Upphitun fyrir Barein: Slagurinn í eyðimörkinni Bragi Þórðarson skrifar 6. apríl 2018 22:00 Lewis Hamilton á brautinni í Barein. Vísir/Getty Önnur umferðin í Formúlu 1 fer fram í konungsveldinu Barein núna um helgina. Þetta verður í 14. skiptið sem að Formúlu 1 kappakstur verður haldinn á Barein-brautinni sem er 5,4 km að lengd, sem gerir hana að einni lengstu braut mótsins. Sebastian Vettel á Ferrari stóð uppi sem sigurvegari í fyrstu umferðinni í Ástralíu fyrir tveimur vikum og annar varð helsti keppinautur hans Lewis Hamilton á Mercedes. Báðir þessir ökumenn eru að berjast um sinn fimmta titil í íþróttinni og er því alveg ljóst að slagurinn verður harður milli þeirra um helgina. Þó að það hafi verið Ferrari sem náði sigri í Ástralíu er greinilegt að ítalski bílaframleiðandinn er aðeins á eftir Mercedes í ár hvað hraða varðar. Það voru einföld reiknimistök sem urðu þýska liðinu að falli fyrir tveimur vikum en Lewis Hamilton var fljótari en Vettel í Melbourne. Ferrari mun þó koma bjartsýnt til leiks um helgina þar sem ekkert lið hefur unnið oftar í Barein heldur en ítalska liðið og Vettel hefur þar af auki náð þremur sigrum í eyðimörkinni. Nokkrar smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á brautinni fyrir kappaksturinn um helgina. Þar má helst nefna að DRS svæðið á ráskaflanum hefur verið lengt um 100 metra frá því í fyrra til þess að auka líkurnar á framúrakstri. Á DRS svæðum geta ökumenn opnað afturvæng bílsins sem minnkar loftmótstöðu sem gerir þeim auðvaldara fyrir að taka framúr. Brautin í Barein er mjög krefjandi bæði fyrir ökumenn og bíla. Margar tæknilegar beygjur og hröðunarsvæði reyna gríðarlega á afturdekk bílana og hitinn í eyðimörkinni kann að verða bæði ökumönnum og vélbúnaði erfiður. Æfingar, tímatökur og að sjálfsögðu kappaksturinn sjálfur verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Formúla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Önnur umferðin í Formúlu 1 fer fram í konungsveldinu Barein núna um helgina. Þetta verður í 14. skiptið sem að Formúlu 1 kappakstur verður haldinn á Barein-brautinni sem er 5,4 km að lengd, sem gerir hana að einni lengstu braut mótsins. Sebastian Vettel á Ferrari stóð uppi sem sigurvegari í fyrstu umferðinni í Ástralíu fyrir tveimur vikum og annar varð helsti keppinautur hans Lewis Hamilton á Mercedes. Báðir þessir ökumenn eru að berjast um sinn fimmta titil í íþróttinni og er því alveg ljóst að slagurinn verður harður milli þeirra um helgina. Þó að það hafi verið Ferrari sem náði sigri í Ástralíu er greinilegt að ítalski bílaframleiðandinn er aðeins á eftir Mercedes í ár hvað hraða varðar. Það voru einföld reiknimistök sem urðu þýska liðinu að falli fyrir tveimur vikum en Lewis Hamilton var fljótari en Vettel í Melbourne. Ferrari mun þó koma bjartsýnt til leiks um helgina þar sem ekkert lið hefur unnið oftar í Barein heldur en ítalska liðið og Vettel hefur þar af auki náð þremur sigrum í eyðimörkinni. Nokkrar smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á brautinni fyrir kappaksturinn um helgina. Þar má helst nefna að DRS svæðið á ráskaflanum hefur verið lengt um 100 metra frá því í fyrra til þess að auka líkurnar á framúrakstri. Á DRS svæðum geta ökumenn opnað afturvæng bílsins sem minnkar loftmótstöðu sem gerir þeim auðvaldara fyrir að taka framúr. Brautin í Barein er mjög krefjandi bæði fyrir ökumenn og bíla. Margar tæknilegar beygjur og hröðunarsvæði reyna gríðarlega á afturdekk bílana og hitinn í eyðimörkinni kann að verða bæði ökumönnum og vélbúnaði erfiður. Æfingar, tímatökur og að sjálfsögðu kappaksturinn sjálfur verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina.
Formúla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira