Ullaði á gagnrýnanda með barnið sitt Benedikt Bóas skrifar 6. apríl 2018 05:58 Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir var ósátt við gagnrýni Fréttablaðsins um leikverk hennar og ullaði framan í gagnrýnandann. Eitt sinn móðgaði John Lennon bresku þjóðina með sama háttalagi. Vísir/VIlhelm „Ljósið í myrkrinu var að ég náði að ulla á konuna án þess að fimm ára sonur minn tæki eftir því,“ segir Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, teiknari, tónlistarkona í FM Belfast og leikskáld, á Twitter-síðu sinni en hún á þar við Sigríði Jónsdóttur, leikhúsgagnrýnanda Fréttablaðsins.Sigríður dæmdi verkið Lóaboratoríum og gaf því tvær stjörnur. Þetta var fyrsta verk Lóu sem sýnt var á sviði og bendir gagnrýnandi blaðsins á að leikskáld spretta sjaldnast fram fullsköpuð og að Lóa hefði þurft meiri stuðning í ferlinu. „Allur efniviðurinn er til staðar þannig að úr verði hnyttin ádeila um líf samtímakvenna sem væri svo sannarlega velkomið og þarft um þessar mundir. En húsið stendur á veikum grunni og umgjörðin heldur ekki. Íslensk leikritun dafnar ekki fyrr en skapað er umhverfi þar sem ungir höfundar geta þrifist, lært og skapað með stuðningi frá fagfólki,“ segir meðal annars í dómi Sigríðar.Sjá einnig: Gamansemi dugar ekki alltaf til Lóa var greinilega ekki tilbúin að meðtaka dóminn og segir enn fremur á Twitter-síðu sinni að sér hafi fundist Sigríður hafa skitið yfir verkið. Reyndar virðist Lóa hafa verið óheppin með fólk sem hún hitti þennan dag. Hún bendir á að sama dag hafi hún hitt mann sem skuldar henni þriggja mánaða laun en sá hafi setti fyrirtæki sitt í gjaldþrot. Þá hafi hún fengið póst frá lögfræðingi um að mögulega fái hún aðeins 30 prósent af launum sínum fyrir vinnuna á Airwaves-hátíðinni í fyrra. „En bara kannski,“ segir hún og bætir við að hún hafi sleppt því að ulla á kallinn sem skuldaði henni launin því hann hafi verið að leiða barnÍ gær: 1. Sá þann sem skuldar mér 3 mán. af launum en setti fyrirtækið sitt í gjaldþrot. 2. Sá konuna sem skeit yfir leikritið mitt í Fbl. 3. Fékk email frá lögfr. um að við fáum kannski 30% af laununum okkar f. airwaves '17 en bara kannski. #turdcup2018— Lóa (@Loahlin) April 5, 2018 Ljósið í myrkrinu var að ég náði að ulla á konuna án þess að fimm ára sonur minn tæki eftir því.— Lóa (@Loahlin) April 5, 2018 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gamansemi dugar ekki alltaf til Nokkur spaugileg atriði duga ekki til að skapa heila sýningu. 30. janúar 2018 09:45 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
„Ljósið í myrkrinu var að ég náði að ulla á konuna án þess að fimm ára sonur minn tæki eftir því,“ segir Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, teiknari, tónlistarkona í FM Belfast og leikskáld, á Twitter-síðu sinni en hún á þar við Sigríði Jónsdóttur, leikhúsgagnrýnanda Fréttablaðsins.Sigríður dæmdi verkið Lóaboratoríum og gaf því tvær stjörnur. Þetta var fyrsta verk Lóu sem sýnt var á sviði og bendir gagnrýnandi blaðsins á að leikskáld spretta sjaldnast fram fullsköpuð og að Lóa hefði þurft meiri stuðning í ferlinu. „Allur efniviðurinn er til staðar þannig að úr verði hnyttin ádeila um líf samtímakvenna sem væri svo sannarlega velkomið og þarft um þessar mundir. En húsið stendur á veikum grunni og umgjörðin heldur ekki. Íslensk leikritun dafnar ekki fyrr en skapað er umhverfi þar sem ungir höfundar geta þrifist, lært og skapað með stuðningi frá fagfólki,“ segir meðal annars í dómi Sigríðar.Sjá einnig: Gamansemi dugar ekki alltaf til Lóa var greinilega ekki tilbúin að meðtaka dóminn og segir enn fremur á Twitter-síðu sinni að sér hafi fundist Sigríður hafa skitið yfir verkið. Reyndar virðist Lóa hafa verið óheppin með fólk sem hún hitti þennan dag. Hún bendir á að sama dag hafi hún hitt mann sem skuldar henni þriggja mánaða laun en sá hafi setti fyrirtæki sitt í gjaldþrot. Þá hafi hún fengið póst frá lögfræðingi um að mögulega fái hún aðeins 30 prósent af launum sínum fyrir vinnuna á Airwaves-hátíðinni í fyrra. „En bara kannski,“ segir hún og bætir við að hún hafi sleppt því að ulla á kallinn sem skuldaði henni launin því hann hafi verið að leiða barnÍ gær: 1. Sá þann sem skuldar mér 3 mán. af launum en setti fyrirtækið sitt í gjaldþrot. 2. Sá konuna sem skeit yfir leikritið mitt í Fbl. 3. Fékk email frá lögfr. um að við fáum kannski 30% af laununum okkar f. airwaves '17 en bara kannski. #turdcup2018— Lóa (@Loahlin) April 5, 2018 Ljósið í myrkrinu var að ég náði að ulla á konuna án þess að fimm ára sonur minn tæki eftir því.— Lóa (@Loahlin) April 5, 2018
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gamansemi dugar ekki alltaf til Nokkur spaugileg atriði duga ekki til að skapa heila sýningu. 30. janúar 2018 09:45 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Gamansemi dugar ekki alltaf til Nokkur spaugileg atriði duga ekki til að skapa heila sýningu. 30. janúar 2018 09:45