Lygamælingar styðja frásögn klámmyndaleikkonunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. mars 2018 07:48 Hér má sjá Stormy Daniels þreyta prófið árið 2011. Vísir/Getty Niðurstöður lygamælinga eru sagðar staðfesta frásögn klámyndaleikkonunnar Stormy Daniels um að hún og Bandaríkjaforseti hafi haft samræði árið 2006. Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford, tók lygapróf árið 2011 fyrir viðtal sitt við tímaritið Life & Style. Skömmu áður hafði hún sagt við blaðamann InTouch að hún og Donald Trump hefðu sofið saman árið 2006, einu ári eftir að auðkýfingurinn gekk að eiga eiginkonu sína Melaniu. Donald Trump, sem nú er forseti Bandaríkjanna, hefur ætíð neitað fyrir að hafa átt í sambandi við Daniels. Lögmaður forsetans greiddi klámmyndaleikkonunni 130 þúsund dali, um 13 milljónir króna, skömmu fyrir kosningarnar haustið 2016 sem leikkonan segir að hafi verið hluti af þagnarsamkomulagi sem hún undirritaði um málið. Í upphafi árs sagði hún hins vegar að þetta samkomulag væri ógilt því að í ljósi hafi komið að Trump hafi sjálfur aldrei undirritað það. Því telur Daniels að henni sé frjálst að tjá sig um málið að vild. Lögmenn Bandaríkjaforseta hafa að þessum sökum lögsótt Daniels fyrir að rjúfa samkomulagið og krefja hana um 20 milljónir dala, 2 milljarða króna.Spurð um samræði og þátttöku í Apprentice Sjónvarpsstöðin CBS hefur nú undir höndum fyrrnefnt lygapróf sem klámmyndaleikkonan tók árið 2011. Kerfið byggir á kóða sem hannað var í hinum virta John Hopkins-háskóla og er það talið til marks um trúðverðuleika niðurstaðnanna. Engu að síður eru lygamælingar ýmsum vandkvæðum háðar og því má til að mynda ekki nota þær sem sönnungargögn í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna. Í lygaprófinu er Daniels spurð hvort hún hafi stundað óvarið kynlíf með Donald Trump árið 2006 og hvort hann hafi lofað henni sæti í raunveruleikaþættinum The Apprentice, sem auðkýfingurinn stýrði á þessum árum. Niðurstöður prófsins bentu til þess að hún segði satt um samræði hennar og Trumps. Hins vegar renndu gögnin ekki stoðum undir það að hann hafi lofað henni að taka þátt í raunveruleikaþættinum. Þar að auki skrifaði maðurinn sem framkvæmdi prófið að ekkert benti til þess að Daniels hafi vísvitandi reynt að ljúga að rannsakandanum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump reiður eftir að Sanders viðurkenndi tilvist þagnarsamkomulags Leikkonan höfðaði mál gegn forsetanum í vikunni og segir þagnarsamkomulag þeirra dautt og ómerkt vegna þess að Trump hafi ekki skrifað undir það. 8. mars 2018 22:15 Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17 Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stormy Daniels segir Bandaríkjaforseta aldrei hafa undirritað umtalað þagnarsamkomulag þeirra. 7. mars 2018 06:39 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Niðurstöður lygamælinga eru sagðar staðfesta frásögn klámyndaleikkonunnar Stormy Daniels um að hún og Bandaríkjaforseti hafi haft samræði árið 2006. Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford, tók lygapróf árið 2011 fyrir viðtal sitt við tímaritið Life & Style. Skömmu áður hafði hún sagt við blaðamann InTouch að hún og Donald Trump hefðu sofið saman árið 2006, einu ári eftir að auðkýfingurinn gekk að eiga eiginkonu sína Melaniu. Donald Trump, sem nú er forseti Bandaríkjanna, hefur ætíð neitað fyrir að hafa átt í sambandi við Daniels. Lögmaður forsetans greiddi klámmyndaleikkonunni 130 þúsund dali, um 13 milljónir króna, skömmu fyrir kosningarnar haustið 2016 sem leikkonan segir að hafi verið hluti af þagnarsamkomulagi sem hún undirritaði um málið. Í upphafi árs sagði hún hins vegar að þetta samkomulag væri ógilt því að í ljósi hafi komið að Trump hafi sjálfur aldrei undirritað það. Því telur Daniels að henni sé frjálst að tjá sig um málið að vild. Lögmenn Bandaríkjaforseta hafa að þessum sökum lögsótt Daniels fyrir að rjúfa samkomulagið og krefja hana um 20 milljónir dala, 2 milljarða króna.Spurð um samræði og þátttöku í Apprentice Sjónvarpsstöðin CBS hefur nú undir höndum fyrrnefnt lygapróf sem klámmyndaleikkonan tók árið 2011. Kerfið byggir á kóða sem hannað var í hinum virta John Hopkins-háskóla og er það talið til marks um trúðverðuleika niðurstaðnanna. Engu að síður eru lygamælingar ýmsum vandkvæðum háðar og því má til að mynda ekki nota þær sem sönnungargögn í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna. Í lygaprófinu er Daniels spurð hvort hún hafi stundað óvarið kynlíf með Donald Trump árið 2006 og hvort hann hafi lofað henni sæti í raunveruleikaþættinum The Apprentice, sem auðkýfingurinn stýrði á þessum árum. Niðurstöður prófsins bentu til þess að hún segði satt um samræði hennar og Trumps. Hins vegar renndu gögnin ekki stoðum undir það að hann hafi lofað henni að taka þátt í raunveruleikaþættinum. Þar að auki skrifaði maðurinn sem framkvæmdi prófið að ekkert benti til þess að Daniels hafi vísvitandi reynt að ljúga að rannsakandanum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump reiður eftir að Sanders viðurkenndi tilvist þagnarsamkomulags Leikkonan höfðaði mál gegn forsetanum í vikunni og segir þagnarsamkomulag þeirra dautt og ómerkt vegna þess að Trump hafi ekki skrifað undir það. 8. mars 2018 22:15 Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17 Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stormy Daniels segir Bandaríkjaforseta aldrei hafa undirritað umtalað þagnarsamkomulag þeirra. 7. mars 2018 06:39 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Trump reiður eftir að Sanders viðurkenndi tilvist þagnarsamkomulags Leikkonan höfðaði mál gegn forsetanum í vikunni og segir þagnarsamkomulag þeirra dautt og ómerkt vegna þess að Trump hafi ekki skrifað undir það. 8. mars 2018 22:15
Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17
Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stormy Daniels segir Bandaríkjaforseta aldrei hafa undirritað umtalað þagnarsamkomulag þeirra. 7. mars 2018 06:39