Congratulations to my girl @iamcardib, new baby on the way!You looked stunning tonight in custom Siriano on @nbcsnl it was an honor. #cardib pic.twitter.com/8UXiknQUJj
— Christian Siriano (@CSiriano) April 8, 2018
Með því að tilkynna óléttuna í beinni útsendingu í sjónvarpi fylgir Cardi B í fótspor Beyoncé sem „frumsýndi“ kúluna sína í beinni á Grammy verðlaununum. Cardi B er 25 ára gömul og þetta er hennar fyrsta barn en unnustinn á þrjú börn fyrir frá fyrri samböndum. Á fimmtudaginn kom út fyrsta plata Cardi B, Invasion of Privacy.
Eftir flutning sinn í Saturday Night Live fagnaði rapparinn innilega baksviðs með sínu fólki. Í myndbandi sem birtist á Instagram heyrðist hún segja „Ég er loksins frjáls“ en hún hefur verið óvenju lítið í sviðsljósinu síðustu mánuði.
Strippari sem fór á topp Billboard listans
Saga Cardi B er frekar einstök en hún skráði nafn sitt í sögubækur tónlistarinnar á síðasta ári þegar hún varð fyrsti kvenkyns rapparinn til að toppa bandaríska Billboard-vinsældalistann síðan Lauryn Hill var á toppnum árið 1998. Cardi hirti þá toppsætið af Taylor Swift með lagi sínu Bodak Yellow en Swift hafði verið á toppnum í þrjár vikur.Cardi B var skýrð Belcalis Almanzar og fæddist í New York. Hún ólst upp í Bronx hverfinu en sögu hennar hefur oft verið lýst við öskubuskuævintýri. Hún kom sér út úr ofbeldissambandi með því að strippa 19 ára gömul og safna þannig nægilega miklu til að geta farið. Cardi B hefur talað um að vinnan á strippklúbbnum hafi bjargað lífi sínu.
Hún hætti að strippa 22 ára gömul, þá var hún komin með nægilega miklar tekjur af samfélagsmiðlum sínum. Í kjölfarið ákvað hún að láta draum sinn rætast og verða tónlistarmaður.
Hér fyrir neðan má sjá flutning rapparans í þættinum í gær.
Aye #BabyBardi is on the way! Congrats are in order to our sis @iamcardib
(via @GIPHY) pic.twitter.com/WmWn3b6KA3
— BET (@BET) April 8, 2018