Fótbolti

Svisslendingar fara beint úr Íslandsleiknum í leik á móti Englandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu við enska landsliðsmanninn Jack Wilshere á EM 2016.
Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu við enska landsliðsmanninn Jack Wilshere á EM 2016. Vísir/Getty
Enska fótboltalandsliðið mun leika vináttulandsleiki í kringum leiki sína í Þjóðardeildinni í haust.

Enska landsliðið spilar þá við landslið Sviss og Bandaíkjanna. Þjóðardeildin átti í raun að koma í staðinn fyrir vináttulandsleiki en það byrjar nú ekki alveg þannig.

Fyrsti leikur enska landsliðsins í Þjóðardeildinni veður á móti Spáni á Wembley 8. september. Sama kvöld spilar Sviss við Ísland á heimavelli.





Svisslendingar fara því úr Íslandsleiknum í leik á móti Englandi en sá leikur fer væntanlega líka fram í Sviss.

Íslenska landsliðið spilar heimaleik á móti Belgíu sama kvöld og Svisslendingar taka á móti enska landsliðinu. Íslensku strákarnir spila svo heimaleik við Svisslendinga 15. október.

Englendingar spila við Króata í Þjóðardeildinni 18. nóvember en þremur dögum fyrr koma Bandaríkjamenn og spila á Wembley. Það kvöld, 15. nóvember, þá heimsækja strákarnir okkar Belgíu.

Útileikir enska landsliðsins í Þjóðardeildinni verða síðan á móti Króatíu og Spáni 12. og 15. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×