vöxtur ferðaþjónustunnar hefur gert hana að stærstu útflutningsgrein landsins undanfarin ár. Um 80 prósent af framboði flugsæta frá Keflavíkurflugvelli eru í höndum íslensku flugfélaganna tveggja. Hlutfallið er enn hærra þegar kemur að Ameríkuflugi.Áfall hefði keðjuverkandi áhrifÍ Tímariti Landsbankans frá því í haust þar sem fjallað var um ferðaþjónustu var þeirri spurningu varpað upp hvort íslensku flugfélögin væru orðin kerfislega mikilvæg fyrir efnahagslegan stöðugleika, eins og viðskiptabankarnir þrír. Bankarnir eru skilgreindir sem mikilvægir fyrir fjármálastöðugleika. „Verulegar truflanir á starfsemi flugfélaganna eða brottfall annars, hvað þá beggja flugfélaganna af markaðnum, myndi augljóslega hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Áhrifin yrðu einnig veruleg fyrir íslenskt efnahagskerfi í heild og almenning. Slíkt áfall hefði keðjuverkandi áhrif, m.a. á gengi krónunnar, eignaverð, vexti og verðbólgu,“ sagði í greiningu Landsbankans. „Ef flugfélögin eru talin kerfislega mikilvæg vakna spurningar um viðbúnað stjórnvalda og aðkomu þeirra að ferðaþjónustunni. Þarf t.d. að útbúa viðbragðsáætlanir sem hægt er að grípa til ef flugfélögin lenda í vanda?“Viðbragðsáætlun í vinnsluÍ framhaldinu greindi Túristi frá því að viðbragðsáætlun stjórnvalda væri í vinnslu sem fjögur ráðuneyti koma að undir forystu forsætisráðuneytisins. Eftirlitið felst meðal annars í því að Samgöngustofa getur kallað eftir upplýsingum um fjárhag flugfélaganna í tengslum við fjárhagslega aukningu eða samdrátt í starfsemi. Verð á eldsneyti fyrir þotur hefur hækkað um c.a. 40 prósent undanfarna tólf mánuði. Á sama tíma hafa fargjöld hjá Norwegian í febrúar um 4 prósent á milli ára, og um 16 prósent frá árinu 2016. Sambærileg gögn er ekki að finna í tilkynningum Icelandair til Kauphallar eða fréttatilkynningum WOW air að því er fram kemur í frétt Túrista. Norwegian, helsti samkeppnisaðili íslensku flugfélaganna í flugi yfir Atlantshafið, berst í bökkum og hefur leitað að auknu hlutafé. British Airways hefur sýnt því áhuga að eignast norska flugfélagið. BA eignaðist á dögunum 5% hlut í Norwegian.Opinn fyrir meðeiganda Skúli segir þessi síðustu tíðindi vera mjög áhugaverð og staðfesta trú sína á að Norwegian hafi verið að gera góða hluti í því að bjóða upp á lággjaldaflug yfir Atlantshafið. Hann velti fyrir sér að selja hluta af 100% hlut sínum í WOW Air, það er fá inn meðeigendur. Ástæðan sé þó ekki fjárþörf heldur umfangið sé orðið svo mikið. Áframhaldandi stækkun sé orðin mjög dýr. „Þá er annað hvort að hægja á rekstrinum eða taka inn aukið hlutafé til að hafa sterkari stoðir. Miðað við umfang rekstrarins þá erum við með lágt eiginfjárhlutfall sem helgast af því að ég byggði félagið upp frá grunni,” segir Skúli við Túrista.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent