Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2018 12:03 Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands. Vísir/AFP Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa og að þolinmæðin væri á þrotum gagnvart Vladimir Putin, forseta Rússlands. Bretar hafa sakað Rússa um að hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara, sem sveik Rússland og starfaði með Bretum, með taugaeitri í Bretlandi. Rússinn, Sergei Skripal, og dóttir hans liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir árásina sem gerð var þann 4. mars. Rússar segjast ekki hafa komið að árásinni á nokkurn hátt og saka Breta um „herferð“ gegn Rússlandi. Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins hafa lýst yfir stuðningi við niðurstöðu Breta um að Rússar hafi komið að árásinni og ákváðu að grípa til refsiaðgerða vegna málsins. Þar að auki hefur ríkisstjórn Donald Trump lýst yfir stuðningi við Breta og Trump er sagður íhuga að vísa rússneskum erindrekum úr landi . Williamson, sem staddur er í Eistlandi, sagði samstöðuna til marks um það að þolinmæði gagnvart Putin væri á þrotum. Hann sagði ríkisstjórn Putin hafa reynt að reka fleyg á milli ríkja Evrópu og Atlantshafsbandalagsins og að núverandi samstaða ríkjanna ætti að senda forsetanum rússneska skýr skilaboð.Samkvæmt frétt BBC hafa sendiherrar Rússlands víða um Evrópu verið kallaðir á teppið og er talið að erindrekar verði víða sendir heim til Rússlands. Von er á yfirlýsingum um málið í dag. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði á föstudaginn að líklegast myndu ekki öll ríki ESB vísa rússneskum erindrekum úr landi en ljóst væri að einhverjir myndu gera það. Eistland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segja ummæli Boris viðurstyggð Rússneskir stjórnmálamenn eru æfir yfir samlíkingum Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, á HM í Rússlandi við Ólympíuleikana í Þýskalandi nasismans árið 1936 22. mars 2018 18:45 Trump íhugar að vísa rússneskum erindrekum úr landi Donald Trump íhugar að grípa til aðgerða til að sýna Bretum samstöðu í verki vegna taugaeiturárásarinnar 25. mars 2018 22:34 Novichok í höndum rússneskra gengja Rússneskur miðill, gagnrýninn á ríkisstjórnina, segir taugaeitrið sem notað var á Sergei Skrípal í höndum glæpagengja. Magnið sé nægilegt til að drepa hundruð. 24. mars 2018 07:15 Mögulega með heilaskaða Sergei Skrípal, fyrrverandi gagnnjósnari, og Júlía dóttir hans eru mögulega með heilaskaða eftir að ráðist var á þau með svokölluðu novichok-taugaeitri í Salisbury fyrr í mánuðinum. 23. mars 2018 06:00 Sendiherra Evrópusambandsins í Moskvu kallaður heim til ráðagerða Ástæðurnar eru ásakanir á hendur rússneskum stjórnvöldum að þau hafi staðið að eiturefnaárásinni sem gerð var á gagnnjósnarann Sergei Skripal og dóttur hans á Englandi. 23. mars 2018 08:39 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Sjá meira
Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa og að þolinmæðin væri á þrotum gagnvart Vladimir Putin, forseta Rússlands. Bretar hafa sakað Rússa um að hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara, sem sveik Rússland og starfaði með Bretum, með taugaeitri í Bretlandi. Rússinn, Sergei Skripal, og dóttir hans liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir árásina sem gerð var þann 4. mars. Rússar segjast ekki hafa komið að árásinni á nokkurn hátt og saka Breta um „herferð“ gegn Rússlandi. Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins hafa lýst yfir stuðningi við niðurstöðu Breta um að Rússar hafi komið að árásinni og ákváðu að grípa til refsiaðgerða vegna málsins. Þar að auki hefur ríkisstjórn Donald Trump lýst yfir stuðningi við Breta og Trump er sagður íhuga að vísa rússneskum erindrekum úr landi . Williamson, sem staddur er í Eistlandi, sagði samstöðuna til marks um það að þolinmæði gagnvart Putin væri á þrotum. Hann sagði ríkisstjórn Putin hafa reynt að reka fleyg á milli ríkja Evrópu og Atlantshafsbandalagsins og að núverandi samstaða ríkjanna ætti að senda forsetanum rússneska skýr skilaboð.Samkvæmt frétt BBC hafa sendiherrar Rússlands víða um Evrópu verið kallaðir á teppið og er talið að erindrekar verði víða sendir heim til Rússlands. Von er á yfirlýsingum um málið í dag. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði á föstudaginn að líklegast myndu ekki öll ríki ESB vísa rússneskum erindrekum úr landi en ljóst væri að einhverjir myndu gera það.
Eistland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segja ummæli Boris viðurstyggð Rússneskir stjórnmálamenn eru æfir yfir samlíkingum Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, á HM í Rússlandi við Ólympíuleikana í Þýskalandi nasismans árið 1936 22. mars 2018 18:45 Trump íhugar að vísa rússneskum erindrekum úr landi Donald Trump íhugar að grípa til aðgerða til að sýna Bretum samstöðu í verki vegna taugaeiturárásarinnar 25. mars 2018 22:34 Novichok í höndum rússneskra gengja Rússneskur miðill, gagnrýninn á ríkisstjórnina, segir taugaeitrið sem notað var á Sergei Skrípal í höndum glæpagengja. Magnið sé nægilegt til að drepa hundruð. 24. mars 2018 07:15 Mögulega með heilaskaða Sergei Skrípal, fyrrverandi gagnnjósnari, og Júlía dóttir hans eru mögulega með heilaskaða eftir að ráðist var á þau með svokölluðu novichok-taugaeitri í Salisbury fyrr í mánuðinum. 23. mars 2018 06:00 Sendiherra Evrópusambandsins í Moskvu kallaður heim til ráðagerða Ástæðurnar eru ásakanir á hendur rússneskum stjórnvöldum að þau hafi staðið að eiturefnaárásinni sem gerð var á gagnnjósnarann Sergei Skripal og dóttur hans á Englandi. 23. mars 2018 08:39 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Sjá meira
Segja ummæli Boris viðurstyggð Rússneskir stjórnmálamenn eru æfir yfir samlíkingum Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, á HM í Rússlandi við Ólympíuleikana í Þýskalandi nasismans árið 1936 22. mars 2018 18:45
Trump íhugar að vísa rússneskum erindrekum úr landi Donald Trump íhugar að grípa til aðgerða til að sýna Bretum samstöðu í verki vegna taugaeiturárásarinnar 25. mars 2018 22:34
Novichok í höndum rússneskra gengja Rússneskur miðill, gagnrýninn á ríkisstjórnina, segir taugaeitrið sem notað var á Sergei Skrípal í höndum glæpagengja. Magnið sé nægilegt til að drepa hundruð. 24. mars 2018 07:15
Mögulega með heilaskaða Sergei Skrípal, fyrrverandi gagnnjósnari, og Júlía dóttir hans eru mögulega með heilaskaða eftir að ráðist var á þau með svokölluðu novichok-taugaeitri í Salisbury fyrr í mánuðinum. 23. mars 2018 06:00
Sendiherra Evrópusambandsins í Moskvu kallaður heim til ráðagerða Ástæðurnar eru ásakanir á hendur rússneskum stjórnvöldum að þau hafi staðið að eiturefnaárásinni sem gerð var á gagnnjósnarann Sergei Skripal og dóttur hans á Englandi. 23. mars 2018 08:39