Losun gróðurhúsalofttegunda frá orku aldrei meiri en í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2018 18:07 Hagvexti í heiminum fylgdi aukin losun í fyrra. Þrjú ár á undan þar sem losun stóð í stað hafði vakið vonir um að samband þar á milli hefði rofnað. Vísir/AFP Mikil eftirspurn eftir orku og minni framfarir í orkunýtni urðu til þess að losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu í heiminum jókst upp í 32,5 milljarða tonna í fyrra. Losunin hafði verið stöðug í þrjú ár á undan. Alþjóðaorkustofnunin varar við því að núverandi loftslagsaðgerðir ríkja heims gangi ekki nógu langt. Losunin jókst um 1,4% í fyrra miðað við árið áður og hefur hún aldrei verið meiri eftir að menn byrjuðu að brenna jarðefnaeldsneyti. Sá bruni er meginuppspretta losunar manna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun. Efnahagsvöxtur leiddi til aukinnar orkueftirspurnar samkvæmt greiningu Alþjóðaorkustofnunarinnar. Eftirspurnin jókst um 2,1% í fyrra og var það tvöföldun á aukningu ársins 2016. Um 70% af eftirspurninni var mætt með jarðefnaeldsneyti; olíu, gasi og kolum, að því er segir í frétt Reuters. Asíuríki átti tvo þriðju hluta aukningarinnar í fyrra. Losun Kínverja jókst um 1,7% og var 9,1 milljarður tonna. Vöxtur í endurnýjanlegum orkugjöfum og hröð skipti úr kolum yfir í jarðgas drógu þó úr vextinum. Flest stærstu iðnríki heims juku einnig losun sína. Þó dróst losun Breta, Bandaríkjamanna, Mexíkóa og Japana lítillega saman á milli ára.Ekki nóg að gertParsísarsamkomulaginu sem ríki heims samþykktu árið 2015 er ætlað að draga úr losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Fatih Birol, forstjóri Alþjóðaorkustofnunarinnar, segir tölurnar nú benda til þess að ekki sé nóg að gert. „Verulegur vöxtur í koltvísýringslosun sem tengist orku í heiminum árið 2017 segir okkur að núverandi aðgerðir til þess að takast á við loftslagsbreytingar séu langt frá því að nægja,“ segir Birol sem bendir meðal annars á að stjórnvöld víða um heim hafi sett minni áherslu á að setja reglur um orkusparnýtni. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að stöðnun losunarinnar þrjú árin fyrir 2017 hafi gefið sérfræðingum tilefni til að vona að vatnaskil hefðu orðið í orkuhagkerfi heimsins. Vaxandi efnahagsumsvifum fylgdi ekki lengur aukin losun. Loftslagsmál Tengdar fréttir Fjölgun jepplinga vinnur gegn samdrætti í losun Á sama tíma og bílaframleiðendur lofa að einbeita sér meira að umhverfisvænni bifreiðum fjárfesta þeir grimmt í þróun jepplinga sem eyða allt að 30% meira eldsneyti en minni bensínbílar. 5. mars 2018 15:14 Meiri ógn af sífreranum nyrst á norðurhjara Allt að fimmfalt meira magn kolefnis er bundið í sífrera á norðanverðu norðurskautinu en sunnar. Verulegt magn gróðurhúsalofttegunda gæti losnað þaðan þegar á þessari öld. 12. mars 2018 14:30 Losun Bretlands hefur ekki verið minni frá lokum 19. aldar Bretar losa nú 38% minna af koltvísýringi en þeir gerðu árið 1990. 7. mars 2018 16:35 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Mikil eftirspurn eftir orku og minni framfarir í orkunýtni urðu til þess að losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu í heiminum jókst upp í 32,5 milljarða tonna í fyrra. Losunin hafði verið stöðug í þrjú ár á undan. Alþjóðaorkustofnunin varar við því að núverandi loftslagsaðgerðir ríkja heims gangi ekki nógu langt. Losunin jókst um 1,4% í fyrra miðað við árið áður og hefur hún aldrei verið meiri eftir að menn byrjuðu að brenna jarðefnaeldsneyti. Sá bruni er meginuppspretta losunar manna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun. Efnahagsvöxtur leiddi til aukinnar orkueftirspurnar samkvæmt greiningu Alþjóðaorkustofnunarinnar. Eftirspurnin jókst um 2,1% í fyrra og var það tvöföldun á aukningu ársins 2016. Um 70% af eftirspurninni var mætt með jarðefnaeldsneyti; olíu, gasi og kolum, að því er segir í frétt Reuters. Asíuríki átti tvo þriðju hluta aukningarinnar í fyrra. Losun Kínverja jókst um 1,7% og var 9,1 milljarður tonna. Vöxtur í endurnýjanlegum orkugjöfum og hröð skipti úr kolum yfir í jarðgas drógu þó úr vextinum. Flest stærstu iðnríki heims juku einnig losun sína. Þó dróst losun Breta, Bandaríkjamanna, Mexíkóa og Japana lítillega saman á milli ára.Ekki nóg að gertParsísarsamkomulaginu sem ríki heims samþykktu árið 2015 er ætlað að draga úr losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Fatih Birol, forstjóri Alþjóðaorkustofnunarinnar, segir tölurnar nú benda til þess að ekki sé nóg að gert. „Verulegur vöxtur í koltvísýringslosun sem tengist orku í heiminum árið 2017 segir okkur að núverandi aðgerðir til þess að takast á við loftslagsbreytingar séu langt frá því að nægja,“ segir Birol sem bendir meðal annars á að stjórnvöld víða um heim hafi sett minni áherslu á að setja reglur um orkusparnýtni. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að stöðnun losunarinnar þrjú árin fyrir 2017 hafi gefið sérfræðingum tilefni til að vona að vatnaskil hefðu orðið í orkuhagkerfi heimsins. Vaxandi efnahagsumsvifum fylgdi ekki lengur aukin losun.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Fjölgun jepplinga vinnur gegn samdrætti í losun Á sama tíma og bílaframleiðendur lofa að einbeita sér meira að umhverfisvænni bifreiðum fjárfesta þeir grimmt í þróun jepplinga sem eyða allt að 30% meira eldsneyti en minni bensínbílar. 5. mars 2018 15:14 Meiri ógn af sífreranum nyrst á norðurhjara Allt að fimmfalt meira magn kolefnis er bundið í sífrera á norðanverðu norðurskautinu en sunnar. Verulegt magn gróðurhúsalofttegunda gæti losnað þaðan þegar á þessari öld. 12. mars 2018 14:30 Losun Bretlands hefur ekki verið minni frá lokum 19. aldar Bretar losa nú 38% minna af koltvísýringi en þeir gerðu árið 1990. 7. mars 2018 16:35 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Fjölgun jepplinga vinnur gegn samdrætti í losun Á sama tíma og bílaframleiðendur lofa að einbeita sér meira að umhverfisvænni bifreiðum fjárfesta þeir grimmt í þróun jepplinga sem eyða allt að 30% meira eldsneyti en minni bensínbílar. 5. mars 2018 15:14
Meiri ógn af sífreranum nyrst á norðurhjara Allt að fimmfalt meira magn kolefnis er bundið í sífrera á norðanverðu norðurskautinu en sunnar. Verulegt magn gróðurhúsalofttegunda gæti losnað þaðan þegar á þessari öld. 12. mars 2018 14:30
Losun Bretlands hefur ekki verið minni frá lokum 19. aldar Bretar losa nú 38% minna af koltvísýringi en þeir gerðu árið 1990. 7. mars 2018 16:35
Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45