Skuldbinding Magnús Guðmundsson skrifar 21. mars 2018 07:00 Síðastliðinn mánudag komu saman fulltrúar allra flokka á Alþingi og undirrituðu yfirlýsingu sem skuldbindur þá til þess að gerast talsmenn barna innan þingsins. Viðstödd voru fulltrúar ungmennaráða Barnaheilla og UNICEF á Íslandi auk ráðgjafahóps umboðsmanns barna. Vonandi má treysta því að þingmennirnir taki hlutverkið alvarlega og að flokkssystkini þeirra geri slíkt hið sama, enda fylgir því mikil ábyrgð að gæta réttinda barna í hörðum heimi. Það er þó ágætt að hafa í huga að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var undirritaður af Íslands hálfu 1990, fullgiltur rúmum tveimur árum síðar og loks lögfestur árið 2013. Á forsíðu Fréttablaðsins daginn eftir var svo greint frá því að brotið er á börnum sem hingað leita á flótta. Hér er þó búið að lögfesta Barnasáttmálann og koma á nýjum útlendingalögum sem ættu að koma í veg fyrir þetta en engu að síður er framkvæmdin ekki í samræmi við lög. Það kemur því miður ekkert sérstaklega á óvart að UNICEF þurfi að kalla eftir viðhorfsbreytingu innan kerfisins en að auki þá hljótum við að skoða hvort víðar sé pottur brotinn í réttindum barna á Íslandi. Það er nöturleg staðreynd að á Íslandi búa þúsundir barna við fátækt og með því eru mannréttindi þeirra brotin á hverjum degi, vegna þess að stjórnvöldum er ekki heimilt að mismuna þeim eftir stöðu þeirra og foreldra þeirra. Á þeim er brotinn rétturinn til þess að lifa og þroskast, njóta menntunar, heilsuverndar, hvíldar og tómstunda sem dregur verulega úr tækifærum þeirra til þess að taka þátt í samfélaginu og eiga innihaldsríkt líf. Allt þetta kemur fram á heimasíðu Barnaheilla sem lengi hafa barist fyrir því að standa vörð um velferð og hag barna í samræmi við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fátækt og þau mannréttindabrot sem af henni leiða eru tæpast fréttir í huga þeirra sem skuldbundu sig til þess á mánudaginn að gerast talsmenn barna á Alþingi. Ástæðan fyrir fátækt barnanna er fátækt foreldranna sem orsakast af gegndarlausri misskiptingu í íslensku samfélagi. Þessi misskipting birtist t.d. greinilega í muninum á lægstu laununum annars vegar og launum og sporslum til þingmanna hins vegar. En þrátt fyrir fátæk börn er pólitískur ómöguleiki að hækka lægstu launin upp í mannsæmandi kjör á sama tíma og laun þingmanna hafa verið hækkuð upp í Norðurlandamet og laun þeirra sem það ákváðu svo hækkuð hraustlega í framhaldinu. Þingmennirnir átta sem eru nú talsmenn barna á Alþingi tókust það verkefni á hendur að breyta þessu og útrýma fátækt í íslensku samfélagi vegna þess að börn eru alls staðar. Þau eru börn láglaunafólks, atvinnulausra, öryrkja og á stundum undir forsjá lífeyrisþega og öll eiga þau rétt á að búa ekki við fátækt. Rétt á að búa ekki við gegndarlausa misskiptingu þar sem til þess er ætlast af foreldrum þeirra og forsjáraðilum að þeir tryggi stöðugleika samfélags sem brýtur mannréttindi þeirra. Samfélags sem telur sig ekki hafa efni á mannréttindum barna nema á tyllidögum eða fyrir framan sjónvarpsmyndavélar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn mánudag komu saman fulltrúar allra flokka á Alþingi og undirrituðu yfirlýsingu sem skuldbindur þá til þess að gerast talsmenn barna innan þingsins. Viðstödd voru fulltrúar ungmennaráða Barnaheilla og UNICEF á Íslandi auk ráðgjafahóps umboðsmanns barna. Vonandi má treysta því að þingmennirnir taki hlutverkið alvarlega og að flokkssystkini þeirra geri slíkt hið sama, enda fylgir því mikil ábyrgð að gæta réttinda barna í hörðum heimi. Það er þó ágætt að hafa í huga að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var undirritaður af Íslands hálfu 1990, fullgiltur rúmum tveimur árum síðar og loks lögfestur árið 2013. Á forsíðu Fréttablaðsins daginn eftir var svo greint frá því að brotið er á börnum sem hingað leita á flótta. Hér er þó búið að lögfesta Barnasáttmálann og koma á nýjum útlendingalögum sem ættu að koma í veg fyrir þetta en engu að síður er framkvæmdin ekki í samræmi við lög. Það kemur því miður ekkert sérstaklega á óvart að UNICEF þurfi að kalla eftir viðhorfsbreytingu innan kerfisins en að auki þá hljótum við að skoða hvort víðar sé pottur brotinn í réttindum barna á Íslandi. Það er nöturleg staðreynd að á Íslandi búa þúsundir barna við fátækt og með því eru mannréttindi þeirra brotin á hverjum degi, vegna þess að stjórnvöldum er ekki heimilt að mismuna þeim eftir stöðu þeirra og foreldra þeirra. Á þeim er brotinn rétturinn til þess að lifa og þroskast, njóta menntunar, heilsuverndar, hvíldar og tómstunda sem dregur verulega úr tækifærum þeirra til þess að taka þátt í samfélaginu og eiga innihaldsríkt líf. Allt þetta kemur fram á heimasíðu Barnaheilla sem lengi hafa barist fyrir því að standa vörð um velferð og hag barna í samræmi við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fátækt og þau mannréttindabrot sem af henni leiða eru tæpast fréttir í huga þeirra sem skuldbundu sig til þess á mánudaginn að gerast talsmenn barna á Alþingi. Ástæðan fyrir fátækt barnanna er fátækt foreldranna sem orsakast af gegndarlausri misskiptingu í íslensku samfélagi. Þessi misskipting birtist t.d. greinilega í muninum á lægstu laununum annars vegar og launum og sporslum til þingmanna hins vegar. En þrátt fyrir fátæk börn er pólitískur ómöguleiki að hækka lægstu launin upp í mannsæmandi kjör á sama tíma og laun þingmanna hafa verið hækkuð upp í Norðurlandamet og laun þeirra sem það ákváðu svo hækkuð hraustlega í framhaldinu. Þingmennirnir átta sem eru nú talsmenn barna á Alþingi tókust það verkefni á hendur að breyta þessu og útrýma fátækt í íslensku samfélagi vegna þess að börn eru alls staðar. Þau eru börn láglaunafólks, atvinnulausra, öryrkja og á stundum undir forsjá lífeyrisþega og öll eiga þau rétt á að búa ekki við fátækt. Rétt á að búa ekki við gegndarlausa misskiptingu þar sem til þess er ætlast af foreldrum þeirra og forsjáraðilum að þeir tryggi stöðugleika samfélags sem brýtur mannréttindi þeirra. Samfélags sem telur sig ekki hafa efni á mannréttindum barna nema á tyllidögum eða fyrir framan sjónvarpsmyndavélar.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun