Vill að herinn standi vörð við landamærin Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2018 18:03 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að her ríkisins standi vörð á landamærunum við Mexíkó þar til fyrirhugaður veggur hans hefur verið byggður. Þetta sagði Trump í hádegisverði með leiðtogum Eystrasaltsríkjanna í dag og sagðist hann þegar hafa rætt þetta við Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. „Við ætlum að vernda landamæri okkar með hernum,“ sagði Trump og talaði hann um að „stórt skref“ væri að ræða samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.„Við getum ekki leyft fólki að flæða ólöglega inn í landið okkar, þar sem þau hverfa, og jafnvel, mæta ekki fyrir dóm.“ Trump hefur áður stungið upp á því að „stóri fallegi“ veggurinn verði byggður með fjármunum Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna og sagt það vera mikilvægt fyrir öryggi þjóðarinnar.Reiður yfir hægagangi Forsetinn skrifaði í síðasta mánuði undir fjárlagafrumvarp sem hann gagnrýndi harðlega vegna þess að ekki væri nægjanlegt fé sett til hliðar vegna byggingar veggjarins, sem hann sagði upprunalega að Mexíkó ætti að borga. Þar að auki bárust fregnir af því um helgina að Trump hefði fengið verður af því að hans helstu stuðningsmenn þættu hann ekki taka nógu hart á málefnum innflytjenda. Þá hefur hann tíst ítrekað á undanförnum dögum um „bílalestir“ fólks sem sé á leið frá Hondúras og ætli sér að komast til Bandaríkjanna með ólöglegum hætt. Þar að auki hefur hann gagnrýnt þingið, og þá sérstaklega Demókrata, fyrir að leyfa það sem hann kallar „opin landamæri, fíkniefni og glæpi“. Það er þrátt fyrir að Repúblikanar stjórni báðum deildum þingsins og hafi gert síðan í byrjun árs 2015. Um ellefu hundruð manns voru á ferð frá Hondúras og á leið til Bandaríkjanna en þau voru stöðvuð í Mexíkó. Trump segir það hafa verið gert að hans beiðni. Forsetinn gagnrýndi yfirvöld Mexíkó á Twitter um helgina sagði þá gera lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir að ólöglegir innflytjendur næðu til Bandaríkjanna. Tíst forsetans virtist byggja á umfjöllun sem hann sá á Fox.Sjá einnig: Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Utanríkisráðherra Mexíkó svaraði þó og sagði ríkin hafa átt í löngu og vel heppnuðu samstarfi og að staðreyndir sýndu fram á það. „Ónákvæm frétt ætti ekki grafa undan þessu samstarfi. Það að halda uppi virðingu manna og réttindum stangast ekki á við lög. Gleðilega páska.“Trump gagnrýndi einnig Obama fyrir að gera breytingar sem hafi í raun „fellt niður landamærin“ en Trump tók þó ekki fram hvaða breytingar það eiga að vera.Vilja kvóta á dómaraMeðal aðgerða sem ríkisstjórn Trump vinnur nú að er að binda enda á lög sem tryggja ólögráða innflytjendum sem séu á ferð án forráðamanna vernd frá brottvísun. Sömuleiðis er ríkisstjórnin að reyna að breyta lögum svo ekki verði að færa börn sem gómuð séu við landamæri Bandaríkjanna í hendur forráðamanna og/eða ættingja sem þegar séu í Bandaríkjunum. Embættismenn segja að þau börn mæti sjaldan fyrir dómara þegar ákvörðun sé tekin um veru þerra í Bandaríkjunum. Þar að auki er Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að vinna að því að setja kvóta á dómara til að hraða á brottvísunum innflytjenda og létta á dómskerfinu. Samkvæmt frétt NPR verður dómurum gert að ljúka minnst 700 málum á ári og sömuleiðis má ekki snúa við meira en fimmtán prósentum ákvarðana þeirra með áfrýjunum.Nærri því 700 dómsmál innflytjenda bíða úrskurðar. Samtök bæði dómara og lögfræðinga hafa þó mótmælt þeim ætlunum og segja að þær muni draga úr sjálfstæði dómara og grafa undan réttindum innflytjenda. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að her ríkisins standi vörð á landamærunum við Mexíkó þar til fyrirhugaður veggur hans hefur verið byggður. Þetta sagði Trump í hádegisverði með leiðtogum Eystrasaltsríkjanna í dag og sagðist hann þegar hafa rætt þetta við Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. „Við ætlum að vernda landamæri okkar með hernum,“ sagði Trump og talaði hann um að „stórt skref“ væri að ræða samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.„Við getum ekki leyft fólki að flæða ólöglega inn í landið okkar, þar sem þau hverfa, og jafnvel, mæta ekki fyrir dóm.“ Trump hefur áður stungið upp á því að „stóri fallegi“ veggurinn verði byggður með fjármunum Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna og sagt það vera mikilvægt fyrir öryggi þjóðarinnar.Reiður yfir hægagangi Forsetinn skrifaði í síðasta mánuði undir fjárlagafrumvarp sem hann gagnrýndi harðlega vegna þess að ekki væri nægjanlegt fé sett til hliðar vegna byggingar veggjarins, sem hann sagði upprunalega að Mexíkó ætti að borga. Þar að auki bárust fregnir af því um helgina að Trump hefði fengið verður af því að hans helstu stuðningsmenn þættu hann ekki taka nógu hart á málefnum innflytjenda. Þá hefur hann tíst ítrekað á undanförnum dögum um „bílalestir“ fólks sem sé á leið frá Hondúras og ætli sér að komast til Bandaríkjanna með ólöglegum hætt. Þar að auki hefur hann gagnrýnt þingið, og þá sérstaklega Demókrata, fyrir að leyfa það sem hann kallar „opin landamæri, fíkniefni og glæpi“. Það er þrátt fyrir að Repúblikanar stjórni báðum deildum þingsins og hafi gert síðan í byrjun árs 2015. Um ellefu hundruð manns voru á ferð frá Hondúras og á leið til Bandaríkjanna en þau voru stöðvuð í Mexíkó. Trump segir það hafa verið gert að hans beiðni. Forsetinn gagnrýndi yfirvöld Mexíkó á Twitter um helgina sagði þá gera lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir að ólöglegir innflytjendur næðu til Bandaríkjanna. Tíst forsetans virtist byggja á umfjöllun sem hann sá á Fox.Sjá einnig: Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Utanríkisráðherra Mexíkó svaraði þó og sagði ríkin hafa átt í löngu og vel heppnuðu samstarfi og að staðreyndir sýndu fram á það. „Ónákvæm frétt ætti ekki grafa undan þessu samstarfi. Það að halda uppi virðingu manna og réttindum stangast ekki á við lög. Gleðilega páska.“Trump gagnrýndi einnig Obama fyrir að gera breytingar sem hafi í raun „fellt niður landamærin“ en Trump tók þó ekki fram hvaða breytingar það eiga að vera.Vilja kvóta á dómaraMeðal aðgerða sem ríkisstjórn Trump vinnur nú að er að binda enda á lög sem tryggja ólögráða innflytjendum sem séu á ferð án forráðamanna vernd frá brottvísun. Sömuleiðis er ríkisstjórnin að reyna að breyta lögum svo ekki verði að færa börn sem gómuð séu við landamæri Bandaríkjanna í hendur forráðamanna og/eða ættingja sem þegar séu í Bandaríkjunum. Embættismenn segja að þau börn mæti sjaldan fyrir dómara þegar ákvörðun sé tekin um veru þerra í Bandaríkjunum. Þar að auki er Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að vinna að því að setja kvóta á dómara til að hraða á brottvísunum innflytjenda og létta á dómskerfinu. Samkvæmt frétt NPR verður dómurum gert að ljúka minnst 700 málum á ári og sömuleiðis má ekki snúa við meira en fimmtán prósentum ákvarðana þeirra með áfrýjunum.Nærri því 700 dómsmál innflytjenda bíða úrskurðar. Samtök bæði dómara og lögfræðinga hafa þó mótmælt þeim ætlunum og segja að þær muni draga úr sjálfstæði dómara og grafa undan réttindum innflytjenda.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent