Páfinn fordæmir "blóðbaðið“ í Sýrlandi í páskaávarpi Þórdís Valsdóttir skrifar 1. apríl 2018 16:01 „Í dag grátbiðjum við um frið um allan heim og byrjum áhinu ástkæra Sýrlandi sem þjáðst hefur lengi og þar sem fólk er dauðþreytt á því sem virðist vera endalaust stríð,“ sagði Frans páfi í sérstöku hátíðarávarpi sínu í tilefni páska. Þá biðlaði hann einnig til Guðs að græða sár í Suður Súdan og Lýðveldinu Kongó og hvatti til samræðna á Kóreuskaga. Frans páfi hefur frá upphafi ferils síns fordæmt átökin í Sýrlandi. BBC greinir frá. Páfinn ávarpaði tugi þúsunda manna af svölum basilíkunnar við Sankti-Péturstorgi í Vatíkaninu í dag þar sem öryggisgæsla var verulega hert. Allir þeir sem hugðust hlýða á páfann þurftu að fara í gegnum málmleitartæki og þá var einnig leitað í töskum allra sem fóru inn á torgið. Frans páfi sagðist í ávarpi sínu vona að „ljós hins upprisna Jesú Krists lýsi á samvisku allra stjórnmála- og hernaðarleiðtoga svo að skjótur endir fáist á blóðbaðinu sem hefur átt sér stað og að mannréttindalög verði virt“. Þá sagðist hann einnig vonast eftir því að ráðstafanir verði gerðar til þess að auðvelda aðgengi að aðstoð. Páfinn hefur lengi talað fyrir réttindum þeirra sem flúið hafa heimili sín. „Megi samhugur ríkja meðal allra þeirra sem neyðst hafa til þess að fara frá heimalöndum sínum og skorta lífsnauðsynjar,“ sagði páfinn í dag. Hann sagði einnig að heimurinn mætti ekki gleyma fórnarlömbum átaka, sérstaklega börnum. Þá hvatti hann einnig til sátta í Ísrael eftir að sextán palestínskir mótmælendur létu lífið og fjórtán hundrað særðust í einni blóðugustu árás á mótmælendur á Gaza-svæðinu á síðari árum. Palestína Páfagarður Sýrland Tengdar fréttir Þjóðarsorg í Palestínu Þá hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallað eftir óháðri rannsókn vegna dauðsfallanna í blóðugum átökum við landamærin. 31. mars 2018 13:18 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fer vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
„Í dag grátbiðjum við um frið um allan heim og byrjum áhinu ástkæra Sýrlandi sem þjáðst hefur lengi og þar sem fólk er dauðþreytt á því sem virðist vera endalaust stríð,“ sagði Frans páfi í sérstöku hátíðarávarpi sínu í tilefni páska. Þá biðlaði hann einnig til Guðs að græða sár í Suður Súdan og Lýðveldinu Kongó og hvatti til samræðna á Kóreuskaga. Frans páfi hefur frá upphafi ferils síns fordæmt átökin í Sýrlandi. BBC greinir frá. Páfinn ávarpaði tugi þúsunda manna af svölum basilíkunnar við Sankti-Péturstorgi í Vatíkaninu í dag þar sem öryggisgæsla var verulega hert. Allir þeir sem hugðust hlýða á páfann þurftu að fara í gegnum málmleitartæki og þá var einnig leitað í töskum allra sem fóru inn á torgið. Frans páfi sagðist í ávarpi sínu vona að „ljós hins upprisna Jesú Krists lýsi á samvisku allra stjórnmála- og hernaðarleiðtoga svo að skjótur endir fáist á blóðbaðinu sem hefur átt sér stað og að mannréttindalög verði virt“. Þá sagðist hann einnig vonast eftir því að ráðstafanir verði gerðar til þess að auðvelda aðgengi að aðstoð. Páfinn hefur lengi talað fyrir réttindum þeirra sem flúið hafa heimili sín. „Megi samhugur ríkja meðal allra þeirra sem neyðst hafa til þess að fara frá heimalöndum sínum og skorta lífsnauðsynjar,“ sagði páfinn í dag. Hann sagði einnig að heimurinn mætti ekki gleyma fórnarlömbum átaka, sérstaklega börnum. Þá hvatti hann einnig til sátta í Ísrael eftir að sextán palestínskir mótmælendur létu lífið og fjórtán hundrað særðust í einni blóðugustu árás á mótmælendur á Gaza-svæðinu á síðari árum.
Palestína Páfagarður Sýrland Tengdar fréttir Þjóðarsorg í Palestínu Þá hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallað eftir óháðri rannsókn vegna dauðsfallanna í blóðugum átökum við landamærin. 31. mars 2018 13:18 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fer vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Þjóðarsorg í Palestínu Þá hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallað eftir óháðri rannsókn vegna dauðsfallanna í blóðugum átökum við landamærin. 31. mars 2018 13:18