Formúlu 1 upphitun: Hamilton og Vettel vilja komast í sögubækurnar Bragi Þórðarson skrifar 22. mars 2018 12:00 Lewis Hamilton og Sebastian Vettel þekkja kampavínið vel. Vísir/Getty Eftir fjögurra mánaða vetrarhlé hefst Formúla 1 að nýju núna um helgina. Fyrsti kappakstur tímabilsins fer fram í Melbourne í Ástralíu á sunnudaginn. Eins og undanfarin ár munu tíu lið keppa á mótaröðinni sem samanstendur af 21 kappakstri víðsvegar um heiminn. Fáar reglubreytingar voru gerðar fyrir tímabilið eftir dramatísku breytingarnar sem gerðar voru fyrir síðasta tímabil. Þá voru bílarnir breikkaðir og lengdir, hjólbarðarnir breikkaðir og vængirnir stækkaðir. Þar af leiðandi jókst hraði bílanna verulega og sáum við brautarmet falla hvað eftir annað allt síðasta ár. Ein stór breyting hefur þó orðið á útliti bílanna fyrir þetta tímabil með innkomu englabaugsins (e. halo). Honum er ætlað að vernda ökumanninn gegn höfuðáverkum frá t.d. dekkjum og öðrum utanaðkomandi hlutum sem geta lent á bílunum í kappakstri. Það er þó sama spurning sem hangir yfir Formúlunni í ár og hefur verið undanfarin ár - er hægt að stöðva Mercedes og Lewis Hamilton? Mercedes tryggði sér sinn fjórða heimsmeistaratitil bílasmiða á síðasta ári og Bretinn Lewis Hamilton náði einnig sínum fjórða titli en þetta var þriðji titill hans með þýska bílaframleiðandanum. Ljóst er að helsti andstæðingur Mercedes verður Ferrari rétt eins og í fyrra með Þjóðverjann Sebastian Vettel í fararbroddi. Bæði Hamilton og Vettel eru nú með fjóra heimsmeistaratitla hvor en Þjóðverjinn er enn að bíða eftir sínum fyrsta titli með ítalska bílaframleiðandanum eftir að hafa gengið til liðs við Ferrari frá Red Bull árið 2015. Fyrsta beina útsendingin á Stöð 2 Sport þetta tímabilið verður frá æfingu á keppnisbrautinni í Ástralíu klukkan 03.00 aðfaranótt laugardags. Tímataka fer fram síðar um nóttina, klukkan 06.00. Útsending frá kappakstrinum sjálfum hefst klukkan 04.30 aðfaranótt sunnudags. Hér eftir fer kynning á þeim tíu liðum sem munu spreyta sig í sumar í þeirri röð sem þau lentu á síðastliðnu ári. MercedesGettyÖkumenn: Lewis Hamilton og Valtteri BottasVél: MercedesStigafjöldi árið 2017: 668 Mercedes hefur titil að verja og lítur allt út fyrir annað mjög sterkt ár fyrir þýska bílaframleiðandann sem hefur verið algjörlega óstöðvandi síðan nýju V6 túrbínu vélarnar tóku við árið 2014. Lewis Hamilton hefur hvað eftir annað sýnt að hann er einn besti ökumaður heims og er hann nú á höttunum eftir sínum fimmta titli. Valtteri Bottas kom til Mercedes frá Williams í fyrra og náði hann þremur sigrum á sínu fyrsta ári með liðinu, en það er ljóst að hann verður að gera betur til að geta keppt um titil ökumanna við liðsfélaga sinn. FerrariGettyÖkumenn: Sebastian Vettel og Kimi RaikkonenVél: FerrariStigafjöldi árið 2017: 522 Ferrari nýtti reglubreytingar síðasta árs til að komast upp að hlið Mercedes en þrátt fyrir að Ferrari bíllinn hafi verið að mörgum talinn hraðari en andstæðingarnir dugði það ekki til sigurs bílasmiða, sérstaklega eftir að liðið gjörsamlega hrundi á lokasprettinum er vélin gaf sig hvað eftir annað. Ítalska liðið átti hraðasta tímann í prófunum fyrir tveimur vikum og er því ljóst að liðið verður að berjast á toppnum í Ástralíu. Sebastian Vettel ætlar rétt eins og Lewis Hamilton að reyna sækja sinn fimmta titil og má því með sanni segja að sá þeirra sem vinnur titilinn í ár verður talinn besti ökumaður þessarar kynslóðar. Það verður því allt undir á þessu tímabili. Það kemur mörgum á óvart að liðið hafi ákveðið að halda hinum 38 ára gamla Kimi Raikkonen þar sem Ísmaðurinn sýndi í fyrra að hann hefur hreinlega ekki hraðann til að halda í við liðsfélaga sinn. Ekki má gleyma að Ferrari hefur ekki unnið titil bílasmiða í tíu ár sem verður að teljast óásættanlegt fyrir ítalska bílaframleiðandann. Red BullVísirÖkumenn: Daniel Ricciardo og Max VerstappenVél: RenaultStigafjöldi árið 2017: 368 Árið 2018 getur Red Bull loksins komið upp að hlið andstæðinga sinna ef marka má vorprófanir. Liðið hefur aldrei átt raunverulega möguleika á titli síðan V8 vélarnar voru bannaðar árið 2013 en hefur þó verið að bæta sig reglulega milli ára. Red Bull bíllinn hefur ávallt verið góður en Renault vélin hefur hægt talsvert á enska liðinu sem vann fjóra heimsmeistaratitla í röð á árunum 2010 til 2013. Ökumenn liðsins, þeir Daniel Ricciardo og Max Verstappen eru án efa með betri ökumönnum í Formúlunni og verður áhugavert að sjá slaginn milli þeirra, sérstaklega ef liðið nær að blanda sér í slaginn um fyrsta sætið. Force IndiaÖkumenn: Sergio Perez og Esteban OconVél: MercedesStigafjöldi árið 2017: 187 Force India er það lið sem kom mest á óvart á síðasta ári en það er nokkuð ljóst að það mun eiga erfitt uppdráttar á þessu keppnistímabili eftir slakan árangur í prófunum. Lið eins og Renault og McLaren hafa meiri pening að eyða og munu þau væntanlega minnka muninn í efstu þrjú liðin á kostnað Force India. Önnur áskorun fyrir Force India verður að halda ökumönnum sínum rólegum, en á síðasta ári rákust þeir Sergio Perez og Esteban Ocon saman í alls þremur keppnum. WilliamsGettyÖkumenn: Lance Stroll og Sergey SirotkinVél: MercedesStigafjöldi árið 2017: 83 Williams er eitt þekktasta og virtasta liðið í Formúlu 1 og á síðastliðnu ári fagnaði enska liðið 40 ára afmæli sínu. Þrátt fyrir þetta segir Paddy Lowe, aðalhönnuður Williams FW41 bílsins, að liðið sé enn langt frá því að átta sig fullkomlega á getu bílsins. Mestu athyglina fá þó ökumennirnir tveir, Lance Stroll og nýliðinn Sergey Sirotkin, en Williams teflir fram óreyndasta ökumannsteymi af öllum liðunum í ár sem verður að teljast mikil áhætta og er því lykilatriði að liðið byrji tímabilið vel. RenaultGettyÖkumenn: Nico Hulkenberg og Carlos Sainz Jr.Vél: RenaultSigafjöldi árið 2017: 57 Renault setti sér það markmið þegar þeir byrjuðu aftur í Formúlunni árið 2016 að geta farið að keppa um titla árið 2020. Pressan er því orðin aðeins meiri á franska bílaframleiðandann í ár en liðið gerir sér þó alveg grein fyrir því að það mun ekki slást á toppnum á þessu tímabili. Þó er mjög mikilvægt að Renault fari að minnka bilið í efstu þrjú liðin, sérstaklega Red Bull sem nota sömu Renault vél. Carlos Sainz byrjaði með liðinu seint á síðasta ári og kom sterkur inn. Þá hefur Þjóðverjinn Nico Hulkenberg nú ræst í 137 keppnum án þess að ná verðlaunapalli, met sem hann vill losna við sem fyrst. Toro RossoGettyÖkumenn: Pierre Gasly og Brendon HartleyVél: HondaStigafjöldi árið 2017: 53 Helstu fréttir úr herbúðum Toro Rosso er vélarsamningur liðsins við Honda en japanski framleiðandinn hefur verið að gera McLaren liðinu lífið leitt síðastliðin þrjú ár. Það vantaði alltaf afl í Honda-vélarnar og áreiðanleikinn var enginn. Toro Rosso sýndi þó flottan árangur í prófunum en árangur liðsins á komandi tímabili mun ráðast af því hvort að Honda hefur komist fyrir þau vandamál sem fylgt hafa vélunum síðastliðin ár. HaasGettyÖkumenn: Romain Grosjean og Kevin MagnussenVél: FerrariStigafjöldi árið 2017: 47 Ameríska liðið er að byrja sitt þriðja ár í Formúlu 1 og er þetta í fyrsta skiptið sem þeir geta almennilega byggt ofan á reynslu síðasta árs þar sem engar stórfenglegar reglubreytingar urðu fyrir þetta tímabil. Það verður því gaman að fylgjast með þeim Romain Grosjean, sem hefur verið með liðinu frá upphafi, sem og Kevin Magnussen sem færði sig yfir til Haas frá Renault fyrir síðasta tímabil. McLarenÖkumenn: Fernando Alonso og Stoffel VandoorneVél: RenaultStigafjöldi árið 2017: 30 Loksins hefur McLaren losað sig við Honda vélina sem plagað hefur liðið síðastliðin þrjú ár. McLaren er næstreyndasta liðið í Formúlunni í dag, aðeins á eftir Ferrari, og voru þeir vissir um það í fyrra að ef ekki hefði verið fyrir Honda vélina væru þeir að berjast um fyrsta sætið. Þannig að núna getur liðið hvergi falið sig, með sömu vél og Red Bull ásamt verksmiðjuliði Renault. Ef árangurinn lætur á sér standa í ár er greinilegt að vandamálin eru annarstaðar en í vélarsalnum. SauberÖkumenn: Marcus Ericsson og Charles LeclercVél: FerrariStigafjöldi árið 2017: 5 Sauber liðið sem hóf þátttöku í Formúlu 1 árið 1993 hefur þurft að sætta sig við neðstu sætin síðastliðin ár en nú er von á betri úrslitum fyrir svissneska liðið eftir að samningar við Ferrari og Alfa Romeo náðust í lok síðasta árs. Með 2018 árgerð af Ferrari vél á liðið von á að berjast um sæti í miðjum hópnum þó að byrjun tímabilsins gæti orðið erfið þar sem liðið þarf aðeins að laga aksturseiginleika Sauber C37 bílsins. Formúla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Eftir fjögurra mánaða vetrarhlé hefst Formúla 1 að nýju núna um helgina. Fyrsti kappakstur tímabilsins fer fram í Melbourne í Ástralíu á sunnudaginn. Eins og undanfarin ár munu tíu lið keppa á mótaröðinni sem samanstendur af 21 kappakstri víðsvegar um heiminn. Fáar reglubreytingar voru gerðar fyrir tímabilið eftir dramatísku breytingarnar sem gerðar voru fyrir síðasta tímabil. Þá voru bílarnir breikkaðir og lengdir, hjólbarðarnir breikkaðir og vængirnir stækkaðir. Þar af leiðandi jókst hraði bílanna verulega og sáum við brautarmet falla hvað eftir annað allt síðasta ár. Ein stór breyting hefur þó orðið á útliti bílanna fyrir þetta tímabil með innkomu englabaugsins (e. halo). Honum er ætlað að vernda ökumanninn gegn höfuðáverkum frá t.d. dekkjum og öðrum utanaðkomandi hlutum sem geta lent á bílunum í kappakstri. Það er þó sama spurning sem hangir yfir Formúlunni í ár og hefur verið undanfarin ár - er hægt að stöðva Mercedes og Lewis Hamilton? Mercedes tryggði sér sinn fjórða heimsmeistaratitil bílasmiða á síðasta ári og Bretinn Lewis Hamilton náði einnig sínum fjórða titli en þetta var þriðji titill hans með þýska bílaframleiðandanum. Ljóst er að helsti andstæðingur Mercedes verður Ferrari rétt eins og í fyrra með Þjóðverjann Sebastian Vettel í fararbroddi. Bæði Hamilton og Vettel eru nú með fjóra heimsmeistaratitla hvor en Þjóðverjinn er enn að bíða eftir sínum fyrsta titli með ítalska bílaframleiðandanum eftir að hafa gengið til liðs við Ferrari frá Red Bull árið 2015. Fyrsta beina útsendingin á Stöð 2 Sport þetta tímabilið verður frá æfingu á keppnisbrautinni í Ástralíu klukkan 03.00 aðfaranótt laugardags. Tímataka fer fram síðar um nóttina, klukkan 06.00. Útsending frá kappakstrinum sjálfum hefst klukkan 04.30 aðfaranótt sunnudags. Hér eftir fer kynning á þeim tíu liðum sem munu spreyta sig í sumar í þeirri röð sem þau lentu á síðastliðnu ári. MercedesGettyÖkumenn: Lewis Hamilton og Valtteri BottasVél: MercedesStigafjöldi árið 2017: 668 Mercedes hefur titil að verja og lítur allt út fyrir annað mjög sterkt ár fyrir þýska bílaframleiðandann sem hefur verið algjörlega óstöðvandi síðan nýju V6 túrbínu vélarnar tóku við árið 2014. Lewis Hamilton hefur hvað eftir annað sýnt að hann er einn besti ökumaður heims og er hann nú á höttunum eftir sínum fimmta titli. Valtteri Bottas kom til Mercedes frá Williams í fyrra og náði hann þremur sigrum á sínu fyrsta ári með liðinu, en það er ljóst að hann verður að gera betur til að geta keppt um titil ökumanna við liðsfélaga sinn. FerrariGettyÖkumenn: Sebastian Vettel og Kimi RaikkonenVél: FerrariStigafjöldi árið 2017: 522 Ferrari nýtti reglubreytingar síðasta árs til að komast upp að hlið Mercedes en þrátt fyrir að Ferrari bíllinn hafi verið að mörgum talinn hraðari en andstæðingarnir dugði það ekki til sigurs bílasmiða, sérstaklega eftir að liðið gjörsamlega hrundi á lokasprettinum er vélin gaf sig hvað eftir annað. Ítalska liðið átti hraðasta tímann í prófunum fyrir tveimur vikum og er því ljóst að liðið verður að berjast á toppnum í Ástralíu. Sebastian Vettel ætlar rétt eins og Lewis Hamilton að reyna sækja sinn fimmta titil og má því með sanni segja að sá þeirra sem vinnur titilinn í ár verður talinn besti ökumaður þessarar kynslóðar. Það verður því allt undir á þessu tímabili. Það kemur mörgum á óvart að liðið hafi ákveðið að halda hinum 38 ára gamla Kimi Raikkonen þar sem Ísmaðurinn sýndi í fyrra að hann hefur hreinlega ekki hraðann til að halda í við liðsfélaga sinn. Ekki má gleyma að Ferrari hefur ekki unnið titil bílasmiða í tíu ár sem verður að teljast óásættanlegt fyrir ítalska bílaframleiðandann. Red BullVísirÖkumenn: Daniel Ricciardo og Max VerstappenVél: RenaultStigafjöldi árið 2017: 368 Árið 2018 getur Red Bull loksins komið upp að hlið andstæðinga sinna ef marka má vorprófanir. Liðið hefur aldrei átt raunverulega möguleika á titli síðan V8 vélarnar voru bannaðar árið 2013 en hefur þó verið að bæta sig reglulega milli ára. Red Bull bíllinn hefur ávallt verið góður en Renault vélin hefur hægt talsvert á enska liðinu sem vann fjóra heimsmeistaratitla í röð á árunum 2010 til 2013. Ökumenn liðsins, þeir Daniel Ricciardo og Max Verstappen eru án efa með betri ökumönnum í Formúlunni og verður áhugavert að sjá slaginn milli þeirra, sérstaklega ef liðið nær að blanda sér í slaginn um fyrsta sætið. Force IndiaÖkumenn: Sergio Perez og Esteban OconVél: MercedesStigafjöldi árið 2017: 187 Force India er það lið sem kom mest á óvart á síðasta ári en það er nokkuð ljóst að það mun eiga erfitt uppdráttar á þessu keppnistímabili eftir slakan árangur í prófunum. Lið eins og Renault og McLaren hafa meiri pening að eyða og munu þau væntanlega minnka muninn í efstu þrjú liðin á kostnað Force India. Önnur áskorun fyrir Force India verður að halda ökumönnum sínum rólegum, en á síðasta ári rákust þeir Sergio Perez og Esteban Ocon saman í alls þremur keppnum. WilliamsGettyÖkumenn: Lance Stroll og Sergey SirotkinVél: MercedesStigafjöldi árið 2017: 83 Williams er eitt þekktasta og virtasta liðið í Formúlu 1 og á síðastliðnu ári fagnaði enska liðið 40 ára afmæli sínu. Þrátt fyrir þetta segir Paddy Lowe, aðalhönnuður Williams FW41 bílsins, að liðið sé enn langt frá því að átta sig fullkomlega á getu bílsins. Mestu athyglina fá þó ökumennirnir tveir, Lance Stroll og nýliðinn Sergey Sirotkin, en Williams teflir fram óreyndasta ökumannsteymi af öllum liðunum í ár sem verður að teljast mikil áhætta og er því lykilatriði að liðið byrji tímabilið vel. RenaultGettyÖkumenn: Nico Hulkenberg og Carlos Sainz Jr.Vél: RenaultSigafjöldi árið 2017: 57 Renault setti sér það markmið þegar þeir byrjuðu aftur í Formúlunni árið 2016 að geta farið að keppa um titla árið 2020. Pressan er því orðin aðeins meiri á franska bílaframleiðandann í ár en liðið gerir sér þó alveg grein fyrir því að það mun ekki slást á toppnum á þessu tímabili. Þó er mjög mikilvægt að Renault fari að minnka bilið í efstu þrjú liðin, sérstaklega Red Bull sem nota sömu Renault vél. Carlos Sainz byrjaði með liðinu seint á síðasta ári og kom sterkur inn. Þá hefur Þjóðverjinn Nico Hulkenberg nú ræst í 137 keppnum án þess að ná verðlaunapalli, met sem hann vill losna við sem fyrst. Toro RossoGettyÖkumenn: Pierre Gasly og Brendon HartleyVél: HondaStigafjöldi árið 2017: 53 Helstu fréttir úr herbúðum Toro Rosso er vélarsamningur liðsins við Honda en japanski framleiðandinn hefur verið að gera McLaren liðinu lífið leitt síðastliðin þrjú ár. Það vantaði alltaf afl í Honda-vélarnar og áreiðanleikinn var enginn. Toro Rosso sýndi þó flottan árangur í prófunum en árangur liðsins á komandi tímabili mun ráðast af því hvort að Honda hefur komist fyrir þau vandamál sem fylgt hafa vélunum síðastliðin ár. HaasGettyÖkumenn: Romain Grosjean og Kevin MagnussenVél: FerrariStigafjöldi árið 2017: 47 Ameríska liðið er að byrja sitt þriðja ár í Formúlu 1 og er þetta í fyrsta skiptið sem þeir geta almennilega byggt ofan á reynslu síðasta árs þar sem engar stórfenglegar reglubreytingar urðu fyrir þetta tímabil. Það verður því gaman að fylgjast með þeim Romain Grosjean, sem hefur verið með liðinu frá upphafi, sem og Kevin Magnussen sem færði sig yfir til Haas frá Renault fyrir síðasta tímabil. McLarenÖkumenn: Fernando Alonso og Stoffel VandoorneVél: RenaultStigafjöldi árið 2017: 30 Loksins hefur McLaren losað sig við Honda vélina sem plagað hefur liðið síðastliðin þrjú ár. McLaren er næstreyndasta liðið í Formúlunni í dag, aðeins á eftir Ferrari, og voru þeir vissir um það í fyrra að ef ekki hefði verið fyrir Honda vélina væru þeir að berjast um fyrsta sætið. Þannig að núna getur liðið hvergi falið sig, með sömu vél og Red Bull ásamt verksmiðjuliði Renault. Ef árangurinn lætur á sér standa í ár er greinilegt að vandamálin eru annarstaðar en í vélarsalnum. SauberÖkumenn: Marcus Ericsson og Charles LeclercVél: FerrariStigafjöldi árið 2017: 5 Sauber liðið sem hóf þátttöku í Formúlu 1 árið 1993 hefur þurft að sætta sig við neðstu sætin síðastliðin ár en nú er von á betri úrslitum fyrir svissneska liðið eftir að samningar við Ferrari og Alfa Romeo náðust í lok síðasta árs. Með 2018 árgerð af Ferrari vél á liðið von á að berjast um sæti í miðjum hópnum þó að byrjun tímabilsins gæti orðið erfið þar sem liðið þarf aðeins að laga aksturseiginleika Sauber C37 bílsins.
Formúla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira