Erdogan vill enn í ESB Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2018 16:10 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AFP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir ríkisstjórn sína enn stefna að inngöngu í Evrópusambandið. Þrátt fyrir miklar deilur við Evrópuríki að undanförnu. Erdogan mun funda með leiðtogum ESB í Búlgaríu á næstu dögum og verða þar rædd mörg erfið mál. Meðal þess sem rætt verður á fundinum eru hreinsanir Erdogan í Tyrklandi eftir misheppnað valdarán um sumarið 2016. Tugum þúsunda embættismanna, dómara, kennara og öðrum hefur verið sagt upp störfum og þúsundir hafa verið handteknir. Þá hefur ríkisstjórn Erdogan farið hart fram gegn frjálsum fjölmiðlum og handtekið fjölda manna sem gagnrýnt hafa aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Sömuleiðis verður rætt um þá kröfu Tyrkja að öðlast aðgang að Evrópu án vegabréfsáritana og deilur Tyrkja og Grikkja þar sem tyrknesk herskip hafa komið í veg fyrir leit að olíu við Kýpur. Boyko Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu, segist búast við mjög erfiðum fundi. Áður en Erdogan lagði af stað til Búlgaríu í dag ræddi hann við fjölmiðla og sagði að Tyrkland myndi ekki sætta sig við hræsni og tvískynnung. Erdogan sakaði forsvarsmenn ESB um að leggja steina í götu Tyrklands. Deilur Tyrkja og ESB hafa fært Tyrkland nær Rússlandi. Tyrkir hafa gert samkomulag um að kaupa vopn af Rússum og Rússar ætla að byggja fyrsta kjarnorkuver Tyrklands. Þá mun Vladimir Putin, forseti Rússlands, heimsækja Tyrkland í næstu viku og vera þar í tvo daga. ESB mun í næsta mánuði birta ástandsskýrslu varðandi aðildarumsókn Tyrkja og býst sérfræðingur sem AFP fréttaveitan ræddi við að líkur á inngöngu Tyrkja í sambandið hafi í raun minnkað. Þeir standist færri skilyrði en áður vegna andlýðræðislegra aðgerða Erdogan. Á móti saka Tyrkir ESB um að aðstoða þá ekki í því sem þeir kalla baráttu gegn hryðjuverkum, sem snýr að mestu að Kúrdum og klerksins Fethullah Gülen sem er í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum. Erdogan hefur ítrekað sakað hann um að hafa skipulagt valdaránið misheppnaða. Búlgaría Evrópusambandið Kýpur Mið-Austurlönd Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir ríkisstjórn sína enn stefna að inngöngu í Evrópusambandið. Þrátt fyrir miklar deilur við Evrópuríki að undanförnu. Erdogan mun funda með leiðtogum ESB í Búlgaríu á næstu dögum og verða þar rædd mörg erfið mál. Meðal þess sem rætt verður á fundinum eru hreinsanir Erdogan í Tyrklandi eftir misheppnað valdarán um sumarið 2016. Tugum þúsunda embættismanna, dómara, kennara og öðrum hefur verið sagt upp störfum og þúsundir hafa verið handteknir. Þá hefur ríkisstjórn Erdogan farið hart fram gegn frjálsum fjölmiðlum og handtekið fjölda manna sem gagnrýnt hafa aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Sömuleiðis verður rætt um þá kröfu Tyrkja að öðlast aðgang að Evrópu án vegabréfsáritana og deilur Tyrkja og Grikkja þar sem tyrknesk herskip hafa komið í veg fyrir leit að olíu við Kýpur. Boyko Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu, segist búast við mjög erfiðum fundi. Áður en Erdogan lagði af stað til Búlgaríu í dag ræddi hann við fjölmiðla og sagði að Tyrkland myndi ekki sætta sig við hræsni og tvískynnung. Erdogan sakaði forsvarsmenn ESB um að leggja steina í götu Tyrklands. Deilur Tyrkja og ESB hafa fært Tyrkland nær Rússlandi. Tyrkir hafa gert samkomulag um að kaupa vopn af Rússum og Rússar ætla að byggja fyrsta kjarnorkuver Tyrklands. Þá mun Vladimir Putin, forseti Rússlands, heimsækja Tyrkland í næstu viku og vera þar í tvo daga. ESB mun í næsta mánuði birta ástandsskýrslu varðandi aðildarumsókn Tyrkja og býst sérfræðingur sem AFP fréttaveitan ræddi við að líkur á inngöngu Tyrkja í sambandið hafi í raun minnkað. Þeir standist færri skilyrði en áður vegna andlýðræðislegra aðgerða Erdogan. Á móti saka Tyrkir ESB um að aðstoða þá ekki í því sem þeir kalla baráttu gegn hryðjuverkum, sem snýr að mestu að Kúrdum og klerksins Fethullah Gülen sem er í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum. Erdogan hefur ítrekað sakað hann um að hafa skipulagt valdaránið misheppnaða.
Búlgaría Evrópusambandið Kýpur Mið-Austurlönd Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira