Vettel vann fyrstu keppni ársins Dagur Lárusson skrifar 25. mars 2018 09:00 Sebastian Vettel fagnar. vísir/getty Það var Sebastian Vettel hjá Ferrari sem stóð uppi sem sigurvegari í ástralska kappakstrinum eftir harða keppni við Lewis Hamilton. Þetta var fyrsta keppni nýs tímabils í Formúlu 1. Lewis Hamilton var með forystuna í kappakstrinum í upphafi en það breyttist þá á 24. hring er Romain Grosjean, ökumaður Haas, þurfti að stöðva á miðri braut. Þetta gerði það að verkum að það hægðist verulega á keppninni og Vettel nýtti sér þetta tækifæri til þess að nota fyrra þjónustuhlé sitt og taka fram úr Lewis Hamilton. Þjóðverjinn hélt forystunni allt til loka. Kappaksturinn endaði því þannig að Vettel tók fyrsta sætið, Hamilton annað sætið og Kimi Raikkonen, félagi Vettel hjá Ferrari, endaði í þriðja sæti. Lewis Hamilton var ekki sáttur eftir keppnina en hann spurði starfslið sitt hvort hann hafi gert eitthvað rangt. „Ég skil ekki hvað gerðist. Ég gerði allt sem ég átti að gera. Ég hélt að ég væri í góðum málum þar til á lokastundu,“ sagði Hamilton. „Ég ætlaði mér að ná honum og ég reyndi það en ég áttaði mig síðan á því að ég varð að taka skynsamlega ákvörðun. Heildarkeppnin er ekki unnin í einum kappakstri.“ Formúla Tengdar fréttir Hamilton verður á ráspól Lewis Hamilton, ökukappi Mercedes, verður á ráspól í ástralska kappakstrinum fimmta árið í röð eftir að hann átti besta tímann af öllum í tímatökunni í nótt. 24. mars 2018 08:00 Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Það var Sebastian Vettel hjá Ferrari sem stóð uppi sem sigurvegari í ástralska kappakstrinum eftir harða keppni við Lewis Hamilton. Þetta var fyrsta keppni nýs tímabils í Formúlu 1. Lewis Hamilton var með forystuna í kappakstrinum í upphafi en það breyttist þá á 24. hring er Romain Grosjean, ökumaður Haas, þurfti að stöðva á miðri braut. Þetta gerði það að verkum að það hægðist verulega á keppninni og Vettel nýtti sér þetta tækifæri til þess að nota fyrra þjónustuhlé sitt og taka fram úr Lewis Hamilton. Þjóðverjinn hélt forystunni allt til loka. Kappaksturinn endaði því þannig að Vettel tók fyrsta sætið, Hamilton annað sætið og Kimi Raikkonen, félagi Vettel hjá Ferrari, endaði í þriðja sæti. Lewis Hamilton var ekki sáttur eftir keppnina en hann spurði starfslið sitt hvort hann hafi gert eitthvað rangt. „Ég skil ekki hvað gerðist. Ég gerði allt sem ég átti að gera. Ég hélt að ég væri í góðum málum þar til á lokastundu,“ sagði Hamilton. „Ég ætlaði mér að ná honum og ég reyndi það en ég áttaði mig síðan á því að ég varð að taka skynsamlega ákvörðun. Heildarkeppnin er ekki unnin í einum kappakstri.“
Formúla Tengdar fréttir Hamilton verður á ráspól Lewis Hamilton, ökukappi Mercedes, verður á ráspól í ástralska kappakstrinum fimmta árið í röð eftir að hann átti besta tímann af öllum í tímatökunni í nótt. 24. mars 2018 08:00 Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Hamilton verður á ráspól Lewis Hamilton, ökukappi Mercedes, verður á ráspól í ástralska kappakstrinum fimmta árið í röð eftir að hann átti besta tímann af öllum í tímatökunni í nótt. 24. mars 2018 08:00