Fyrirliði kvaddur Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 21. mars 2018 07:00 Nýlega fylgdi ég merkri konu til grafar. Hún hét María Hildur Guðmundsdóttir og var fædd árið 1925. Hún átti mörg systkini en faðir þeirra var jarðsettur á níu ára afmælisdegi Maríu og upp frá því bjó fjölskyldan við lítil efni. Móðirin, Rannveig Majasdóttir, glímdi við heilsuleysi en tókst með mikilli þrautseigju að koma börnum sínum til manns. Það þótti t.d. mikið lán þegar fjölskyldan fékk „offiserabragga“ í Kamp Knox sem var bjartur og hlýr. Sem barn og unglingur æfði María fimleika með fimleikaflokki Ármanns og sýndi með flokknum bæði í Reykjavík og úti á landi og þegar seinni heimsstyrjöldinni lauk var haldið í sýningarferðir til útlanda. María æfði auk þess handbolta frá unga aldri með KR og varð bikarmeistari í handbolta utanhúss árið 1959, 34 ára gömul. Hún var fyrsti fyrirliði kvennalandsliðsins í handbolta og fyrsta landsleikinn léku þær í Ósló þann 19. júní árið 1956 og töpuðu 10-7. Má finna magnaða lýsingu í Morgunblaðinu frá þessum fyrsta leik þar sem m.a. er greint frá því þegar ein handknattleiksstúlkan gekk fram í íslenska búningnum eftir að þjóðsöngvarnir höfðu verið fluttir og afhenti norska fyrirliðanum fagran blómvönd. Lífshlaup Maríu er merkilegt en það sem gladdi mig ekki síst þegar ég hóf að setja saman minningarorðin um hana var sú staðreynd að þegar hún var að alast upp á kreppuárunum var þátttaka í íþróttum ekki bundin fjárhag fjölskyldunnar. Þessi unga íþróttakona fékk tækifæri til að æfa fimleika og handbolta og fara utan þrátt fyrir að búa í braggahverfi sem barn einstæðrar móður. Það má aldrei verða þannig á Íslandi að börn hafi ekki efni á að iðka íþróttir. Börnin okkar eiga að lifa við jöfn tækifæri á því sviði sem öðrum. Áfram Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Nýlega fylgdi ég merkri konu til grafar. Hún hét María Hildur Guðmundsdóttir og var fædd árið 1925. Hún átti mörg systkini en faðir þeirra var jarðsettur á níu ára afmælisdegi Maríu og upp frá því bjó fjölskyldan við lítil efni. Móðirin, Rannveig Majasdóttir, glímdi við heilsuleysi en tókst með mikilli þrautseigju að koma börnum sínum til manns. Það þótti t.d. mikið lán þegar fjölskyldan fékk „offiserabragga“ í Kamp Knox sem var bjartur og hlýr. Sem barn og unglingur æfði María fimleika með fimleikaflokki Ármanns og sýndi með flokknum bæði í Reykjavík og úti á landi og þegar seinni heimsstyrjöldinni lauk var haldið í sýningarferðir til útlanda. María æfði auk þess handbolta frá unga aldri með KR og varð bikarmeistari í handbolta utanhúss árið 1959, 34 ára gömul. Hún var fyrsti fyrirliði kvennalandsliðsins í handbolta og fyrsta landsleikinn léku þær í Ósló þann 19. júní árið 1956 og töpuðu 10-7. Má finna magnaða lýsingu í Morgunblaðinu frá þessum fyrsta leik þar sem m.a. er greint frá því þegar ein handknattleiksstúlkan gekk fram í íslenska búningnum eftir að þjóðsöngvarnir höfðu verið fluttir og afhenti norska fyrirliðanum fagran blómvönd. Lífshlaup Maríu er merkilegt en það sem gladdi mig ekki síst þegar ég hóf að setja saman minningarorðin um hana var sú staðreynd að þegar hún var að alast upp á kreppuárunum var þátttaka í íþróttum ekki bundin fjárhag fjölskyldunnar. Þessi unga íþróttakona fékk tækifæri til að æfa fimleika og handbolta og fara utan þrátt fyrir að búa í braggahverfi sem barn einstæðrar móður. Það má aldrei verða þannig á Íslandi að börn hafi ekki efni á að iðka íþróttir. Börnin okkar eiga að lifa við jöfn tækifæri á því sviði sem öðrum. Áfram Ísland.
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun