Segir að bjarga þurfi stórmerkilegri stúku Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 31. mars 2018 20:30 Í vikunni fór blaðamaður Vísis á stúfana og skoðaði hin ýmsu skúmaskot Laugardalsstúkunnar. Fann hann til að mynda orgel og leirtau - og komst að því að stúkan er í mjög slæmu ásigkomulagi. Í stúkunni var oft líf og fjör fyrir 40-50 árum þegar fólk safnaðist saman á kappleikjum og á sjómannadaginn til að mynda. Fyrir nokkrum árum var vinsælt að fara í sólbað á tröppunum en í dag er stranglega bannað að fara upp í stúkuna, enda mikil slysahætta á ferðum þar sem tröppurnar eru farnar að molna. Einar Sveinsson, húsameistari Reykjavíkurborgar, teiknaði laugina og stúkuna sem voru tekin í notkun árið 1966. Stúkan tekur 2.600 manns í sæti. Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun, segir stúkuna bera þess vitni að sund á þessum árum hafi verið vinsæl íþrótt til að fylgjast með. „Þetta átti að vera íþróttamannvirki á heimmælikvarða, hannað til að hægt yrði að halda alþjóðleg sundmót. Metnaðurinn var að Laugardalur yrði háborg íslenskrar íþróttamenningar.Pétur Ármannson er afar hrifinn af arkitektúrnum og vonar að stúkan verði ekki látin grotna niður.visir/sigurjónBurðarþolsmeistaraverk Pétur segir arkitektúrinn stórmerkilegan sem beri sterk höfundaeinkenni Einars Sveinssonar, sem hafði mikla þekkingu á burðarþolsfræði, og bendir því til vitnis á fínlegar súlur og bita sem bera uppi óvenju létt og svífandi þakið. „Sem minnir á þjón berandi bakka á veitingahúsi. Ótrúlega falleg konstrúksjón.“ Í svari frá Reykjavíkurborg segir að á jarðhæðinni sé aðstaða fyrir starfsmenn og sjórnstöð Orkuveitunnar. Rýmin á efri hæð hafi verið nýtt sem geymslur í gegnum tíðina. Viðhald hafi verið lítið sem ekkert síðustu ár enda hafi viðhaldsfé verið varið í mannvirki sem séu í fullri notkun. Pétur segir mikilvægt að sinna viðhaldi enda margfaldist tjónið hratt þegar skemmdir eru orðnar svo miklar. „Þetta er bygging sem enginn myndi vilja sjá að hyrfi héðan. Þetta er eitt af kennileitum hverfisins.“ Ýmsar hugmyndir hafa heyrst um notagildi stúkunnar, hafa líkamsræktarstöð á neðri hæðinni. Kaffihús, ölstofu, leiksvæði og verslanir í litlum rýmum á efri hæðinni. „Og svo er aftur með pallana,“ segir Pétur. „Það er erfiðara að finna þeim hlutverk. Kannski mætti vera þarna sólarsellur eða sólarorkuver, mér dettur það svona í hug.“ Reykjavík Sundlaugar Tengdar fréttir Leyndardómar Laugardalsstúku Í stúkunni við Laugardalslaug er að finna dularfull skúmaskot og leyndardómsfulla hluti. 27. mars 2018 09:15 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Í vikunni fór blaðamaður Vísis á stúfana og skoðaði hin ýmsu skúmaskot Laugardalsstúkunnar. Fann hann til að mynda orgel og leirtau - og komst að því að stúkan er í mjög slæmu ásigkomulagi. Í stúkunni var oft líf og fjör fyrir 40-50 árum þegar fólk safnaðist saman á kappleikjum og á sjómannadaginn til að mynda. Fyrir nokkrum árum var vinsælt að fara í sólbað á tröppunum en í dag er stranglega bannað að fara upp í stúkuna, enda mikil slysahætta á ferðum þar sem tröppurnar eru farnar að molna. Einar Sveinsson, húsameistari Reykjavíkurborgar, teiknaði laugina og stúkuna sem voru tekin í notkun árið 1966. Stúkan tekur 2.600 manns í sæti. Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun, segir stúkuna bera þess vitni að sund á þessum árum hafi verið vinsæl íþrótt til að fylgjast með. „Þetta átti að vera íþróttamannvirki á heimmælikvarða, hannað til að hægt yrði að halda alþjóðleg sundmót. Metnaðurinn var að Laugardalur yrði háborg íslenskrar íþróttamenningar.Pétur Ármannson er afar hrifinn af arkitektúrnum og vonar að stúkan verði ekki látin grotna niður.visir/sigurjónBurðarþolsmeistaraverk Pétur segir arkitektúrinn stórmerkilegan sem beri sterk höfundaeinkenni Einars Sveinssonar, sem hafði mikla þekkingu á burðarþolsfræði, og bendir því til vitnis á fínlegar súlur og bita sem bera uppi óvenju létt og svífandi þakið. „Sem minnir á þjón berandi bakka á veitingahúsi. Ótrúlega falleg konstrúksjón.“ Í svari frá Reykjavíkurborg segir að á jarðhæðinni sé aðstaða fyrir starfsmenn og sjórnstöð Orkuveitunnar. Rýmin á efri hæð hafi verið nýtt sem geymslur í gegnum tíðina. Viðhald hafi verið lítið sem ekkert síðustu ár enda hafi viðhaldsfé verið varið í mannvirki sem séu í fullri notkun. Pétur segir mikilvægt að sinna viðhaldi enda margfaldist tjónið hratt þegar skemmdir eru orðnar svo miklar. „Þetta er bygging sem enginn myndi vilja sjá að hyrfi héðan. Þetta er eitt af kennileitum hverfisins.“ Ýmsar hugmyndir hafa heyrst um notagildi stúkunnar, hafa líkamsræktarstöð á neðri hæðinni. Kaffihús, ölstofu, leiksvæði og verslanir í litlum rýmum á efri hæðinni. „Og svo er aftur með pallana,“ segir Pétur. „Það er erfiðara að finna þeim hlutverk. Kannski mætti vera þarna sólarsellur eða sólarorkuver, mér dettur það svona í hug.“
Reykjavík Sundlaugar Tengdar fréttir Leyndardómar Laugardalsstúku Í stúkunni við Laugardalslaug er að finna dularfull skúmaskot og leyndardómsfulla hluti. 27. mars 2018 09:15 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Leyndardómar Laugardalsstúku Í stúkunni við Laugardalslaug er að finna dularfull skúmaskot og leyndardómsfulla hluti. 27. mars 2018 09:15