Uppstokkun steytir á skeri Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. mars 2018 06:20 Donald Trump segist ekki eiga í neinum vandræðum með að finna lögmenn sem vilja starfa fyrir sig. Vísir/Getty Svo virðist sem Bandaríkjaforsetinn Donald Trump muni ekki ráða til sín lögfræðinganna tvo sem tilkynnt var um í síðustu viku. Trump hafði hugsað sér að stokka upp í lögfræðiliði sínu eftir að John Dowd, aðallögmaður forsetans í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum, hætti störfum. Við hlutverki hans átti að taka fyrrum saksóknarinn Joe diGenova, staðfastur stuðningsmaður forsetans sem telur að leynilegur hópur FBI-fulltrúa hafi búið til Rússarannsóknina til að koma í veg fyrir að Trump yrði forseti. Eiginkona hans, Victoria Toensing, átti jafnframt að hefja störf fyrir Hvíta húsið. Nú er hins vegar komið babb í bátinn. Í yfirlýsingu frá einkalögmanni forsetans, Jay Sekulow, kemur fram að „hagsmunaárekstrar“ (e. conflict) standi í veg fyrir ráðningu hjónanna. „Forsetanum þykir miður að hagsmunaárekstrar komi í veg fyrir að Joe diGenova og Victoria Toensing geti gengið í Rússarannsóknarlið forsetans,“ segir í yfirlýsingunni. Þau geti þó aðstoðað hann við önnur lagaleg úrlausnarefni, bara ekki eitthvað sem tengist rannsókn sérstaka saksóknarans. Hverjir árekstrarnir eru liggur ekki fyrir á þessari stundu. Lögmannsstofa hjónanna, diGenova & Toensing, er þó talin vinna fyrir aðra sem blandast hafa inn í rannsóknina á íhlutun Rússa í forsetakosningunum. Það kunni að valda fyrrnefndum hagsmunaárekstrum. Donald Trump tjáði sig undir rós um málið á Twitter í gær þar sem hann sagði að hann ætti ekki í neinum vandræðum með að finna lögmenn sem vildu taka mál hans að sér.Many lawyers and top law firms want to represent me in the Russia case...don't believe the Fake News narrative that it is hard to find a lawyer who wants to take this on. Fame & fortune will NEVER be turned down by a lawyer, though some are conflicted. Problem is that a new......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 25, 2018 ....lawyer or law firm will take months to get up to speed (if for no other reason than they can bill more), which is unfair to our great country - and I am very happy with my existing team. Besides, there was NO COLLUSION with Russia, except by Crooked Hillary and the Dems!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 25, 2018 Til stóð að ráða hjónin sem fyrr segir eftir að John Dowd hætti störfum fyrir forsetann. Er hann sagður hafa gefist upp á starfinu því forsetinn hafi ítrekað hunsað ráðleggingar hans. Aðrar heimildir hermdu að forsetinn hafi misst trúna á hann. Undir forystu Dowd stakk lögfræðingalið Trump upp á því að hann myndi aðstoða rannsóknarnefnd Roberts Mueller við störf sín. Í ljósi þessara nýjustu vendinga er ekki vitað hver mun að endingu taka við starfi Johns Dowd. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. 17. mars 2018 23:00 Hefnir fyrir hugverkaþjófnað með tollum á kínverskar vörur Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. 23. mars 2018 06:00 Lögmaður Trump hættur John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. 22. mars 2018 16:10 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Sjá meira
Svo virðist sem Bandaríkjaforsetinn Donald Trump muni ekki ráða til sín lögfræðinganna tvo sem tilkynnt var um í síðustu viku. Trump hafði hugsað sér að stokka upp í lögfræðiliði sínu eftir að John Dowd, aðallögmaður forsetans í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum, hætti störfum. Við hlutverki hans átti að taka fyrrum saksóknarinn Joe diGenova, staðfastur stuðningsmaður forsetans sem telur að leynilegur hópur FBI-fulltrúa hafi búið til Rússarannsóknina til að koma í veg fyrir að Trump yrði forseti. Eiginkona hans, Victoria Toensing, átti jafnframt að hefja störf fyrir Hvíta húsið. Nú er hins vegar komið babb í bátinn. Í yfirlýsingu frá einkalögmanni forsetans, Jay Sekulow, kemur fram að „hagsmunaárekstrar“ (e. conflict) standi í veg fyrir ráðningu hjónanna. „Forsetanum þykir miður að hagsmunaárekstrar komi í veg fyrir að Joe diGenova og Victoria Toensing geti gengið í Rússarannsóknarlið forsetans,“ segir í yfirlýsingunni. Þau geti þó aðstoðað hann við önnur lagaleg úrlausnarefni, bara ekki eitthvað sem tengist rannsókn sérstaka saksóknarans. Hverjir árekstrarnir eru liggur ekki fyrir á þessari stundu. Lögmannsstofa hjónanna, diGenova & Toensing, er þó talin vinna fyrir aðra sem blandast hafa inn í rannsóknina á íhlutun Rússa í forsetakosningunum. Það kunni að valda fyrrnefndum hagsmunaárekstrum. Donald Trump tjáði sig undir rós um málið á Twitter í gær þar sem hann sagði að hann ætti ekki í neinum vandræðum með að finna lögmenn sem vildu taka mál hans að sér.Many lawyers and top law firms want to represent me in the Russia case...don't believe the Fake News narrative that it is hard to find a lawyer who wants to take this on. Fame & fortune will NEVER be turned down by a lawyer, though some are conflicted. Problem is that a new......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 25, 2018 ....lawyer or law firm will take months to get up to speed (if for no other reason than they can bill more), which is unfair to our great country - and I am very happy with my existing team. Besides, there was NO COLLUSION with Russia, except by Crooked Hillary and the Dems!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 25, 2018 Til stóð að ráða hjónin sem fyrr segir eftir að John Dowd hætti störfum fyrir forsetann. Er hann sagður hafa gefist upp á starfinu því forsetinn hafi ítrekað hunsað ráðleggingar hans. Aðrar heimildir hermdu að forsetinn hafi misst trúna á hann. Undir forystu Dowd stakk lögfræðingalið Trump upp á því að hann myndi aðstoða rannsóknarnefnd Roberts Mueller við störf sín. Í ljósi þessara nýjustu vendinga er ekki vitað hver mun að endingu taka við starfi Johns Dowd.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. 17. mars 2018 23:00 Hefnir fyrir hugverkaþjófnað með tollum á kínverskar vörur Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. 23. mars 2018 06:00 Lögmaður Trump hættur John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. 22. mars 2018 16:10 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Sjá meira
Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. 17. mars 2018 23:00
Hefnir fyrir hugverkaþjófnað með tollum á kínverskar vörur Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. 23. mars 2018 06:00
Lögmaður Trump hættur John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. 22. mars 2018 16:10
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent