Ætla að efna til hönnunarsamkeppni um sundlaug í Fossvogsdal Birgir Olgeirsson skrifar 23. mars 2018 10:09 Mælst er til þess að sundlaugin verði staðsett nálægt Fossvogsskóla og Snælandsskóla um miðbik dalsins. Borgarráð hefur samþykkt að gert verði ráð fyrir sundlaug við gerð deiliskipulags í Fossvogsdal, nálægt Fossvogsskóla og Snælandsskóla um miðbik dalsins. Verður það gert í samræmi við niðurstöður sameiginlegs starfshóps Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar. Samþykkti borgarráð að efna til hönnunarsamkeppni sem Reykjavíkurborg og Kópavogsbær skulu standa saman að. Í niðurstöðum starfshópsins kom fram sundlaugin eigi að vera að lágmarki 25 metra löng og 12,5 metra breið og að í henni eigi að fara fram skólasund á vegum Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar. Þá á sundlaugin að nýtast sem hverfissundlaug fyrir Fossvogsbúa beggja vegna dalsins. Vill starfshópurinn að laugin verði í góðu skjóli og að lágmarki með einum heitum potti. Í úttekt starfshópsins kom fram að farið var yfir reynslu af skólasundlaugum við Breiðholtsskóla og Ölduselsskóla. Þær sundlaugar hafa verið lítið nýttar af almenningi sem gerir kröfu um að minnsta kosti einn heitu pottur fylgi sundlaug. Ekki er mælt fyrir því að koma fyrir rennibrautum né leiksvæðum til þess að leggja áherslu á tilgang laugarinnar, það er útilaug sem þjónar skólasundi á daginn og hverfinu eftir skólatíma. Starfshópurinn hafði þó áhyggjur af því að of mikil ásókn gæti skapað vanda vegna umferðar. Snemma kom upp hugmynd um að ekki yrði gert ráð fyrir bílastæðum fyrir gesti við sundlaugina svo þeir komi frekar gangandi eða hjólandi. Á móti yrði gert ráð fyrir gönguleiðum frá bílastæðum Fossvogsskóla og Snælandsskóla. Í niðurstöðu starfshópsins kom fram að einungis skuli gera ráð fyrir aðkomu bíla vegna aðfanga og til að uppfylla kröfur vegna fatlaðra sundlaugargesta. Að öðru leyti erum að ræða „græna“ sundlaug þar sem gert er ráð fyrir því að gestir laugarinnar komi gangandi eða hjólandi. Reykjavík Skipulag Sundlaugar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Borgarráð hefur samþykkt að gert verði ráð fyrir sundlaug við gerð deiliskipulags í Fossvogsdal, nálægt Fossvogsskóla og Snælandsskóla um miðbik dalsins. Verður það gert í samræmi við niðurstöður sameiginlegs starfshóps Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar. Samþykkti borgarráð að efna til hönnunarsamkeppni sem Reykjavíkurborg og Kópavogsbær skulu standa saman að. Í niðurstöðum starfshópsins kom fram sundlaugin eigi að vera að lágmarki 25 metra löng og 12,5 metra breið og að í henni eigi að fara fram skólasund á vegum Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar. Þá á sundlaugin að nýtast sem hverfissundlaug fyrir Fossvogsbúa beggja vegna dalsins. Vill starfshópurinn að laugin verði í góðu skjóli og að lágmarki með einum heitum potti. Í úttekt starfshópsins kom fram að farið var yfir reynslu af skólasundlaugum við Breiðholtsskóla og Ölduselsskóla. Þær sundlaugar hafa verið lítið nýttar af almenningi sem gerir kröfu um að minnsta kosti einn heitu pottur fylgi sundlaug. Ekki er mælt fyrir því að koma fyrir rennibrautum né leiksvæðum til þess að leggja áherslu á tilgang laugarinnar, það er útilaug sem þjónar skólasundi á daginn og hverfinu eftir skólatíma. Starfshópurinn hafði þó áhyggjur af því að of mikil ásókn gæti skapað vanda vegna umferðar. Snemma kom upp hugmynd um að ekki yrði gert ráð fyrir bílastæðum fyrir gesti við sundlaugina svo þeir komi frekar gangandi eða hjólandi. Á móti yrði gert ráð fyrir gönguleiðum frá bílastæðum Fossvogsskóla og Snælandsskóla. Í niðurstöðu starfshópsins kom fram að einungis skuli gera ráð fyrir aðkomu bíla vegna aðfanga og til að uppfylla kröfur vegna fatlaðra sundlaugargesta. Að öðru leyti erum að ræða „græna“ sundlaug þar sem gert er ráð fyrir því að gestir laugarinnar komi gangandi eða hjólandi.
Reykjavík Skipulag Sundlaugar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira