Trump og Biden deila um hver myndi lemja hvern Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2018 11:22 Donald Trump og Joe Biden. Vísir/Getty Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Donald Trump, forseti, virðast nú metast um það hvor þeirra myndi vinna slagsmál þeirra á milli. Biden sagði á þriðjudaginn að hann myndi berja Trump „í klessu“ ef þeir væru í menntaskóla, vegna ummæla forsetans um konur. Trump svaraði Biden á Twitter í morgun og sagði að hann myndi berja Biden og að Biden myndi gráta allan tímann ef þeir færu í slag. Trump sagði Biden vera að reyna að haga sér eins og nagli en í raun væri hann aumur maður, líkamlega og andlega. „Þrátt fyrir það hótar hann mér, í annað sinn, með líkamlegu ofbeldi. Hann þekkir mig ekki, en hann myndi fara hratt í jörðina, grátandi allan tímann. Ekki hóta fólki Joe!“ skrifaði Trump.Crazy Joe Biden is trying to act like a tough guy. Actually, he is weak, both mentally and physically, and yet he threatens me, for the second time, with physical assault. He doesn't know me, but he would go down fast and hard, crying all the way. Don't threaten people Joe!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 22, 2018 Biden var staddur í Háskóla Miami á þriðjudaginn þar sem hann tók þátt í samkomu vegna „It‘s On Us“ átaksins sem snýr að því að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi í háskólum. Þar ræddi Biden ummæli sem Trump hefur látið falla um konur og þá sérstaklega um „Access Hollywood“ myndbandið fræga þar sem Trump, árið 2005, stærði sig af því að geta „gripið í píkur“ kvenna í skjóli frægðar sinnar.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum„Þeir spurðu mig hvort ég vildi taka þátt í rökræðum við þennan herramann og ég sagði nei,“ sagði Biden á þriðjudaginn. „Ef við hefðum verið í menntaskóla hefði ég farið með hann á bak við íþróttahús og lamið hann í klessu.“Biden gaf einni lítið fyrir afsökun Trump um að um „búningsklefa-tal“ hefði verið að ræða. „Ég hef verið í mörgum búningsklefum allt mitt líf. Ég er frekar góður íþróttamaður. Hver sem talaði svona var yfirleitt feitasti, ljótasti tíkarsonurinn í klefanum.“ Þetta er svipað og það sem Biden sagði í kosningabaráttunni 2016 þar sem hann tók þátt í kosningafundi Hillary Clinton.Sjá einnig: Trump „myndi elska“ að slást við Biden Trump rifjaði þau ummæli upp nýverið þar sem hann var staddur á kvöldverði í Washington DC. „Munið þið þegar hann sagði: Ég ætla að fara með þig á bak við hlöðu? Treystið mér, ég myndi lemja hann í klessu. Hann yrði auðveldur,“ sagði Trump í byrjun mánaðarins. „Heldur maður sem lætur frá sér svo svívirðilegar yfirlýsingar, virkilega að hann geti orðið forseti?“ Biden þótti líklegur til að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir síðustu forsetakosningar og hefur hann sömuleiðis haldið þeim möguleika opnum að bjóða sig fram gegn Trump í kosningunum 2020. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Donald Trump, forseti, virðast nú metast um það hvor þeirra myndi vinna slagsmál þeirra á milli. Biden sagði á þriðjudaginn að hann myndi berja Trump „í klessu“ ef þeir væru í menntaskóla, vegna ummæla forsetans um konur. Trump svaraði Biden á Twitter í morgun og sagði að hann myndi berja Biden og að Biden myndi gráta allan tímann ef þeir færu í slag. Trump sagði Biden vera að reyna að haga sér eins og nagli en í raun væri hann aumur maður, líkamlega og andlega. „Þrátt fyrir það hótar hann mér, í annað sinn, með líkamlegu ofbeldi. Hann þekkir mig ekki, en hann myndi fara hratt í jörðina, grátandi allan tímann. Ekki hóta fólki Joe!“ skrifaði Trump.Crazy Joe Biden is trying to act like a tough guy. Actually, he is weak, both mentally and physically, and yet he threatens me, for the second time, with physical assault. He doesn't know me, but he would go down fast and hard, crying all the way. Don't threaten people Joe!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 22, 2018 Biden var staddur í Háskóla Miami á þriðjudaginn þar sem hann tók þátt í samkomu vegna „It‘s On Us“ átaksins sem snýr að því að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi í háskólum. Þar ræddi Biden ummæli sem Trump hefur látið falla um konur og þá sérstaklega um „Access Hollywood“ myndbandið fræga þar sem Trump, árið 2005, stærði sig af því að geta „gripið í píkur“ kvenna í skjóli frægðar sinnar.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum„Þeir spurðu mig hvort ég vildi taka þátt í rökræðum við þennan herramann og ég sagði nei,“ sagði Biden á þriðjudaginn. „Ef við hefðum verið í menntaskóla hefði ég farið með hann á bak við íþróttahús og lamið hann í klessu.“Biden gaf einni lítið fyrir afsökun Trump um að um „búningsklefa-tal“ hefði verið að ræða. „Ég hef verið í mörgum búningsklefum allt mitt líf. Ég er frekar góður íþróttamaður. Hver sem talaði svona var yfirleitt feitasti, ljótasti tíkarsonurinn í klefanum.“ Þetta er svipað og það sem Biden sagði í kosningabaráttunni 2016 þar sem hann tók þátt í kosningafundi Hillary Clinton.Sjá einnig: Trump „myndi elska“ að slást við Biden Trump rifjaði þau ummæli upp nýverið þar sem hann var staddur á kvöldverði í Washington DC. „Munið þið þegar hann sagði: Ég ætla að fara með þig á bak við hlöðu? Treystið mér, ég myndi lemja hann í klessu. Hann yrði auðveldur,“ sagði Trump í byrjun mánaðarins. „Heldur maður sem lætur frá sér svo svívirðilegar yfirlýsingar, virkilega að hann geti orðið forseti?“ Biden þótti líklegur til að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir síðustu forsetakosningar og hefur hann sömuleiðis haldið þeim möguleika opnum að bjóða sig fram gegn Trump í kosningunum 2020.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira